Játningar fjárhryðjuverkamanns. John Perkins

Vitrir menn mæla, að tvær aðferðir séu árangurríkar til að bera sigurorð af öðrum þjóðum; stríð og skuldsetning. Hugmyndafræðistríðinu mætti reyndar við bæta. En venjulega er öllum aðferðum beitt.

Í grein Expose, sem er innblástur þessara orða, er fjallað um bandaríska hagfræðinginn og fjárhryðjuverkamanninn (economic hit man), John Perkins (f. 1945). „Við, fjárhryðjuverkamennirnir, berum ábyrgð á tilurð hins fyrsta, eiginlega alheimsveldis,“ segir hann.

John starfaði í áratugi sem ráðgjafi leyniþjónusta, ofurfyrirtækja og stjórnvalda. John lýsir því, hvernig framangreindir eiga samvinnu um að koma á kné yfirvöldum ríkja, sem mögla gegn vilja Bandaríkjanna/alþjóðaauðhringanna og skirrast við að láta af hendi auðævi sín.

Bolabrögðin fela í sér mútur, uppþot, “blómabyltingar” (colour revoulution), innrásir og þrýsting í alþjóðasamtökum eins og Sameinuðu þjóðunum. Þessu fólki flökrar ekki við morðum eða aftökum. John hefur m.a. skrifað bókina: „Játningar fjárhryðjuverkamanns“ (Confessions of a Economic Hit Man).

John skilgreinir fjárhryðjuverkamann svo: „[Hann er] vellaunaður atvinnumaður, sem situr á svikráðum við ríki veraldar og svíkur út úr þeim milljarða dala. Hann beinir fé frá Alþjóðabankanum (World Bank), Þróunarstofnun Bandaríkjanna (US Agency for International Development – USAID) og öðrum hjálparstofnunum erlendis, í fjárhirslur ofurfyrirtækja og vasa auðugra fjölskyldna, sem sitja á náttúruauðlindum heimsins. …

Brenglaðar efnahagsskýrslur, falskar kosningar, mútur, nauðung, kynlíf og morð, eru meðal aðferða þeirra. Þeir leika hinn forna heimveldisleik, en í breyttri og hryllilegri útgáfu, sem helgast af alþjóðavæðingunni.“

Fjárhryðjuverkamennirnir hafa annan fótinn í ríkisstjórnum og hinn í auðhringunum. John Perkins kallar fyrirbærið “auðhringaræði” (corporatocracy). Alþjóðabankinn undir stjórn Bandaríkjanna, tekur virkan þátt í þessari ósvinnu, ásamt öðrum alþjóðastofnunum á valdi vestrænna þjóða/Bandaríkjanna eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (International Monetary Fund) og Alþjóðaviðskiptastofnuninni (World Trade Organization).

Tekin eru fjölmörg dæmi um allan heim. Þessari aðferð er vitaskuld beitt fyrir augum okkar í dag. Það heitir barátta fyrir frelsi (einkum kvenna og barna) og lýðræði. Íslenska ríkisstjórnin segir sig berjast fyrir „konum, frelsi og friði.“ En við hristum makkann í afneitun, svo bjöllurnar klingja, horfum hvorki né heyrum, enda „smöluð hjörð“ eins og Klettafjallaskálið sagði.

Í fyrrnefndri grein um efnið gefst kostur á að sjá afar fróðlega heimildarmynd um efnið, í fullri lengd, og aðra, sem er úrdráttur, með nefndum John Perkins í aðalhlutverki.

Þeir, sem komnir eru til ára sinna, kannast að miklu leyti við þessa sögu, ekki síst framferði Bandaríkjamanna í Mið- og Suður-Ameríku.

https://www.youtube.com/watch?v=3FvKzSBSQcc https://www.bibliotecapleyades.net/sociopolitica/sociopol_globalbanking14.htm https://expose-news.com/2022/11/28/economic-hit-men-are-the-first-line-of-defence/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband