Vafalítið er forseti Rússlands (sem sumir halda, að enn séu Ráðstjórnarríkin, sem létust fyrir aldurfjórðungi síðan) meðal hötuðustu manna á Vesturlöndum. Því er í síbylju spáð, að tími forsetans sé kominn, að hann sé um það bil að geipsa golunni sökum veikinda eða að landar hans gefi honum langt nef.
Fréttastofa RÚV, sem er iðin við þann kolann og gersamlega blygðunarlaus flutti frétt af fundi leiðtogans með mæðrum drepinna hermanna, þar sem einmitt er látið liggja að gífurlegum óvinsældum hans. (En flutti þó ekki fréttir af svipuðum atburði í Úkraínu, samkvæmt þeim fréttaflutningslögmálum, sem gilda á þeim bæ.)
Sergei Lavrov, utanrikisráðherra, fær reyndar einnig að finna til tevatnsins á RÚV. T.d. lét Bogi Ágústsson þá skoðun í ljósi, að nóg væri komið af bulli þess manns.
En eins og allir vita, er varla nokkuð að marka fréttir, sem frá alþjóðlegum fréttaveitum kemur, og eru lesnar upp í meginstraumsmiðlum Vesturlanda. Það sama má um fréttir Úkraínumanna og Rússa segja.
Þó gerðust þau undur og stórmerki, að niðurstöður nýlegra kannanna, af rússneskum og bandarískum toga, gáfu svipaða niðurstöður eins og átti á sínum tíma við um viðhorf íbúa Krímskaga til aðildar að rússneska ríkjasambandinu.
Vladimir hefur tapað trausti á sumum sviðum. Tengsl við Evrópusambandið og Bandaríkin eru þar á meðal. Traustið er að jafnaði um um 70%, heldur læra en traust til forystu hans í Úkraínudeilunni, sem hefur lækkað niður í 63%. En landsmenn Vladimir eru ánægðir með Kínastjórnmál ríkisstjórnarinnar. Heil 90% lofa þau. Spillingarmálin eru á hinum enda stigans eins og við mátti búast. Þar fellur traustið niður í 49%, og harla fáir trúa því, að Vladimir sé saklaus af henni.
En þegar öllu er á botninn hvolft bera um 80% landsmanna almennt traust til þessa voðamennis.
Traust er víða á hverfanda hveli hjá fjandmönnum Rússa líka. Þeir sprengja í tætlur eigur hvers annars, stunda hryðjuverk. (Stríðsyfirlýsing hefði það einhvern tíma verið kallað.) Þeir hlunnfara hvern annan, sitja á svikráðum í viðskiptum, skjóta eldflaugum hver á annan og reyna hallarbyltingar hver hjá öðrum. Ég hef ekki rekið augun í traustsmælingar af þeim vettvangi.
https://www.statista.com/chart/9776/how-russians-feel-about-corruption/ https://abouthungary.hu/blog/sanctions-bring-us-closer-and-closer-to-war https://www.politico.eu/article/vladimir-putin-war-europe-ukraine-gas-inflation-reduction-act-ira-joe-biden-rift-west-eu-accuses-us-of-profiting-from-war/ https://covertactionmagazine.com/2022/11/26/star-cia-analysts-are-out-of-touch-with-reality-when-it-comes-to-russia/?mc_cid=9fe36b9c5b&mc_eid=5cd1ec03b1 https://digitaledition.manilatimes.net/article/281663964013478 https://www.statista.com/chart/10010/putin-losing-public-support-on-key-issues/ https://www.daily-sun.com/post/650584/Poll-reveals-level-of-Russian-public%E2%80%99s-confidence-in-Putin https://www.pewresearch.org/global/2017/06/20/president-putin-russian-perspective/
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021