Ástralski fræðimaðurinn, Paul Collits, hefur skrifað hressandi hugvekju um okkur sem lýðræðisverur. Tilfinningaskilningur opinberrar stefnumótunar og annarra synda ríkisvaldsins (Emoting Our Way to Public Policy, and Other Sins of the State).
Hann segir m.a. á þessa leið:
Einu sinni gilti samningur milli kjörins fulltrúa og kjósenda, þess efnis, að kjósandinn léði fulltrúa vald, þ.e. framseldi sjálfsvald sitt, svo fulltrúinn mætti beita því af ábyrgð í þágu umbjóðandans. Sá samningur virðist rofinn, því báðar forsendur hans, þ.e. skyni gæddur og upplýstur kjósandi og ábyrgðarfullur stjórnmálamaður, eru bak og burt.
Það ber ekki á öðru en að sumir stjórnmálamanna vilji oss illt, oft með skírskotun til hinnar eða þessarar hugmyndafræði. Þeir vilja líka stela auðlindum okkar og meina okkur um að taka ákvarðanir. Þar af leiðandi göngum við rýrð til skógar.
Það horfir jafnvel alvarlegar við, að kjósendur á liðandi stundu eru fákænir, yfirborðskenndir og hafa takmarkaðan áhuga á því að setja sig inn í opinbera stefnumótun. Þeir eru skynlausir (rationally ignorant) eins og bandaríski hagfræðingurinn, Anthony Downs (1930-2021) orðaði það.
Kjósendur hafa helst rænu á að skoða eigin nafla og leikföngin sín, en láta hið opinbera fara sínu fram, enda þótt það feli í sér meingjörð gagnvart þeim sjálfum og meðreiðarfólki. Því þeir hafa gefið frá sér hlutdeild í stjórnmálunum. Þeir eru samvöxtur fábjána sem þó eru nægilega viti bornir til að stafi af þeim hætta og algerum trúðum, sem skeyta engu um það, sem efst er á baugi, og aflvaka þess.
Kjósendur samtímans hafa þann háttinn á að taka afstöðu til málefna líðandi stundar á grundvelli tilfinningavelgju, þ.e. með hvaða hætti stefnumörkun skírskotar til tilfinninga þeirra. Þeir kasta sér yfir ellegar vísa á bug innantómum orðavaðli og áróðri eins og umhverfisneyð, ást er í ástinni fólgin, látum vísindin vísa okkur leið, líf blökkumanna skipta máli, við erum í sama báti, stöðvið dreifinguna, fletjum út kúrfuna, og þess háttar.
Og til að bæta gráu ofan á svart trúir fólk því af einlægni (að minnsta kosti yfirborðslega), að þessi heróp eða vígorð feli í sér merkingarbæran sannleik, grundvallaðan á rannsóknum eða greiningum.
Kenndadrafl í sambandi við stefnumótun er nútíma fyrirbæri. Það er í fullu samræmi við sjálfhverfa, grunnhyggna og siðtóma kynslóð, sem ekkert stjórnmálavit hefur til að bera, og er haldin þeirri misgá, að tilfinning sé hugsun eða jafnvel enn verra, tilveran sjálf. Þegar svo er komið, verður hið fáránlega að rétttrúnaði á samri stundu.
Eins og gefur að skilja dregur stefnumótun í stjórnmálum dám að andlegu atgervi kjósenda. Innantóm vígorð koma í stað eiginlegrar stefnumótunar eins og; Hrein orka, umhverfisviðgerðir, kolefnisleysi og covid-öryggi.
Hjörðin lætur viljug að stjórn, lætur sig í engu varða stjórnarhætti á grundvelli rangfærslna og dægurflugna, og hefur þannig greitt götu stjórnunarfaraldra, þar sem tilbúinn vandi er leystur með tilbúnum lausnum, sem kosta skattgreiðendur stórfé. Stjórnvöld og stjórnmálaflokkar iða af ánægju með þessa þróun lýðræðisins.
Hinn nýi lýðræðissáttmáli er þessi: Við lofum að veita þér þægindi og áhyggjuleysi í lífinu - með hagsældarásýnd - í skiptum fyrir rænulaust afsal sjálfsvaldsins, sem þú felur okkur á vald.
Enn er af meiru að taka.
https://paulcollits.substack.com/p/emoting-our-way-to-public-policy?utm_source=post-email-title&publication_id=762698&post_id=85077380&isFreemail=true&utm_medium=email
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021