Valdai málfundafélagið. Vladimir Putin og stríðið í Evrópu

Valdai málfundafélagið dregur nafn sitt af Valdai stöðuvatninu, skammt frá hinni fornu borg, Hólmgarði (Novgorod). Þar koma saman fræði- og stjórnmálamenn víðs vegar að til að ræða heimsins gagn og nauðsynjar, eða það, sem efst er á baugi. Á síðasta málfundi tók þátt forseti Rússlands, Vladimir Putin (VP).

Nú er það svo, að Vladimir hefur svipuð áhrif á suma og rautt klæði á spænskan griðung. Þegar hann ber á góma setja þeir undir sig hausinn og munda hornin, tapa jafnvel dómgreind, þekkingu og hyggjuviti – um stundarsakir.

VP er orðinn Kölski sjálfur í vitund Vesturlandabúa. En fáir virðast hafa lagt við eyru, þegar hann talar, bregðast að miklu leyti við eigin ímyndun um andstæðinginn.

Það eru eldforn klókindi, að gott sé að kunna á fjanda sínum skil. Hér gefst tækifærri til þess. Ræða Vladimirs er líklega lengri, en hentar nútímaáhlýðendum. En hinn snjalli blaðamaður, Pepe Escobar, hefur gert einfaldan úrdrátt, sem má styðjast við. Ræðu Vladimir er snarað jafnóðum yfir á góða ensku. Hann kemur víða við af eftirtektarverðri þekkingu á menningu og heimsmálum, þrátt fyrir hornin og halann.

VP er hugleikin sú þróun, sem nú á sér stað í veröldinni. Þar ber hæst síðbúið andóf fyrrum nýlendna gegn heimsvaldastefnu Bandaríkjamanna, sem í raun tóku við aðalhlutverkinu af Bretum, eftir aðra heimsstyrjöld, stundum kallað anglósaxaásinn. Fyrrum nýlendubúar (nema Íslendingar) hafa margir hverjir sammælst um að skapa nýja, margmiðjuheimsskipan (multi-polar). Það virðast Bandaríkjamenn alls ekki geta sætt sig við eða öllu heldur myrkraöflin í heimi fjármagnseigenda, sem stjórna að miklu leyti að tjaldabaki.

Palestínsk-bandaríski sagnfræðingurinn, Edward Said (1935-2003), sagði svo eftirminnilega: „Sérhvert heimsveldi [sögunnar] telur sjálfu sér trú um, að það sé ólíkt öllum öðrum heimsveldum, þar sem ætlunarverk þess sé fráleitt að ræna, rupla og stjórna, heldur mennta og frelsa.“

En hér eru nokkrar glefsur frá Pepe, beinar tilvitnanir til ræðu VP:

„Heimsbúar verða um þessar mundir vitni að því, hvernig alþjóðastofnunum hrakar, og hvernig vanvirtar eru grunnreglunnar um sameiginlegt öryggi, þar sem alþjóðalög víkja fyrir „reglum.“

„Jafnvel, þegar [fyrra] kalda stríðið stóð sem hæst, leyfði enginn sér að draga í efa gildi menningar og lista hinna. Í Vestrinu er [um þessar mundir] litið á öndverða skoðun sem niðurrif.“

„Nasistarnir brenndu bækur. Nú banna frjálslyndisfeður Vesturlanda Dostovesky.“ (Bandaríkjamenn og byltingarjafnaðarmenn hinna látnu Ráðstjórnarríkja hafa reyndar einnig brennt bækur.)

„Það eru að minnsta kosti til tvenns konar Vestur. Annað er hefðbundið, ríkt að menningu, hitt er árásargjarn nýlendukúgari.“

„Rússar líta ekki á sig og hafa aldrei litið á sig sem andstæðing Vestursins.“

„Rússar reyndu eftir fremsta megi að rétta Vestrinu og Nató sáttahönd – svo lifað gætu saman í sátt og samlyndi. Viðbrögðin við allra handa samvinnu var einfaldlega „nei.““

„Við höfum enga þörf fyrir kjarnorkuvopnaárás á Úkraínu. Það er merkingarlaust, hvort heldu er í stjórnmálalegu eða hernaðarlegu tilliti.“

„„Að sumu leyti“ má líta á átökin milli Rússa og Úkraínumanna sem borgarastríð. „Bolsévikkar [hinn eiginlegi byltingararmur rússneska kommúnistaflokksins í árdaga hans] skópu Úkraínu úr fornum rússneskum landsvæðum – teknum undan Litla-Rússlandi, [þ.e.] gervöllu Svartahafssvæðinu, þ.m.t. Donbass. Úkraína þróaðist sem gerviríki.“

„Úkraínumenn og Rússar eru eitt og sama fólkið. Þetta er söguleg staðreynd. … Rússneska ríkið [þ.e. Ráðstjórnarríkin], sem Úkraínu skapaði, er eina ríkið, sem getur ábyrgst sjálfræði hennar.“

„Einmiðjuveröldin (unipolar world) syngur sitt síðasta. Vestrinu er um megn að stjórna veröldinni upp á sitt eindæmi. Heimsbúar standa nú við sögulegan bautastein og horfa fram á veg áratugar, sem er sá mikilvægasti og hættulegasti, eftir lok annarrar heimsstyrjaldar.“

„Mannkyni eru tveir kostir búnir. Annað hvort að sitja við sama keip og axla [aukna] byrði vandamála – [og] öll munum við kikna undan þeirri byrði – eða við tökum höndum saman við að finna lausnir.“

Meðan VP hvetur til samstarfs og biður um friðarsamninga í Úkraínu, herðir hergagnaiðnaðurinn, talmenn hans og hugsuðir á Vesturlöndum, róðurinn fyrir þriðju heimsstyrjöld, þrátt fyrir fjöldamótmæli gegn stjórnvöldum víða um Evrópu. Þau reynda fjölmiðlar reyna að þegja í hel.

Á stjórnmálasviðinu utan Evrópu snúa sífellt fleiri ríki baki við Bandaríkjunum og dalnum. Þess vegna kynnu Bandaríkin að ramba á barmi gjaldþrots í nálægri framtíð eins og Þjóðverjar í lokin á annarri heimsstyrjöldinni.

Tvö ríki í Evrópu (að minnsta kosti) „halda fram hjá“ Bandaríkjunum og Nató, Ungverjar og Tyrkir. Þeir síðarnefndu munu væntanlega höndla það hnoss að verða miðstöð gasdreifingar frá Rússlandi og Kákasusríkjunum, eftir að ákveðin Natóríki sprengdu leiðslurnar í Eystrasalti og og ullu Þjóðverjum, Belgum, Frökkum og Rússum, ógnarlegu tjóni. Úkraína, Austurríki og Pólland lokuðu fyrir gasflutninga. Aftur á móti streymir gas nú þegar í gegnum Svartahafsgasleiðslurnar (Bue Stream og TurkStream) til Tyrklands.

Aukin heldur kynni að stefna í viðskiptastríð milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna, því það er guttur í leiðtogum Þjóðverja og Frakka, þrátt fyrir heitstrengingar um hernaðarsigur á Rússum.

https://caitlinjohnstone.com/2022/10/28/advocating-world-war-three-is-just-mainstream-punditry-now/ https://www.cbsnews.com/news/ukraine-news-russia-us-army-101st-airborne-nato-war-games-romania/ https://apnews.com/article/russia-ukraine-inflation-british-politics-government-and-economy-fb9ddb3506fc645d7bc331ce956e4b19 http://www.informationclearinghouse.info/57308.htm https://www.dw.com/en/opinion-europe-must-retain-control-of-its-energy-security/a-47399924 https://consortiumnews.com/2022/10/12/scott-ritter-pipelines-v-usa/ https://newsrnd.com/news/2022-09-26-demonstration-in-germany-to-demand-the-operation-of-the-nord-stream-gas-line-2.Hk58p8JGi.html https://thecradle.co/Article/Columns/17447 https://libya360.wordpress.com/2022/10/30/nato-planned-a-preemptive-strike-on-russia-using-the-cover-of-a-french-led-naval-exercise-in-the-mediterranean/ https://www.counterpunch.org/2022/10/28/the-military-industrial-media-complex-strikes-again/ https://dailytelegraph.co.nz/world/us-could-directly-intervene-in-ukraine-ex-cia-chief/ https://valdaiclub.com/about/valdai/ https://www.merkur.de/politik/steinmeier-beschwoert-deutschen-widerstandsgeist-zr-91879980.html http://www.informationclearinghouse.info/57313.htm http://www.informationclearinghouse.info/57310.htm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband