Heimur á heljarþröm? Upplausn Evrópusambandsins og NATO

Í kjölfar annarrar heimsstyrjaldar tóku Bandaríkjamenn við aldalöngu hlutverki Stóra-Bretlands sem heimsdrottnari, hvort tveggja með tilliti til hernaðar- og efnahagsmáttar. Þrátt fyrir ítökin, sem fylgdu Marshall-aðstoðinni til þurfandi Evrópuríkja – að miklu leyti stolið nasistaþýfi, þ.e. Gyðingagullið – hefur Bandaríkjamönnum ævinlega staðið efnahagsleg ógn af Þýskalandi. Öðrum Evrópuríkjum hefur frá fornu fari staðið ógn af hernaðarmætti þess.

Bandarísk stjórnvöld beittu sér fyrir stofnun Norður-Atlantshafsbandalagsins (North Atlantic Treaty) og vildu kalla varnarbandalag, þ.e. til að halda Ráðstjórnarríkjunum úti og Þjóðverjum í skefjum, eins og fyrsti aðalframkvæmdastjóri Bandalagsins, Lord Hastings Lionel Ismay (1887-1965), orðaði það.

Það leikur varla nokkur skynsamlegur vafi á því, að með stofnun Bandalagsins hafi vakað fyrir Bandaríkjamönnum að tryggja forystuhlutverk sitt í Evrópu og beita þjóðum þess í eigin þágu. Sagan ber ljóst vitni um það, ekki síst stríðin gegn Serbíu, Líbíu, Sýrlandi, Afganistan og Úkraínu nú.

Stofnun Evrópusambandsins var þeim aftur á móti ákveðinn þyrnir í augum, því augljós hætta var á, að Þjóðverjar næðu of miklum efnahagslegum völdum. Framsýnir, þýskir stjórnmálamenn leituðu hófanna í austri um ódýra orku fyrir iðnað sinn og til að (reyna) að tryggja frið, austurstjórnmál (Ostpolitik).

Þar með var hagsmunum Bandaríkjamanna ógnað, enda hafa þeir eyðilagt hverja gasleiðsluna á fætur annarri og þvingað Austurríkismenn til að gera óvirka gasdreifingarstöð í landi sínu. Það er þáttur í hagsmunagæslu, sem hefur náð nýjum hæðum í stríði Rússa og Úkraínumanna (Nató). Yfirlýstur tilgangur Bandaríkjamanna er að koma Rússum á kné. Bretar eru sem endranær dyggur bandamaður.

Nýjasta afrek hinna síðarnefndu var að sprengja Krímbrúna, hinna fyrrnefndu að eyðileggja gasleiðslur Þjóðverja, Frakka, Belga og Rússa í Eystrasalti. Ódýr orka til Vestur-Evrópu er sem sé þyrnir í augum Bandaríkjamanna, Meðan á öllu þessu gengur æfir Nató beitingu kjarnavopna gegn Rússum.

Það er varla umdeild alkunna, að Bandaríkjamenn, Nató og úkraínskir auðjöfrar sem og bandarískir, byltu löglega kjörinni stjórn Úkraínu árið 2014. Byltingin fylgdi alþekktu mynstri „litadýrðarbyltinganna,“ (colour revolutions), sem ungarsk/bandaríski lýðræðis- og frelsisunnandinn, auð- og góðagerðajöfurinn, György Soros/George Sorors (f. 1930) er þekktur fyrir. Um þessar mundir er aftur reynt í Íran undir yfirskini frelsunar kvenna.

Góði maðurinn, György Soros, gæti einna helst farið í mannjöfnuð við annan baktjaldastjórnenda veraldarinnar, Bill Gates. George lýsir þeirri tilfinningu að vera guðlegur að upplagi, afburðamaður á borð við Albert Einstein (1879-1955). En það er varla blöðum um það að fletta, að George er klókur fjárglæframaður. Eitt af afrekum hans var að fella gengi pundsins. Þá græddi hann óskaplega. Auðjöfurinn er heldur svartsýnn með tilliti til framtíðar Evrópu og heimsins alls, þrátt fyrir auðævi sín og uppþotaafrekaskrá.

George sagði árið 2012: Evrópa stefnir í óreiðu og átök. Í Bandaríkjunum munu verða uppþot á götum úti, sem munu leiða til óvæginna viðbragða og víðtækra skerðinga á borgarlegum réttindum. Fjármálakerfið í veröldinni gæti jafnvel hrunið alfarið.

Bill og George eru báðir innstu koppar í búri Alheimsefnahagsráðsins (World Economic Forum), sem kynnt hefur svipaða spá. Báðir eru örlagavaldar í heimi hér og fitna eins og púkar á fjósbita. Bill hefur sérhæft sig í lyfjum og bólusetningum, George í byltingum í samvinnu við Leyniþjónustu Bandaríkjanna og ríkisstjórn. Það eru t.d. heimildir fyrir fundum hans með sendiherra Bandaríkjanna, Geoffrey Pyatt, í Kænugarði, þar sem lögð voru á ráðin um að stofna undirróðursdeild (fimmtu herdeildina) á Krím, gerð áætlun i bráð og lengd fyrir hina nýju Úkraínu og skeggrætt, hvernig haga ætti áróðurherferð lýðræðisríkjanna í Úkraínu.

Opinbert markmið ríkisstjórnar Bandaríkjanna og George er eins og endranær að verja frelsi og lýðræði, en George og vestrænir auðmenn hafa þegar borið víurnar í eignir ólánssamrar þjóðar Úkraínu. Það vakir fyrir þeim, að leika sama leik og í Rússlandi fyrir rúmum þrjátíu árum. Þeir eiga í þessu skyni beina og óbeina samvinnu við innlenda auðvalda eins og Igor Kolomoisky, eiganda Volodymyr, forsætisráðherra, og hersveita i úkraínska hernum. (Hugsanlega hafa einhverjir þeirra hrotta, barnanauðgarar þar á meðal, sem Volodymyr leysti úr fangelsi til að berjast fyrir réttlæti, frelsi og lýðræði, ratað í hersveitir hans.)

Bill og George stjórna báðir í gegnum góðagjörða- eða mannvinasjóði sína. Í Úkraínu hefur sjóður George, „Opingáttasamfélagssjóðurinn“ (Open Society Foundation), verið áberandi og átt beina samvinnu við Leyniþjónustu Bandaríkjamanna (National Endowment for Democracy) og „Bandarísku alþjóðaþróunarstofnunina“ (United States Agency for International Development – USAID). Bandaríska leyniþjónustan hefur fleiri griparma í Úkraínu.

Úkraínski afleggjari Opingáttasamfélagssjóðsins heitir „Alþjóðlega endurreisnarstofnunin“ (The International Renaissance Foundation). Hún hefur m.a. fjármagnað samtök blaðamanna í Úkraínu, „Blaðamenn án landamæra“ (Reporters Without Borders), í landi, þar sem frjálsir fjölmiðlar, stjórnarandstaða, stéttarfélög og móðurmál annarra þjóða, þ.á.m. Rússa (um þriðjungur íbúa), og þjóðarbrota, er bannað, og andstæðingar fangelsaðir eða drepnir. Þessir blaðamenn urðu meira að segja hvumsa við.

Stjórnarbyltingin í Kænugarði bættist við langa afrekaskrá ríkisstjórnar Bandaríkjamanna og alræmdrar leyniþjónustu hennar; að minnsta kosti fimmtán styrjaldir hafa verið háðar, síðan 1980; kollvarpað var eða reynt að kollvarpa rúmlega fimmtíu ríkisstjórnum (aðallega lýðræðislega kjörnum); höfð voru afskipti af lýðræðislegum kosningum í þrjátíu ríkjum; reynt að myrða leiðtoga fimmtíu ríkja; barist var gegn frelsishreyfingum í tuttugu löndum; látið var 46 sprengjum rigna daglega (ásamt bandamönnum) yfir skilgreinda óvini síðustu tuttugu árin; drepin var að minnsta kosti ein milljón manna. Þar af voru 387.000 óbreyttir borgarar.

Bandaríkjamenn hafa með þessu athæfi stökkt á flótta milljónum þjáðra flóttamanna, sem íþyngja fyrst og fremst skattgreiðendum Evrópu og valda þar átökum og upplausn.

Því má heldur ekki gleyma, að Bandaríkjamenn eru þeir einustu í veröldinni, sem enn hafa beitt kjarnavopnum. (Sbr. t.d. William Blum. America´s Deadliest Export: Democracy.) Þegar árið 2014 þótti ástralska blaðamanninum, John Pilger, ljóst, að Bandaríkin myndu ógna með heimsstyrjöld.

Ætli Evrópumenn átti sig á því, að Bandaríkmenn leiki sér að þeim eins og köttur að mús? Einu markmiða þeirra er um það bil náð; hálfknésetja Evrópuríkin, sérstaklega þó Þýskaland, þar sem bráðum verður ódýrara að skeina sig með hundrað evru seðli en skeinipappír. (Skeinipappírsverksmiðjan, Hakle, er reyndar komin á hausinn, og fjöldi iðnfyrirtækja stefnir í þrot.)

Hins vegar gengur erfiðlegar að knésetja Rússa. Þeim vex, eftir öllum sólarmerkjum að dæma, fiskur um hrygg, bæði með tilliti til alþjóðatengsla og efnahags. Þeir rækta með góðum árangri tengsl við ríki, sem eru orðin langþreytt á bandaríska heimsveldinu. Það er eins og hinir skynlausu stríðmenn i Washington ætli að flana blindir að feigðarósi.

Því miður er hafinn forleikurinn að úrslitum og hernaðarsigri Rússa í Úkraínu, með óhjákvæmilegum þjáningum fyrir Úkraínumenn. Dagar vettlingatakanna eru liðnir. Það er hryllilegt til þess að hugsa, að fleiri (karl)hermenn muni falla á báða bóga, svo og almennir borgarar. En það er von, meðan Rússar rétta enn fram sáttahönd og lýsa vilja til að selja Evrópubúum orku.

Það sjást víða brestir í vestur-evrópskum samfélögum. Mótmæli gegn helstefnu yfirvalda og þjónkunar við Bandaríkin eru áberandi. Meira að segja íbúar Moldóvu vilja Maia Sandu burt, vilja skipta á henni og eldiviði. Það er farið að kólna mjög í ranni þeirra, meðan volgnar undir valkyrjunni, Mæju.

Ungverjar og Tyrkir eru lausbeislaðir í Evrópusamvinnunni, neita að taka þátt í sameiginlegu sjálfsvígi Evrópuþjóða. Þjóðverjar eru stöðugt niðurlægðir. Færa mætti rök fyrir því, að hryðjuverk á eignum þeirra gæti jafngilt stríðsyfirlýsingu. Frakkar hafa, síðan á tímum Charles de Gaulle (1890-1970) verið vansælir með hlutskipti sitt í Nató og sett Bandaríkjamönnum stólinn fyrir dyrnar (í kjölfar tilraunar til að svipta hann lífi, líklega gerðri af spænskri leynihreyfingu, að undirlagi bandarísku leyniþjónustunnar).

Leiðtogar Evrópu hljóta að velta vöngum yfir gerræðislegri þróun í Bandaríkjunum og áhrifum hennar á stjórnmál í Evrópu og í veröldinni allri. Þau byltast um í dauðateygjunum, svo jörðin nötrar. Sumum leiðtoganna brá óneitanlega í brún, þegar í ljós komu njósnir Bandaríkjamanna um hagi þeirra. Þannig haga bandamenn sér ekki, heldur drottnarar.

Bandaríkjamenn búa í reynd við samflokk. Eins og stendur eru lýðræðissinnar (demókratar) stríðsæstari og drápsglaðari en lýðveldissinnar (repúblikanar). En það fer algjörlega eftir því, hvernig stendur í bólið hjá djúpríkinu (deep state) eða kabalnum (cabal), auðmönnum Bandaríkjanna, fyrirtækja þeirra, sjóða og samtaka.

Vanhæfum leiðtogum Evrópu er velgt undir uggunum. Brestir eru komnir í samstöðuna í stríðinu við Rússa og yfirhylmingu óþokkaskaparins í sambandi við síðustu „alheimsdrepsótt.“ Spá George Soros virðist vera að rætast, enda hefur hann lagt gjörva hönd á plóg.

Þrátt fyrir þetta gengur áróðurmyllan eins og ekkert hafi í skorist. Breski leikhúsmaðurinn, Harold Pinter (1930-2008), Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntun árið 2005, sagði eitthvað á þá leið, að umfang innrætingarinnar væri stórkostlegt, jafnvel fyndin og verulega velheppnuð dáleiðsla. Það væri engu líkara en sannleikurinn hafi aldrei verið nálægur, jafnvel þegar við hrærumst í honum miðjum.

Svipaðar hugleiðingar kynnti belgíski sálfræðingurinn, Matthias Desment. Það hafa reyndar margir fleiri gert. Gerræðisfenið er fótum nær en hyggur.

https://www.mindingthecampus.org/2022/09/22/the-academic-basis-of-modern-totalitarianism/?utm_source=NAS+Email+General&utm_campaign=84f04ea96d-EMAIL_CAMPAIGN_2022_09_29_01_32&utm_medium=email&utm_term=0_407924b2a9-84f04ea96d-236730470 https://off-guardian.org/2022/09/23/deafening-silences-propaganda-through-censorship-smearing-and-coercion/ https://williamblum.org/ https://steigan.no/2022/10/heller-ikke-i-moldova-vil-folk-sulte-eller-fryse-for-zelensky/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.nobelprize.org/prizes/literature/2005/pinter/25621-harold-pinter-nobel-lecture-2005/ http://www.informationclearinghouse.info/57294.htm https://original.antiwar.com/john-v-walsh/2022/09/26/the-democratic-party-now-the-leading-party-of-war/ https://steigan.no/2022/09/den-forlorne-myndighet-og-det-kommende-oppgjoret/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.visiontimes.com/2022/06/26/alina-lipp-german-journalist-charged-bank-frozen-ukraine-reporting.html https://thegrayzone.com/2022/07/13/video-germany-criminalizes-journalist-for-exposing-ukrainian-war-crimes/ https://www.youtube.com/watch?v=0IrFX79ACr4 http://www.informationclearinghouse.info/57294.htm https://steigan.no/2014/02/soros-cia-og-fargerevolusjonene/ https://www.forbes.com/sites/forbesleadershipforum/2014/05/19/why-everything-youve-read-about-ukraine-is-wrong/?sh=6b6d65c8510e https://news.yahoo.com/soros-warns-riots-brutal-clampdowns-possible-total-economic-133218140.html https://www.financialexpress.com/archive/fear-in-davos/904457/ https://www.nairaland.com/857363/george-soros-predicts-global-economy https://www.discoverthenetworks.org/individuals/george-soros https://caitlinjohnstone.com/2022/09/15/the-trouble-with-western-values-is-that-westerners-dont-value-them/ https://archive.ph/FYSHl https://thegrayzone.com/2022/10/10/ukrainian-kerch-bridge/ https://www.voltairenet.org/article218167.html https://www.voltairenet.org/article218222.html https://thegrayzone.com/2022/07/30/zelensky-militants-convicted-child-rape-torture-military/ https://thegrayzone.com/2022/04/17/traitor-zelensky-assassination-kidnapping-arrest-political-opposition/ https://www.businessinsider.com/the-pocket-army-controlled-by-sacked-ukrainian-billionaire-igor-kolomoisky-2015-3?r=US&IR=T https://steigan.no/2016/08/george-soros-opptradte-som-viseregent-av-ukraina/ https://steigan.no/2022/10/en-regelbasert-internasjonal-orden/ https://www.indianpunchline.com/russias-homage-to-nord-stream-pipelines/ https://www.tribuneindia.com/news/comment/a-war-russia-set-to-win-441926 https://www.nytimes.com/2022/10/21/world/europe/inflation-prices-britain-ukraine-russia.html?unlocked_article_code=JwC5hFesPmOkqLwHcFpQl36P3tOpz2RZzbNEoamtXIr_8A9kx3CeG2X-MsXrYLKez1IQCm9SyJpMrhJiAiIKYugFfAl0bFlQ-xqSfSnal7ndbpK4c5waR28PsHT26YcmwAG0K4-4GAH9JC0DYg5MAk6PE76xgsReC6KFqrZf0xShLP6BS9Yo8fsbp2k8wdjDU_cXZfFq-_7qchZW1NHbLPwLoObmRosSq8GxPZM3jc4LBFLSYej8cE98kZUi3QD4077S6vcYxrVtJbYw7F9a6j5xoh7mQdO9G7i5fJnfyv-pbZpbSVVfX007806zDosgqn_hL09A8enSpD6uHF2e4MsPQxuWp6aPvSP-WuHqLTV16B5EwrA&smid=em-share https://markcrispinmiller.substack.com/p/a-us-and-a-russian-officer-explain?utm_source=post-email-title&publication_id=383085&post_id=79385613&isFreemail=true&utm_medium=email https://www.wsws.org/en/articles/2022/10/17/lkbs-o17.html https://fas.org/blogs/security/2022/10/steadfast-noon-exercise-and-nuclear-modernization/ https://multipolarista.com/2022/10/18/eu-prosperity-china-russia-energy-market/ https://www.youtube.com/watch?v=tryfeLEMxxw


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband