Karlmannslaus kona er eins og fiskur án reiðhjóls. Nauðgunarmenningin og keirarnir

Óhróður um pilta og karla er ekki nýr af nálinni í kvenfrelsunarbaráttunni, hinni eilífu baráttu fyrir auknum völdum stúlkna og kvenna. Ásakanir um ofbeldi karla í kynlífi hafa reynst vel í þessu tilliti, ekki síður en ofbeldi gegn börnum.

Mestu hugsuðir kvenfrelsaranna hafa tekið býsna skýrt til orða eins Catharine McKinnon og Adrienne Rich. Sú fyrrnefnda sagði eina mun nauðgunar og samfara vera þann, að samfarir sé svo algengar, að fólki yfirsjáist, að um nauðgun sé að ræða. Svona mætti lengi telja. Sú síðarnefnda telur, að konur verði að sýna samstöðu með kynsystrum sínum með því að sýna karlmönnum í engu manngæsku sína. Hver nýfæddur drengur væri nýr nauðgari, sagði sú þriðja.

Konur ættu því að gæla hver við aðra, karlmanns væri ekki þörf. Gloria Steinem eru eignuð hin ódauðlegu orð: „Karlmannslaus kona er eins og fiskur án reiðhjóls.“ (A woman needs a man like a fish needs a bicycle.)

Það virðist ofraun mennta- eða framhaldsskólameyjunum að halda sig frá piltunum (nema þeir elti þær upp í skjóli myrkur), enda er þeim óspart nauðgað, segja grenjandi frenjur á Selfossi og í Hamrahlíð. Talsmaður Skólameistarafélagsins tekur undir og fullyrðir, að í framhaldskólum landsins þrífist nauðungarmenning. Það mætti ætla, að piltar nauðgi stúlkum umvörpum. Hvorki hefur félagið útskýrt hugtakið nánar, né fært frekari rök fyrir staðhæfingunni.

Það er á Íslandi eins og í Kanada, að kvenfrelsurum hefur liðist að bera karlkynið hinum aðskiljanlegustu sökum. Þetta bendir Janice Fiamengo á í grein sinni. Ein af eftirminnilegum mótmælum gegn karlkynsnauðgurum (kvenkynsnauðgarar sleppa yfirleitt) var haldin í Vancouver árið 1978, þegar nauðgari var drepinn eins og um fórn væri að ræða. Það var að vísu dúkka í þetta sinn.

Kvenhermenn eru engin lömb að leika við eins og sagan sýnir, svo ekki verður um villst. Andi Amasónanna og valkyrjanna yljar þeim enn um hjartarætur, sbr. framhaldsskólafrenjurnar um þessar mundir. Þær eru hvattar til dáða af einum svæsnasta kvenfrelsara Íslendinga, Gyðu Margréti Pétursdóttur. Hún stóð fyrir aðförinni að Jóni Baldvini Hannibalssyni í HÍ - og skrifaði meira að segja ritrýnda grein í kvenfrelsunartímarit um hetjudáð sína. Stuðningur við kröfur frenjanna koma einnig frá Ríkislögreglustjóra og stjórnvöldum. Stuðningur RÚV er svo sjálfsagður, að varla þarf að drepa á því.

Í þessu ljósi skýtur það skökku við, að hreyfingar karla (Men that go their own way – MGTOW) , sem taka boðskapnum alvarlega og vilja forðast konur, liggja líka undir ámæli fyrir kynfólsku. En rökhugsun hefur heldur aldrei verið styrkur kvenfrelsaranna.

Janice spyr: Er það ekki svo, að kvenfrelsarar þrástagist á því, að karlar skuli láta af drottnun sinni og kúgun kvenna, hætti að angra þær og áreita, stjórna og valda óþægindum. Það er einmitt það, sem „Karlar einir á röltinu“ (keiri/keirar) leggja sig fram um.

Hún segir: Keirar halda sig fjarri konum eins og kostur er, sneiða hjá hjónaböndum og sambúð. Þeir sýna árvekni, þegar nálægð við konur er óhjákvæmileg, sérstaklega gagnvart konuum, sem gætu fyrir tilstuðlan ríkisvaldsins logið upp á þá eða notað þá sjálfum sér til framdráttar. Í hnotskurn hafa karlar einir á röltinu ákveðið, að kvenmannsþörf þeirra sé jafnvel minni en þörf goðsagnafiska fyrir hjólreiðar.

Vonandi komast hinar grenjandi frenjur, Félag skólameistara, barnamálaráðherra, formælendur ofbeldisiðnaðarins, hatursorðræðuráðið og Ríkislögreglustjóri, að því, að þrígreina skuli nemendur framhaldsskólanna, þ.e. konur, karla og hinsegin/kynsegin og svo framvegis.

Og það væri ekki úr vegi að fylgja fordæmi kanadískra og stofna til sextán daga mótmæla í framhaldsskólum landsins gegn kynbundnu ofbeldi, kynferðisbrotum, kynlegri ásælni, nauðgun og kynfólsku, af hálfu karla. Samtímis mætti endurhæfa starfslið skólanna með róttækri kynjafræðikennslu. Þá verður líklega þeim háska afstýrt, sem barnamálaráðherra varar okkur við. Það fer illa fyrir okkur, ef við látum ekki að óskum frenjanna, sagir hann ábúðarmikill.

https://www.ruv.is/frett/2022/10/06/ef-vid-hlustum-ekki-a-thau-fer-illa-fyrir-okkur https://www.msn.com/en-ca/news/canada/poilievre-faces-calls-to-apologize-explain-misogynist-youtube-tags/ar-AA12G7Us https://www.ruv.is/frett/2022/10/06/oasaettanlegt-ad-enn-se-verid-ad-refsa-tholendum https://www.posgrado.unam.mx/musica/lecturas/Maus/viernes/AdrienneRichCompulsoryHeterosexuality.pdf https://www.ctvnews.ca/politics/poilievre-condemned-for-use-of-youtube-tag-targeting-misogynistic-groups-1.6099418 https://fiamengofile.substack.com/p/earth-to-poilievre-mgtow-have-good?utm_source=post-email-title&publication_id=846515&post_id=77295574&isFreemail=true&utm_medium=email


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband