Heimsveldisfjörbrot Bandaríkjanna eru ógnvænleg. Fyrir um ári síðan lét hartnær helmingur Bandaríkjamanna í ljósi þá skoðun, að Bandaríkin stefndu í átt að borgarastríði. Sjálf hugveitan, Brookings Institution, sem stendur yfirvöldum nær, telur slíka þróun sennilega.
Í Washington Post skrifuðu þrír hershöfðingjar á eftirlaunum, að herinn ætti að búa sig undir vopnaða mótspyrnu gegn almenningi við næstu alríkiskosningar árið 2024. Stjórnmálafræðingurinn, Barbara F. Walters, ráðgjafi leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) um lýðuppreisn og -óróa, þ.e. líkur á borgarastyrjöld, telur Bandaríkin langt komin fram eftir veg að þessu leyti.
Í splunkunýrri skoðanakönnun frá Stjórnmálastofnuninni í Chicago (Chicago Institute of Politics) kom í ljós, að drjúgur fjórðungur aðspurðra taldi, að senn þyrfti að vinda bráðan bug að vopnuðu andófi gegn ríkisstjórn, sem er spillt og fjandsamleg almenningi. Helmingur þátttakenda sagði sig framandi í eigin landi.
Það leikur varla vafi á því í þessu sambandi, að bandaríski herinn muni verja sig og umbjóðendur sína með kjapti og klóm. Í Noregi hefur hann samið við stjórnvöld um slíkan rétt og Danir virðast hafa gefið ádrátt um það sama.
Eins og gefur að skilja ná fjörbrotin til annarra hluta heimsins með ýmsu móti. Evrópumenn eða Nató, sem Bandaríkjamenn hafa frá upphafi beitt fyrir heimsveldisvagn sinn, riða nú efnahagslega og siðferðilega á brauðfótum.
Fyrrum fórnarlömb og mótleikarar í öllum álfum sameinast í skynsemiskærleika og stofna allra handa bandalög sjálfum sér til framdráttar, þar sem Bandaríkin og Evrópa eru sett hjá garði. Ný heimsskipan er í deiglunni, nýlendukúgunin í öllum sínum myndum er á hverfanda hveli.
Það vill svo til, að hinn forni Silkivegur gæti bundið þjóðir Evróasíu (og jafnvel Evrópu) saman enn á ný. Í hinni fornu borg, Samarkand (nú í Usbekistan), sem Alexander mikli mærði svo mjög, hittust nýlega ráðamenn ríkja, sem mynda Sjanghæ samvinnubandalagið (Shanghai Cooperation Organization - SCO) og réðu ráðum sínum um nýja veröld, án þátttöku Bandaríkjamanna og Evrópubúa.
Alheimsefnahagsráðinu (World Economic Forum) var heldur ekki boðið. En það var aftur á móti írönskum stjórnvöldum, en Íran er nú orðið níunda þátttökuríkið. Stjórnvöld frá Persaflóaríkjunum, Sameinuðu furstadæmunum, Bahrain og Kúvæt ásamt fulltrúum Myanmar (Burma) og Maldívaeyjum sitja í biðsalnum. En það hafa verið stofnuð fleiri keimlík bandalög eins og t.d. Efnahagsbandalag Evróasíu (Eurasia Economic Union EAEU - þar sem Íran, Serbía og Singapúr njóta aukaaðildar), hin kínverska áætlun, Belti og braut (Belt and Road Initiative - BRI), Bandalag Brasilíu, Rússlands, Indlands, Kína og Suður-Afríku (Brics Egyptaland, Sádi Arabía, Íran og Katar hinkra á biðstofunni), Alþjóðaflutningsleiðin norður-suður (International North-South Transportation Corridor - INSTC), Samvinna ríkja í fjær Evróasíu (Greater Eurasia Partnership), Austur-Efnahagsráðið (Eastern Economic Forum) og Bandalag um gagnkvæmt öryggi (Collective Security Treaty Organization - CSTO).
Ný samvinna ríkja, án þátttöku Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku, um samgöngur, efnahag (þar með talið greiðslukerfi), öryggi, olíu- og gasleiðslur, tekur á sig skýrari mynd.
Það vekur athygli, að á nefndri ráðstefnu var lýst sérstakri vanþóknun á litríku byltingunum (colour revolutions) og tilraunun í þá veru af hendi Bandaríkjanna, t.d. í Georgíu, Hvíta-Rússlandi, Usbekistan, Sýrlandi, Kasakstan, Afganistan, Tyrklandi, Serbíu og Takisjikistan. Slík bylting heppnaðist í Úkraínu og jafnvel í Írak. Einnig gætir ólgu í landamærahéraðinu Badakstan (Badakhshan) í norð-austur Afganistan.
Heimsveldisfjörbrotanna gætir svo sannarlega í Evróasíu, þar sem Vesturveldin undir forystu Breta og Bandaríkjamanna hafa í áratugi seilst til stjórnmálalegra áhrifa og jafnvel farið ránshendi um gas- og olíuauðævi ríkja á þessu svæði eins og nú í norðurhluta Sýrlands.
Hrundans Bandaríkjanna er stíginn í algleymi á vígvöllum heima og að heiman. Bandarískur almenningur lætur í ljós vanþóknun á yfirvöldum og stuðningi þeirra við stríðið í Úkraínu og yfirvöld fylgihnatta eins og Ísraels skríða í skjól.
Og á meðan Róm brennur fyrirskipar Bandaríkjaforseti her sínum að búa sig undir að verja Taívan (Formósu) og auka enn hernaðarumsvifin í Úkraínu. Sömuleiðis sýslar Leyniþjónusta hans (CIA) við að uppfæra útrýmingarlistann góða á vegum hinnar Úkraínsku miðstöðvar til baráttu gegn rangfærslum (Ukrainian Center for Countering Disinformation), sem þingið veitti fjármunum til.
https://steigan.no/2022/09/sannhetens-oyeblikk-2/ https://covertactionmagazine.com/2022/09/19/ukrainian-hit-list-publishes-names-and-addresses-of-alleged-russian-propagandists-turns-out-to-be-based-not-in-ukraine-but-in-langley-va-where-cia-headquarters-is/ https://caitlinjohnstone.substack.com/p/biden-keeps-pledging-direct-us-war https://steigan.no/2022/09/mer-enn-en-av-fire-velgere-i-usa-mener-at-det-kan-bli-nodvendig-a-gripe-til-vapen-mot-regjeringa/?utm_source=substack&utm_medium=email http://eng.sectsco.org/politics/ https://www.haaretz.com/2014-04-13/ty-article/israeli-policy-neednt-be-identical-to-u-s/0000017f-e159-d38f-a57f-e75b709f0000 https://www.tribuneindia.com/news/comment/sco-at-crossroads-of-history-433339 https://www.ruptly.tv/en/events/202209161315-LIVE11907-Putin-gives-press-conference-in-Samarkand https://www.cbsnews.com/news/poll-most-say-us-doesnt-have-a-responsibility-in-ukraine/ https://www.ruptly.tv/en/events/202209161315-LIVE11907-Putin-gives-press-conference-in-Samarkand https://www.newsweek.com/nearly-90-percent-world-isnt-following-us-ukraine-opinion-1743061 https://arbejderen.dk/udland/norsk-rigsadvokat-amerikanske-soldater-kan-aabne-ild-mod-demonstranter/#gsc.tab=0 https://vpoanalytics.com/2022/09/15/kazahstan-ugodnichestvo-pered-zapadom-pryamoj-put-k-krahu-gosudarstva/?utm_source=politobzor.net&utm_campaign=auction https://www.intellinews.com/exclusive-samarkand-sco-summit-dialogue-and-cooperation-in-an-interconnected-world-256201/ https://www.washingtonpost.com/national-security/2021/11/17/vaccine-mandate-oklahoma-national-guard/ https://thecradle.co/Article/Columns/15771 https://zogbyanalytics.com/news/997-the-zogby-poll-will-the-us-have-another-civil-war https://www.brookings.edu/blog/fixgov/2021/09/16/is-the-us-headed-for-another-civil-war/
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021