Bylting í Evrópu. Haustið í Prag

Mér er enn í fersku minni innrás Ráðstjórnarríkjanna í Tékkóslóvakíu árið 1968. Það var um vor og ég var eins og fleiri önnum kafinn við járnabindingar, þegar í hátölurum vinnusvæðisins glumdi við frétt; herjir Ráðstjórnarríkjanna, Póllands og fleiri Varsjárbandalagsríkja höfðu ráðist inn í Prag og brotið á bak aftur uppreisn hugrakkra Tékkóslóvaka gegn „alræði öreiganna.“ Það varð hljótt, meira að segja kranarnir hættu að ískra og snúast.

Nú rísa Tékkar upp í Prag. Haustið í Prag og hugsanlega Evrópu allri (nema Íslandi líklega) er andóf gegn stríðsvitfirringunni í Úkraínu. Ríkisstjórn, Evrópusambandi og Nató er mótmælt. Burtu með Grænþursana (Green deal) í Evrópu og fjandskap gegn Rússlandi, svo semja megi um orkuinnflutning og orkuverð, segja mótmælendur. En eins og flestum ætti að vera kunnugt ýta leiðtogar Evrópuríkja þjóðum sínum fram af efnahagslegu hengiflugi í barnaskapi sínum, hefndarhugi og heimsku.

Íbúar Prag bætast í raðir bænda, sem einnig mótmæla Grænþursum og stríðsæsingafólki. Meðan almenningur herðir sultarólina hækka þingmenn laun sín. Atvinnulausir Ítalir brenna straumreikningana. „Fin de l‘abondance,“ (nú er bruðlinu lokið) segir Emmanuel Macron.

Samkvæmt lögreglunni í Prag tóku 70.000 manns þátt í mótmælunum. Hvar var fréttaritari RÚV? Fjarri góðu gamni. Líklega er RÚV hrætt um ónáð, þ.e. hrætt við ásökun um upplýsingahryðjuverk eins og þeir, sem falla í ónáð hjá fjölmiðlum og yfirvöldum Evrópuríkja vegna skoðana á Úkraínustríðinu og óæskilegs vitnisburðar um það. Útrýmingarlisti úkraínsku leyniþjónustunnar og Nató vekur þeim vafalaust skelfingu líka.

https://steigan.no/2022/09/bondeprotestene-fortsetter-i-europa/?utm_source=substack&utm_medium=email https://georgeeliason.substack.com/p/is-zelensky-disappearing-and-murdering https://steigan.no/2022/08/macron-det-er-slutt-pa-overfloden/ https://winepressnews.com/2022/09/01/german-foreign-minister-says-she-will-put-ukraine-first-no-matter-what-my-german-voters-think-or-how-hard-their-life-gets/ https://www.liberation.fr/politique/fin-de-labondance-gauche-et-syndicats-taclent-le-message-decale-et-le-mepris-pour-le-peuple-demmanuel-macron-20220824_GCF7RDIHM5BGHFPLZX7YKOMHR4/ https://steigan.no/2019/02/vanessa-beeley-den-grove-politivolden-mot-de-gule-vestene-i-frankrike/ https://thewallwillfall.org/2022/05/18/torture-in-ukraine-interview-with-laurent-brayard/ https://beeley.substack.com/p/journalists-who-challenge-nato-narratives https://unherd.com/2022/08/europe-has-lost-the-energy-war/ https://thesaker.is/europe-now-cheats-or-suffers/ https://www.lastampa.it/cronaca/2022/09/02/news/tornano_le_proteste_in_piazza_a_napoli_da_parte_dei_disoccupati-8236519/ https://steigan.no/2022/09/kjempedemonstrasjon-i-praha-mot-regjeringa-energiprisene-nato-og-eu/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.blesk.cz/clanek/regiony-praha-praha-zpravy/721998/desetitisice-lidi-protestovaly-na-vaclavaku-proti-vlade-fiala-demonstraci-svolaly-proruske-sily.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband