Baráttan um formannssætið í breska íhaldsflokknum hefur líklega ekki farið fram hjá neinum. Fyrrum fjármálaráðherra, Rishi Sunak, og fyrrum utanríkisráðherra, Mary Elizabeth (Liz) Truss, bitust um embættið.
Arfurinn eftir Boris Johnson og afstaðan til hans varð óhjákvæmilega ásinn, sem allt snerist um í baráttunni. Striðshaukurinn, Liz, styður enn sem fyrr stríðsbrjálæðið í Úkraínu. Það má gera ráð fyrir því, að hún haldi áfram að eggja Úkraínumenn til dáða eða öllu heldur etja þeim á foraðið. Boris spillti friðarviðræðum við Rússa og beitti breska hernum í Úkraínu, m.a. í dauðadæmdum árásum á kjarnorkuver og í nýlegri hrakfallaárás í Suður-Úkraínu. Boris er ein fyrirmynd Liz. Önnur er sjálf járnfrúin fyrsta, Margaret Thatcher (1925-2013). Liz verður ugglaust járnfrú önnur. Bresku leiðtogarnir hafa ekki farið í grafgötur með stuðning sinn við þá stefnu Joseph Biden að lengja sem mest dauðastríð Úkraínumanna. Íslensk stjórnvöld leggja sitt lóð á þá vogarskál.
Vafalítið mun Liz einnig fylgja fordæmi Boris og leggja til nöfn á útrýmingarlista Myrtotvorets, samstarfsverkefnis úkraínskra og evrópskra stjórnvalda (Nató, Bretar eru þar áberandi eins og víðar). Rússneski blaðamaðurinn, sem Boris hafði augastað á, hefur nú verið afgreiddur inn í eilífðina. Vonandi er nýju Járnfrúnni þó ofboðið eins og þýskum stjórnvöldum, sem lögðu að útrýmingardeildinni að fjarlægja nafn Gerhard Schröder af listanum. Viktor Orban og Zoran Milanovic hafa einnig ratað á hann.
Rishi fór hina leiðina eins og Framsóknarflokkurinn forðum á dögum Steingríms Hermannssonar, gagnrýndi Boris og tók afstöðu gegn örlagaríkum veiruaðgerðum stjórnarinnar. Hann segist nú hafa verið andvígur þeim, veirulygi og lokunum. Hann hefur í uppljóstrunum sínum m.a. bent á múgstjórnunaraðgerðir eigin stjórnar sem og Alþjóðaefnahagsráðsins, Sameinuðu þjóðanna og fleiri. Fyrir skömmu hefðu þetta heitið falsfréttir.
Það er eftirtektarvert, að Bretar fóru svipaða leið og Íslendingar, samþykktu nánast hvaðeina, sem frá skipaðri nefnd vísindamanna kom (SAGE eða Scientific Advisory Group for Emergencies), sem var sambærilegt fyrirbæri íslenska þríeykinu (þar virtist þó lögreglumaður oft sérfræðinga mestur). Frelsissvipting, handtökur, einangrun og íþyngjandi efnahagsaðgerðir áttu sér stað með skírskotun til vísinda fyrrgreinds ráðs. Ofbeldisofstækið var ógnvænlegt. Þróunin er afskaplega lærdómsrík. Bretar eru á kúpunni, en Liz ætlar að láta skattgreiðendur greiða niður eymdina og ætlar aukin heldur senda fleiri pund og hermenn til Úkraínu.
Liz ætti að hlusta á Oscar Lafontaine, sem tekur þýska stjórnmála- og fjölmiðlamenn til bæna um utanríkisstefnu. Hið eiginlega stríð hófst löngu fyrir 24. febrúar á þessu ári, segir hann. Í raun hafa Þjóðverjar aldrei verið fullvalda heldur þjónað Bandaríkjunum sem eins konar lénsveldi. (Það má svo sem segja um Íslendinga og fleiri.) Hann hryllir við þeirri stefnu þýskra stjórnvalda að vopnvæðast af nýrri ákefð til þess að eyða Rússlandi eins og Annalena Baerbock orðar það. En þýsk stjórnvöld hafa eins og þau bresku einnig sagt eigin skattgreiðendum og atvinnurekendum stríð á hendur.
https://www.rferl.org/a/germany-calls-kyiv-remove-enemy-of-the-state-list-mirotvorez-peacemaker-website-after-schroeder-listed/29603746.html https://www.craigmurray.org.uk/archives/2022/06/biden-works-to-prolong-ukraine-war/ https://www.berliner-zeitung.de/politik-gesellschaft/oskar-lafontaine-deutschland-handelt-im-ukraine-krieg-als-vasall-der-usa-li.261471 https://www.bbc.com/news/uk-politics-58575895 https://steigan.no/2022/09/statsledere-og-politikere-pa-den-ukrainske-dodslista/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.riotimesonline.com/brazil-news/modern-day-censorship/kiev-puts-hungarys-orban-and-croatias-milanovic-on-ukraine-state-enemy-list/ https://myrotvorets.center/1588417-about-myrotvotrets-center/ https://nclalegal.org/2022/09/ncla-suit-uncovers-army-of-federal-bureaucrats-coercing-social-media-companies-to-censor-speech/ https://www.moonofalabama.org/2022/09/the-ukrainian-counteroffensive-was-destined-to-fail-today-it-did-so.html https://www.indianpunchline.com/moment-of-truth-in-the-ukraine-war/ https://expose-news.com/2022/09/05/sunak-blows-the-whistle-on-whos-been-controlling-uk/ https://www.theguardian.com/politics/2022/aug/24/sunak-says-it-was-a-mistake-to-empower-scientists-during-covid-pandemic https://www.spectator.co.uk/article/the-lockdown-files-rishi-sunak-on-what-we-werent-told https://www.bbc.com/news/uk-politics-62664537
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
Bloggvinir
Af mbl.is
Erlent
- Starmer svaraði Musk á heitum blaðamannafundi
- Trudeau segir af sér
- Búist við afsögn Trudeaus
- Handtekinn við skrifstofu forsætisráðherrans
- Neyðarástandi lýst yfir í sjö ríkjum vegna veðurs
- Grænlendingar stígi í átt að sjálfstæði
- Tóku bæ á stærð við Reykjanesbæ á sitt vald
- Tala látinna hækkar eftir árásina í Magdeburg
- Líklegt að Trudeau segi af sér
- Fánar í hálfri stöng ergja Trump