Fyrir um það bil sex öldum síðan kom út merkilegt rit, Borgríki kvennanna (Le Livre de la Cite des Dames), eftir hina fransk-ítölsku Christine de Pizan (1364-1430). Christine var nafntogaður rithöfundur við nokkrar hirða Evrópu. Í kvenfrelsunarsögunni er henni hampað sem fyrsta atvinnuhöfundi af kvenkyni. Christine átti efnaðan maka, en varð ung ekkja. En farborði hennar og barnanna var tryggður. Hún naut velvildar Frakkakonungs og fleiri karlkyns velunnara.
Það gleymist þó iðulega að nefna, að bók hennar er að miklu leyti unnin upp úr kvennasögu ítalska sagnfræðingsins, Giovanni Boccaccio (1313-1372), Af frægum konum (De Claris Mulieribus). Hann var einn hinna fyrstu, sem gerði garð kvenna frægan í sagnritun af ýmsu tagi. Ritun sagna af merkiskonum var raunar bókmenntagrein á miðöldum Evrópu. Höfundar voru karlar.
Í bók Christine kennir ekki þess fjandskapar í garð karla, sem síðar varð áberandi og ei heldur gekk hún grublandi um kvennavöld, sbr. eftirtalin orð hennar:
Raunar býr sá, sem talinn er veikari, oft og tíðum yfir siðferðilegum krafti eins og þegar konur, sem eru líkamlega veikburða og hlédrægar, leggja sig fremur fram um að stuðla að friði og sneiða hjá stríði [heldur en karlar]. (Það má nú reyndar draga mjög í efa.)
Öldum síðar kvað við annan tón. Elizabeth Cady Stanton (1815-1902), sú er ritaði Sjálfstæðisyfirlýsingu kvenna árið 1848, kennd er við Seneca Falls, sagði t.d.: Yfirburðir kynferðis okkar sem kvenna eru óendanlegir. Og:
Karlinn er þrunginn tortímingu; harðneskjulegur [og] sjálfselskur. Hann unnir stríði, ofbeldi [og] sigurvinningi, miklast af sjálfum sér og leggur að fótum sér. Eins og í hinum veraldlega heimi sáir hann í siðferðið ósætti, glundroða, sjúkdómum og dauða.
Boðskapur Elísabetar hefur legið til grundvallar kvenfrelsun æ síðan. Það á bæði við um svonefnda réttindabaráttu og fræðimennsku. Kvenfrelsunarfræðimennirnir klifa sífellt á órum sínum um endurreisn hins ímyndaða kvenveldis. Ísraelsk-hollenski sagnfræðingurinn, Martin Van Creveld (f. 1946), lýsir þessu svo: Í aldingarðinum, á dýrðartíma mildilegrar stjórnar kvenna, lifðu karlar og konur af landinu í ást og friðsemd, dýrkuðu frjósemisgyðjuna og höfðu ekki hugmynd um þátt karla í fjölgun mannkyns. Svo kom skrattinn úr sauðarleggnum. Karlar tóku sig saman um stofnun feðraveldisins, innleiddu virðingarstiga, samkeppni og efnishyggju, hófu stríðsrekstur og gerðu konum lífið leitt.
Barátta nútímakvenfrelsara fyrir draumaríkinu er hvergi nærri unnin fyrir gýg. Það er á níunda mánuði meðgöngu (og því reyndar hætt við fóstureyðingu). Kynfræðingurinn, Bettina Arndt, bendir á, að stjórnsýslan í nútímasamfélagi sé að miklu leyti í höndum kvenfrelsaranna. Hún tekur svo djúpt í árinni að tala um yfirtöku. Bettina tiltekur hlutdeild kvenna á nokkrum stjórnsýslusviðum í Ástralíu:
Félagsþjónusta 70%; heilbrigðisþjónusta 70%; saksóknaraembætti 68%; ríkisstjórnir og forsæti þeirra 67%; menntun, þróun og atvinna 62%; utanríkismál og verslun 59%; skattstofa 57%; hagstofa 53%; fjármálasýsla (treasury) 51%, ríkisfjármál (finance) 50% og varnarmál 46%.
Svokölluð þróunarhjálp er einnig dæmigerð fyrir þessa þróun og endurspeglar viðhorf og ásetning Sameinuðu þjóðanna (og Íslendinga sömuleiðis). Nokkur dæmi: Stuðla að framleiðsluaukningu og tekjuauka í landbúnaði en eingöngu fyrir konur; leggja áherslu á samfellda skólagöngu og gæði menntunar en drengir útilokaðir; kenna fjármálavit og auka starfshæfni en einvörðungu fyrir konur; stuðla að útrýmingu ofbeldis en eingöngu gegn konum.
Allar líkur eru til, að svipmyndin sé keimlík á Íslandi. Því má svo við bæta, að hlutdeild kvenna í æðri menntun er um það bil 70%. Ofbeldisiðnaðurinn á Íslandi (Kvennaathvarf, Stígamót og fleiri) er afar kvenlægur. Áróðursdeild Kvennadeildar Sameinuðu þjóðanna (UN Women) er vitaskuld hreinræktað kvennaríki eða því sem næst. Það er eins og að leita að saumnál í heystakki að finna karlmann í barnavernd. Víða er að finna kvennaráðuneyti. Á Íslandi er því komið fyrir undir pilsfaldi Katrínar Jakobsdóttur, sem sópað hefur undir ráðuneyti sitt flestum svokölluðum jafnréttismálum.
Kvenfrelsunarstjórnsýslan er stundum beinlínis sorgleg. Kynofbeldi á netinu er nútíma óþverraskapur, sem drengir verða fyrir ekki síður en stúlkur, jafnvel í heldur meira mæli. Í Ástralíu eru slík mál á könnu embættis, sem heitir Australias Digital Platforms Regulators. Það er skipað fjórum konum. Netöryggisfulltrúinn um borð heitir Julie Inman Grant. Hún lýsir viðhorfum sínum svo: Tækninni er iðulega beitt gegn konum til að lítillækka og stjórna, svo endanlega megi þakka niður í þeim.
Enn fremur segir Julie: Konur eru skotspónn sérhvers tilbrigðis misnotkunar á netinu, sem við höfum afskipti af í öryggisdeildinni. Við tæknivædda misnotkun eru fórnarlömbin hér um bil alltaf konur og ofbeldismaðurinn nær ævinlega karlmaður. (Þetta minnir óneitanlega á tölfræði íslenskra kvenfrelsara, t.d. Drífu Snædal, sem í blaðagrein fullyrti, að karlar beittu konur kynofbeldi í 95% tilvika.) Þessi boðskapur liggur til grundvallar þjálfunar starfsmanna á vígstöðvum heimilisofbeldis. Stofnun þessa embættis lýsti fyrrverandi ráðherra og ríkissaksóknari, Michaelia Cash svo; þetta snýst um að valdefla konur og taka stjórnina á netinu.
Samtímis karldjöflaveiðum neteftirlitsins vara lögregluyfirvöld við vaxandi misnotkun drengja, sem stundum leiðir til sjálfsvíga. Það er hluti að auðmýkingu og kvengervingu karla - til framdráttar valdeflingu kvenna - að láta þjáningar drengja og karla sem vind um eyru þjóta. Það er eins konar jafnréttismismunun eins og víðar á sér stað, t.d. í atvinnulífinu.
Kanadíski enskuprófessorinn, Janice Fiamengo, fjallar um nefnda kvengervingu karla í tengslum við covid-faraldurinn. En meðan á honum stóð buldi á okkur áróðurinn um sérstakar fórnir kvenna: Kvengerving karla á sér langan aðdraganda og meðan á covid-faraldrinum stóð, bar hún ávöxt. Körlum var um megn að veita konunum í lífi sínu hugarró og veita viðspyrnu bernskunartilburðum (infantilize) hins móðurlega ríkisvalds (Mother State).
Grein hennar ber titilinn: Ég el þá von í brjósti, að framtíðin verði ekki kvenlæg.
https://bettinaarndt.substack.com/p/taking-them-on?utm_source=substack&utm_medium=email https://bettinaarndt.substack.com/p/women-in-charge?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.theguardian.com/media/2016/sep/06/higher-proportion-of-men-than-women-report-online-abuse-in-survey https://journals.sagepub.com/doi/pdf/10.1177/0894439319865518 https://www.pewresearch.org/internet/2021/01/13/the-state-of-online-harassment/ https://fiamengofile.substack.com/p/i-hope-the-future-isnt-female https://bettinaarndt.substack.com/p/anonymity-for-the-falsely-accused?utm_source=substack&utm_medium=email https://7news.com.au/sunrise/on-the-show/australian-federal-police-issues-warning-over-rise-in-sexual-extortion-targeting-boys-c-7223370 https://edition.cnn.com/2022/05/20/us/ryan-last-suicide-sextortion-california/index.html https://bettinaarndt.substack.com/p/protecting-boys-from-sexploitation?utm_source=substack&utm_medium=email
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021