Markvisst stríð kvenfrelsaranna gegn karlmennsku og karlmönnum ekki síst feðrum hefur nú geisað í drjúga hálfa öld. Stríðið er fjármagnað af sjóðum auðjöfra og ríkisvaldinu, sem ósjaldan lýtur þeim beint og óbeint. Stríðið gegn feðrum felur einnig í sér stríð gegn fjölskyldunni og kyninu. Það er aragrúi kynja kennir ríkisvaldið - og öll eru þau góð og gild, bara þau séu nógu kvenleg eða kvengerð - og kunni að fella tár eins og Justin Trudeau. Fjölbreytninni er fagnað að því marki, en refsað af öðrum kosti með kvenlegum refsivendi; niðrun, kjaptagangi, ásökunum, baknagi, lítillækkun og útskúfun.
En þetta er bjúgverpilstríð, samfélagslegt sjálfstortímingarstríð. Ungviðið missir fótanna. Feður eru oft og tíðum týndir og tröllum gefnir. Aðrir kvengerðir. Verulegur hluti barna vex úr grasi, án náinna tengsla við föður sinn. Hið opinbera hefur í verulegum mæli komið í föður stað með velferðarkerfi, löggjöf (eða skorti á henni), kvenvænni stjórnsýslu og kvenmiðuðu dómskerfi.
Afleiðingarnar koma æ skýrar í ljós. Skortur á aga, föðurleiðsögn og -samsömun leiðir til kvíða, depurðar, einangrunar, ístöðuleysis, ýgi og ofbeldis. Árásargirni ungviðisins beinist gegn því sjálfu og öðrum. Drengir flosna upp úr skóla og verða tossar. Börnum er boðin kynleiðréttingarmeðferð, þegar þeim verður verulega illt í kyninu sínu. Stúlkur reyna að bæta sér upp föðurleysið með því að gerast karlar. Drengir láta vana sig. Sjálfseymdin er útskýrð með einfeldingslegri hugmyndafræði. Kjarni hennar er einatt karlillskan og hið dularfulla, meinlega föðurveldi. Það eru hin nýju eymdarfræði (wokeness).
Heimskan ríður ekki við einteyming. Karlillskan er talin orsök að vondu mannlífi á öllum sviðum, svo og vondum náttúrufyrirbrigðum eins og loftlagsbreytingum. Alþjóðastofnanir vilja breyta veröldinni með því kvenfrelsunarmennta konur og stúlkur sérstaklega, og vernda þær fyrir karlmönnum, feðrum. Baráttan fyrir betri líðan og velferð barna felst í því að hegna karlmönnum og frelsa börn frá sambandi við þá. Frelsun frá áleitni karla er meira að segja orðin mannréttindi kvenna (eða kvenréttindi öllu heldur, því mannréttindi geta ekki náð til kvenna á nýíslensku, RÚVsku. Konur eru ekki lengur menn).
Hinn opinberi móðurfaðmur þrýstir stöðugt þéttar og rúmar sífellt stærri hluta sálar og mannlífs. Hann er kæfandi. Þeir, sem aldrei losna úr þeim faðmi, læra aldrei til gagns um veröldina utan hans, verða eins konar tilfinningareköld. Sjálfstæð hugsun og hátterni verður þeim um megn. Sjálfsvissa og -vald er þeim framandi. Þeir láta reka sig eins og hrædda bjöllusauði á beit kynleiðréttir (með ýmsum hætti) og bólusettir.
Nýlegt dæmi um þetta er veiru- og bólusetningaratlaga stjórnvalda og embættisveldis á þjóðir heims. Sú múgsefjun átti greiða leið að hjörtum fólks og huga, rétt eins og frásögnin um konur sem fórnarlömb, sbr. grein Vísis um viðbrögð forkonu og varaforkonu nemendafélagsins við Fjölbrautaskólann á Selfossi. Áróður kvennadeildar Sameinuðu þjóðanna, Stígamóta, Kvennaathvarfs, RÚV og Katrínar Jakobsdóttur hefur greinilega haft áhrif.
https://www.visir.is/g/20222303328d?fbclid=IwAR2SOmaXixADNcw1SaLRHidiErsXQBZIco6KLHWlzqRW6gjXHYzR-pk1GEc https://fiamengofile.substack.com/p/canadas-boy-emperor-is-a-son-of-feminism https://stundin.is/grein/15645/?fbclid=IwAR2ZpaYqY1McO2cHWclfFEfAWgCtoueMUE9BE44NnS0Wt5v5e-lCf6_odxk https://fiamengofile.substack.com/p/feminism-as-a-victim-mentality-disorder https://fiamengofile.substack.com/p/i-hope-the-future-isnt-female https://menaregood.com/the-revolt-of-the-fatherless-2/
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021