Er Úkraína framvörður lýðræðis og eftirsóknarverðra stjórnarhátta? Týndu vopnin

Íslenska ríkisstjórnin er óspar á aurinn til Úkraínumanna. Samfélag þeirra er fyrirmynd frjálsra lýðræðissamfélaga, segja þau, og því ber okkur skylda til að styðja baráttu þess gegn Rússum.

Síðasti milljarðurinn frá ríkisstjórninni – til viðbótar fjármunum til vopnaflutninga og stuðnings við konur, börn, hunda og ketti - er sagður skuli renna til uppbyggingar. Milljarður er raunar bara smáaurar, þó að hann mætti hugsanlega nota til að stytta biðlista í heilbrigðiskerfinu.

Á árabilinu 2014 til 2021 gaukaði Evrópusambandið 7.8 milljörðum evra að stjórnvöldum í Kænugarði. Það samsvarar um það bil þreföldu því fjármagni, sem Austurríkismen nota til hermála. Ógnarlegar upphæðir koma sömuleiðis frá Alþjóðabankanum, sem er á valdi ríkustu þjóða heims, og Bandaríkjunum.

Ábendingar um spillingu létu embættismenn Evrópusambandsins sem vind um eyru þjóta. Þeim er kunnugt um 22 auðvalda, að minnsta kosti, sem maka krókinn. En nú klingja fleiri aðvörunarbjöllur. Fjölmiðlar vara við hvarfi vopna, sem streymt hafa til úkraínskra stjórnvalda og stríðsmanna þeirra árum saman.

Úkraínskir stríðsnasistar m.a. eru himinlifandi með vopnin. Foringi nasistahersveitarinnar, C14, Yevhen Karas, systursveitar hinnar alræmdu Azov sveitar, er opinskár; það er ekki einskær hjálpsemi eða umhyggja í því fólgin, segir hann, að Vesturlönd senda okkur vopn. Það er vegna þess, að við innum umbeðin störf best af hendi og við erum þeir einustu, sem það geta gert, vegna þess, að við höfum af því gaman. Við höfum skemmtun af því að drepa og heyja stríð.

Meðan sum vopnanna tala, hverfa önnur sporlaust – eða tala allavega ekki í Úkraínu. Pólland er eins konar flutningsmiðstöð fyrir vopnasendingar Vesturlandanna. Þegar þeim er umskipað á farartæki í suðurhluta landsins, missa hin gjöfulu ríki Vesturlanda auga af þeim. Lögregluyfirvöld í Evrópu óttast skiljanlega, að þau séu falboðin á svarta vopnamarkaðnum.

Spillingin í Úkraínu ætti ekki að koma nokkrum manni á óvart. Heldur ekki íslensku ríkisstjórninni. Á alþjóðlegum spillingarlista (Corruption Perception Index), verma Úkraínumenn 122. sætið af 180. Á öðrum lista (Transparancy International) skjóta Úkraínumenn Rússum ref fyrir rass í 130. sætinu, botnsætinu í Evrópu, og neðar en Sierra Leone, Gambía og Pakistan. Þrátt fyrir skelfilega spillingu, sem staðfest er við eigin rannsóknir Evrópusambandsendurskoðunarinnar, er litið á Úkraínu sem aðildarumsækjanda.

Norski fjölmiðillinn, Aftenposten, skrifaði árið 2016 grein um spillinguna í Úkraínu, þ.e. tveim árum eftir stjórnarbyltingu Bandaríkjanna. Þar segir m.a.: „Frá vöggu til grafar verða Úkraínumenn að vera viðbúnir því að þurfa að borga mútur; á læknastofunni til að njóta þjónustu besta læknisins; í leikskólanum til að hafna ekki aftastir í röðinni; í skólanum til að fá góðar einkunnir [og] í kirkjugarðinum til að fá legstað.“

Einnig eru tilgreindar rannsóknir, sem segja, að helmingur viðskipta sé svartur og opinberir starfsmenn séu háðir því að þiggja mútur. Fleiri rannsóknir eru nefndar til sögu eins og t.a.m. skoðanakönnun, sem hið kanadíska „International Republican Institute“ gerði. Þar kom m.a. í ljós, að 84% aðspurðra sagðist búa við harðstjórn (despotism); 76% taldi Úkraínu vera á rangri leið; 27% játaði mútugreiðslum. Í könnuninni tóku 17.600 manns þátt.

Réttarkerfið virðist hallt undir úkraínsk stjórnvöld. Nýlega voru fleiri stjórnmálaflokkar bannaðir, samtímis því, að virk ritskoðun ríkir í landinu og ofsóknir stundaðar gegn þeim, sem þenkja öðruvísi en leiðtoganum þóknast.

Áróður stjórnvalda, saminn með hjálp breskra áróðurssérfræðinga sér í lagi, er stundum svo átakanlega fjarstæðukenndur, að jafnvel norska varnarmálamálgagnið (Forsvarets Forum) varar fólk við að trúa því, sem af vörum Voldomyr Úkraínuforsta hrýtur.

Og jafnvel ísköldum, opinberum, bandarískum kaldastríðsmönnum ofbýður. Graham E. Fuller, fyrrum varaforstjóri bandarísku leyniþjónustunnar (CIA) segir á þessa leið:

Gerspilling hlutlausra fjölmiðla í umræðu um Úkraínustríðið veldur verulegum áhyggjum. Í reynd hafa bandarísk stjórnvöld gjörsigrað í upplýsinga- og áróðursstríðinu og þvingað alla vestræna fjölmiðla til að syngja sama versið. Það hefur aldrei áður átt sér stað á Vesturlöndum, að hugmyndfræðileg viðhorf um heimsstjórnmálin hafi verið innrætt fólki. Það er heldur ekki unnt að treysta rússneskum fjölmiðlum. Í miðju eitruðu áróðursstríði gegn Rússum – og þvíumlíkt hef ég aldrei áður séð sem kaldastríðshermaður – verða þeir, sem öðlast vilja óbrenglaðan skilning á því, sem raunverulega á sér stað í Úkraínu, að grafa djúpt.

https://www.wsj.com/articles/with-billions-going-to-ukraine-officials-warn-of-potential-for-fraud-waste-11655121601 https://www.peoplesworld.org/article/kononovich-brothers-ukrainian-communist-youth-leaders-confirmed-to-be-alive/ https://www.ceps.eu/ceps-publications/ukraines-unimplemented-anti-corruption-reform/ https://www.washingtonpost.com/news/monkey-cage/wp/2016/05/05/how-western-aid-enables-graft-addiction-in-ukraine/ https://www.iri.org/wp-content/uploads/legacy/iri.org/wysiwyg/2015-05-19_ukraine_national_municipal_survey_march_2-20_2015.pdf https://www.oryxspioenkop.com/search/label/Ukraine?&max-results=7 https://www.csis.org/analysis/aid-ukraine-requires-increased-oversight https://www.kyivpost.com/article/content/business/akhmetov-inches-closer-to-monopolizing-thermoelect-117192.html https://steigan.no/2022/07/eu-avslorte-storstilt-korrupsjon-i-ukraina-og-overforte-sa-78-milliarder-euro/ https://exxpress.at/korruption-eu-ermittelte-gegen-22-ukrainische-oligarchen-und-ueberwies-78-milliarden-e/ https://www.eca.europa.eu/en/Pages/DocItem.aspx?did=59383 https://edition.cnn.com/2022/04/19/politics/us-weapons-ukraine-intelligence/index.html https://steigan.no/2022/04/ukrainsk-nazi-leder-vi-er-mest-effektive-for-vesten-fordi-vi-synes-det-er-morsomt-a-drepe/ https://www.aa.com.tr/en/europe/interpol-fears-weapons-delivery-to-ukraine-will-end-up-on-black-market/2603535 https://steigan.no/2022/07/nar-ble-korrupsjon-og-krig-vare-demokratiske-verdier-store/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=KfaAyiP8Wuc https://www.ft.com/content/bce78c78-b899-4dd2-b3a0-69d789b8aee8 https://www.washingtonpost.com/world/2022/04/06/ukraine-military-right-wing-militias/ https://grahamefuller.com/some-hard-thoughts-about-post-ukraine/ https://forsvaretsforum.no/krig-russland-ukraina/27-land-sender-militaer-bistand-til-ukraina/249791 https://forsvaretsforum.no/krig-russland-ukraina/vestlige-eksperter-advarer-mot-a-tro-pa-alt-zelenskyj-sier/276178 https://www.aftenposten.no/verden/i/eKM6y/her-maa-laereren-smoeres-og-doktoren-bestikkes-det-er-europas-mest-korrupte-land


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband