Eru komnir brestir í bandalagið gegn Rússum?

Ætli undur og stórmerki séu að gerast í stríði Nató/Evrópusambandsins og Rússlands í Úkraínu. New York Times, sem hvatt hefur bandarísk stjórnvöld til stríðsdáða á öllum vígstöðvum, þ.á.m. að gauka að þeim fleiri herþjálfurum, fleiri og betri vopnum; einangra Rússa, beita þá áróðri, efnahagsþvingunum og svo framvegis.

Það virðist mörgum nú ljóst, að Bandaríkjamenn beiti evrópskum Nató-ríkjum fyrir stríðsvagninn. Það eru augljósir brestir í þeirri samstöðu. Fram að þessu hafa forystumenn smáríkja rifið kjaft, en uppreisnarandi Charles de Gaulle blundar enn í Frökkum. Það urgar í þeim.

Efnahagsbandalagið virðist hafa orðið hernaðarbandalag í Nató sjálfu. Það má vart á milli sjá, hvort er stríðsóðara, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula Gertrud von der Layen (f. 1958), eða Jens Stoltenberg (1959), framkvæmdastjóri Nató og verðandi seðlabankastjóri Noregs.

Það hefur vafalítið snuggast í Evrópumönnum, þegar Victoria Jane Nuland (f. 1961), herstjóri í stjórnarbyltingunni í Úkraínu árið 2014, sagði Evrópusambandinu að fara norður og niður („fuck the EU“). Victoria þess var embættismaður á vegum þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, Joseph Robinette Biden (f. 1942), og forsetans sjálfs, Barrack Hussein Obama (f. 1961).

Ritstjórnar NYT hafa hugsanlega numið kurr lýðsins. Það rennur nefnilega upp fyrir honum smám saman, að öll veröldin tapi á þessu bannsetta, ónauðsynlega stríði. En það er saga til næsta bæjar, að beinlínis sé komið kul í iljar ritstjóra New York Times, þess kunna stríðæsingarits, að töluverðu leyti fjármagnað af lyfjarisunum.

Þeir vísa m.a. til talsmanns Leyniþjónustu Bandaríkjanna, en hún er öllum hnútum kunnug í Úkraínu, eftir að hafa grafið markvisst undan stjórnvöldum þar í landi í áratugi – ásamt þeirri bresku - og steypt lýðræðislega kjörinni stjórn ríkisins af stóli. Leyniþjónustan hefur áhyggjur af ófyrirséðri þróun stríðsins og þeim mikla kostnaði, sem skattgreiðendur í Bandaríkjunum bera. (Það kemur reyndar úr hörðustu átt.)

Ritstjórarnir slá nú varnagla við því, að Bandaríkjamenn steypi sér á bólakaf í stríð við Rússa. Meira að segja gamli stríðshaukurinn, Henry Alfred Kissinger (f. 1923), ljær þeim röddu sína.

Engu að síður – segja ritstjórarnir - skulu boð stjórnar þeirra vera skýr; Tryggja skuli frelsi Úkraínumanna. Þá eiga ritstjórarnir væntanlega við það frelsi, sem fólst í því að steypa stjórn þeirra ásamt undirróðri til undirbúnings þeirra frjálsu kosninga, sem síðar komu í kjölfarið. Frelsi hefur greinilega margs konar merkingu á þeim bæ.

Ritstjórarnir eiga í vandræðum með að átta sig á eiginlegum tilgangi stjórnvalda með stríðinu. Ætla þau sér að grafa undan Rússum efnahagslega og stjórnarfarslega? Ætla þau að sigra Rússa á vígvellinum, sbr. margs konar aðstoð við að drepa Rússa og sökkva herskipi þeirra?

Ritstjórarnir vara við þeirri grillu, að Úkraínumenn beri sigurorð af Rússum og reki þá út fyrir landamærin, þrátt fyrir lina framgöngu í stríðinu. (Líklega samkvæmt ríkjandi herkænskubollaleggingum Bandaríkjahers, þ.e. gereyðingarstríði, sbr. Írak, Sýrland og Líbíu. En slíkt stríð þvertaka Rússar fyrir að vilja heyja.) Ritstjórarnir leggja að bandarískum stjórnvöldum og þingmönnum sínum að lækka stríðsrostann og gera Úkraínuhaukunum grein fyrir því, að stuðningur við stríðsreksturinn verði ekki ótakmarkaður og botnlaus. (Þetta virðist nú vera að renna upp fyrir Volodymyr Oleksandrovych Zenlenskyy (f. 1978), forseta Úkraínumanna, sem færist allur í aukanna og skammar Vesturlönd fyrir að láta deigan síga í hernaðinum.)

Ætli fall vígisins í Mariupol, þar sem harðskeyttustu stríðsmenn Úkraínumanna (kjarni nasistahersveita þeirra) gáfust upp (eða yfirgáfu svæðið samkvæmt fréttum RÚV), hafi hrist upp í ritstjórum NYT? Það kynni að vera, að þeir sjái í hendi sér eins og fyrrum yfirhershöfðingi í Ísraelsher, Yakov Kedmi (f. 1947), að BNA og Nató hafi þegar hafið þriðju heimsstyrjöldina og því mál að linni.

Það er einnig hugsanlegt, að ritstjórarnir séu svo heilsteyptir, að þeim hrylli við hræsni eigin stjórnvalda og Nató, ekki síst stríðsæsingamanninum norska, Jens Stoltenberg. Hann hefur reyndar tilkynnt, að Nató muni enn færast í aukana í austurátt. T.d. hefur Norður-Makedóníu og Svartfjallalandi verið boðin aðild. (Þegar hin hryllilegu morð í Útey og Ósló voru framin, lagði Jens áherslu á mátt kærleikans. Nú virðist máttur tortímingarinnar hafa náð á honum heljartökum.)

Nató hefur einnig stofnað til einhvers konar vinatengsla við ríki utan bandalagsins eins og t.d. Kólumbíu. Fyrrum forseti þess, Juan Manuel Santos (f. 1951), sá hinn sami og gerði innrás í Ekvador, var síðar sæmdur friðarverðlaunum Nóbels árið 2016, rétt eins og sjálfur Barrack Obama, sem lét steypa lýðræðislegri stjórn Úkraínu. Óvíða er hræsnin meiri en á norska Nóbelbænum.

Stjórnmálafræðingurinn, Sergio Rodriquez Gelfenstein, frá Venesúela, bendir eftirminnilega á yfirþyrmandi hræsni BNA og Nató. Bandaríkjamenn eru nú komnir með betlistafinn til heimalands hans. En það hafa þeir, ásamt Bretum, lagt gjörva hönd á að eyðileggja. Þeir grátbiðja nú um olíu.

Slíka betliför hafa Bretar einnig farið til Arabalandanna, en fengu heldur snautlegar viðtökur. Bretar eru reyndar útverðir Nató á Suður-Atlantshafi, þar sem þeir hersitja Falklandseyjar. Að sögn Sergio hafa þeir komið þar fyrir kjarnorkuvopnum.

Mótsagnir, hugmyndafræðileg hentistefna og betlifarir kynnu að hafa komið ofangreindum ritstjórum spánskt fyrir sjónir. Samtímis kynnu þeir að hafa skoðað kortið, sem sýnir, hvernig BNA hafa umkringt Rússa með herstöðvum, þótt nóg færst í fang í stríðsleikjum – eða frelsisbaráttu eins og það einatt heitir – á kostnað bandarískra skattgreiðenda.

Herþjálfun úkraínskra nasista er einn þáttur slíkrar hræsni. Ritstjórarnir kynnu að hafa rifjað upp fjöldamorð og önnur voðaverk þeirra fyrr og nú – og orðið bumbult af eins og heiðvirðari þingmönnum Bandaríkjanna.

Kostnaður skattgreiðenda við stríðsrekstur yfirvalda þeirra eykst stöðugt, enda eru leiðtogar Evrópuríkja að gugna í samstöðu um það, sem Vladimir Putin kallar efnahagslegt sjálfsvíg Vesturlanda.

En öfugmæla-Úrsúla skammast stöðugt út í Rússa fyrir að vilja ekki selja Evrópumönnum olíu, gas, áburð og matvæli á lægra verði, jafnvel þótt þvingunum þeirra sé um að kenna. Kröfu um greiðslu í rúblum kallar endemis-Úrsúla tilburði Rússa til kúgunar. Það er svo margt skrítið í kýrhausnum.

Vonandi tekst ritstjórunum að koma vitinu fyrir stjórnvöld í heimalandinu. Og hver veit nema rússnesk stjórnvöld leiti annara leiða en stríðs til að tryggja öryggishagsmuni sína.

https://lapupilainsomne.wordpress.com/2022/04/30/stoltenberg-y-noruega-talante-guerrerista-e-hipocresia-total-por-sergio-rodriguez-gelfenstein/ https://www.globalpolitics.se/stoltenberg-och-norge-krigshetsare-och-hycklare/ https://radio.uchile.cl/edruch/author-book/sergio-rodriguez-gelfenstein/ https://www.youtube.com/watch?v=kPkJaxQLi2A https://steigan.no/2022/05/fra-den-gale-siden/?utm_source=substack&utm_medium=email https://niccolo.substack.com/p/hubris?token=eyJ1c2VyX2lkIjo0Njk0NzAxNCwiXyI6Im9UTDhMIiwiaWF0IjoxNjUzNTU4MjUyLCJleHAiOjE2NTM1NjE4NTIsImlzcyI6InB1Yi0zOTgyMSIsInN1YiI6InBvc3QtcmVhY3Rpb24ifQ.eghXkXAbiMebGjFhaDJQ_9-3kPjx3POVB1nux83tODE&s=r https://www.youtube.com/watch?v=-vHQiTgrvf4 https://steigan.no/wp-content/uploads/2022/05/Min-utskrift-Fra-den-gale-siden.pdf https://steigan.no/2022/05/krigen-mellom-nato-og-russland-new-york-times-antyder-splittelse/ https://steigan.no/2022/05/store-diplomatiske-nederlag-for-usa-i-midt-osten-og-overfor-india/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.jstor.org/stable/41708340 http://infobrics.org/post/35740 https://steigan.no/2022/05/nye-lavmal-i-debatten-om-russland%ef%bf%bc/?utm_source=substack&utm_medium=email https://greenwald.substack.com/p/twenty-two-house-republicans-demand?token=eyJ1c2VyX2lkIjo0Njk0NzAxNCwicG9zdF9pZCI6NTYyNDM2ODUsIl8iOiJvVEw4TCIsImlhdCI6MTY1MzQyNzgzOSwiZXhwIjoxNjUzNDMxNDM5LCJpc3MiOiJwdWItMTI4NjYyIiwic3ViIjoicG9zdC1yZWFjdGlvbiJ9.5r1tVaCjgrBujXEsIMB_BEin9fw2Pp0IB2T8-F0ayrw&s=r https://www.globalpolitics.se/stoltenberg-och-norge-krigshetsare-och-hycklare/ https://expose-news.com/2022/05/24/western-leaders-manipulating-food-shortages/ https://www.wsws.org/en/articles/2022/05/21/nyti-m21.html https://www.reddit.com/r/BreakingPoints/comments/utyaco/the_war_in_ukraine_is_getting_complicated_and/ https://www.nytimes.com/2022/05/19/opinion/america-ukraine-war-support.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband