Það hefur líklega ekki farið fram hjá nokkrum manni, að en einn frelsunardagur kvenna er nýliðinn. Si svona í ljósi stríðsumræðunnar á líðandi stundu átti ég von á því, að forsætisráðherra flytti þrumandi ræðu hjá Nató (allavega á Alþingi) um ójafnrétti kynjanna í Úkraínustríðinu; kynferðislegt ofbeldi, kynbundið ofbeldi, kyndónaskap, kynframhleypni, kyngreddu og þar fram eftir götunum. Karlfólin í Úkraínu senda konur og börn úr landi og berjast svo við rússneska kynbræður sína. En Katrín þagði aldrei þessu vant.
En hinn uppáhaldskvenfrelsarinn minn, leiðtogi Kvenfrelsunardeildar Sameinuðu þjóðanna (UN Women), brást ekki, frekar en fyrri daginn. Hún var beðin um að láta ljós sitt skína í RÚV eins og eðlilegt má teljast. En hér er klippa úr viðtali við hana í Fréttablaðinu (sem mér sýnist samhljóma erindi hennar í RÚV):
Framkvæmdastýra UN Women, Stella Samúelsdóttir, segir að hún hafi þungar áhyggjur af stöðu kvenna innan Úkraínu og þeirra sem eru farnar á flótta. Það sé hætta á því að kynbundið ofbeldi aukist og þau hafa þegar fengið fréttir af því að rússneskir hermenn hafi beitt úkraínskar konur kynferðislegu ofbeldi.
Við höfum þungar áhyggjur af ástandi, sérstaklega kvenna og stúlkna, því allar okkar greiningar og rannsóknir sýna að þegar um er að ræða einhvers neyð, sama hvort það eru náttúruhamfarir eða stríð, þá eykst kynbundið ofbeldi. Við vitum það að líkami kvenna er vígvöllur, segir Stella í samtali við Fréttablaðið.
Konurnar hafa skilið við karlmennina sem eru eftir í Úkraínu til að berjast, vopnaðir, en þær eru einar á ferð, óvopnaðar og geta ekki varið sig. Oft eru þær með börn á ferð og þetta er hættuleg staða að vera í, segir Stella.
Það væri reyndar í frásögur færandi, hefði Stella og hinir kvenfrelsararnir ekki þungar áhyggjur af stöðu kvenna. Þá myndu þeir missa vinnuna. Áróður og áhyggjur er þeirra sýslan í boði skattgreiðenda. Stella slær um sig með tölum, sem við fáum þó ekki að sjá, kjaftasögum og kvenfrelsunarvísindum. Stundum er þetta óneitanlega hálfspaugilegur málflutningur.
Ástmenn og feður eru nauðgara verstir eins og alkunna er. Því mætti ætla, að nauðgunarvarnir felist í því, að konur og börn flýi frá þeim, sbr. starfsemi Kvennaathvarfa. En það er samkvæmt Stellu skammgóður vermir, því aðrir nauðgarar eru í leit að vígvelli og bíða kvenfórnarlamba á flótta og í athvörfum. Neðanmáls er krækja á myndskeið, þar sem einn nauðgaranna kveðjur dótturina til að iðka eitraða karlmennsku sína á stærri vettvangi. Hann er reyndar beittur lýðræðislegu ofbeldi til þess arna, herkvaddur.
Sínum augum lítur hver á silfrið. Í grein í Daily Mail segir Amanda Platell: Í Úkraínu sýna karlmenn sínar bestu hliðar; karlmannlegir, stoltir og þrungnir föðurlandsást; en líka þrungnir tilfinningum til þeirra, sem eru þeim nánastir og ástkærastir; elskulegir og yfirgefnir, [en] afskiptir. Í nafni jafnréttis hafa konur hérna í Bretlandi um áratuga skeið leitast við að kvengera karla, útrýma stríðsmanninum [í þeim] og krafist kvenleika af þeirra hálfu. En við höfum verið svo, svo áttavilltar.
En rétt skal vera rétt. Konur verja móðurlandið líka. Samkvæmt Bettina Arndt, er talið að rúmlega þrjátíu þúsund konur hafi skráð sig til herþjónustu af um sautján milljónum úkraínska kvenna. Það hafa meira að segja sést myndir af ungmeyjum og ömmum með vélbyssur frá Vesturlöndum í höndunum. Og fleiri eru á leiðinni frá Þýskalandi, Danmörku, Noregi og víðar. Tja! Ber er hver á bakinu, nema sér bróður eigi.
En þrengingar kvenna eru að sönnu skelfilegar. Hillary Clinton hugsar eins og Stella. Hún orðaði þetta svo: Konur eru ævinlega helstu fórnarlömb stríða, því þær glata eiginkörlum sínum, feðrum og sonum í átökum. Þess vegna standa þær oft aleinar í veröldinni og alfarið með ábyrgð á uppeldi barnanna. Því miður eiga kynskiptakonur einnig undir högg að sækja í Úkraínu, séu þær skráðar karlar í þjóðskrá. Þá eru þessar elskur nefnilega kallaðar í herinn. Það hlýtur líka að valda Stellu þungum áhyggjum.
Það er nú reyndar opinber kvenfrelsunarstefna að fækka körlum og ala þá upp sem konur, sbr. myndband Ava neðanmáls. Ava dregur þar skilmerkilega saman helstu liði í kvenfrelsunarstríðinu gegn körlum, nokkurn veginn á þessa leið með íslenskri staðfæringu:
Meðal framsæknustu ljósmæðra (það fer ekki sögum af ljósfeðrum) er burður karlafkvæmis tilkynntur móður með orðunum: Því miður hefur þú eignast dreng. Sumar verðandi mæður sjá reyndar til þess, að karlfóstur séu fjarlægð úr kviði sínum.
Á Íslandi er lagaheimild fyrir geðþóttafóstureyðingum fram að fertugustu viku meðgöngu. Hafi forsætisráðherra og samherjar hennar erindi sem erfiði, verður heimilt að eyða fóstri fram undir fæðingu innan skamms. Svo hefur hún mælt á Alþingi Íslendinga.
Víða á bæjum eru drengir aldir upp sem stúlkur. Þeim er kennt, að mamma (og stundum pabbi) geti valið kyn þeirra og að eiginlega sé allt hvorugkyns. Strákar eru látnir klæðast stelpufötum. (Enn virðist almennt gerður greinarmunur á stelpu- og strákafötum.) Þegar í skóla kvennanna er komið mætir þeim sama viðhorf.
Ava fjallar um kynsystur sína, hina spænsku Aurelia Vera, sem þekkt er fyrir hugmyndir sínar um beinar og óbeinar geldingar drengja sem og bókstaflega fækkun þeirra.
Framsæknar ljósmæður og hjúkrunarkonur leggja nú að óheppnum mæðrum, að gefa drenghnokkunum ekki brjóst heldur fóðra þá á sojamjólk. Hún býður upp á kvenkynvaka eða örvar framleiðslu þeirra. Sömuleiðis er það nú orðið algengt, að drengjum sé kennt að láta þvagi sitjandi, því það sé svo hollt og hreinlegt. En karlvænar mæður leyfa þeim þó að pissa standandi, að því tilskildu, að þeir fari þeir með þurrku um fyðilinn, að aðgerð lokinni. Minna má það nú ekki vera.
Í ljósi opinbers kvenfrelsunarhernaðar gegn körlum ættu herkonur þeirra eða hermanneskjur að fagna því, að þeim sé fargað í Úkraínu væru þær sjálfar sér samkvæmar.
Vonandi fer að hilla undir sigur í stríði þeirra. Kvenfrelsunarstríðið er orðið langdregnasta stríð veraldar. Konur lýstu yfir stríði á hendur körlum í frönsku byltingunni.
https://apnews.com/article/russia-ukraine-kyiv-migration-europe-european-union-8a9ca73d25616e1fc59d8c913e056100 https://bettinaarndt.substack.com/p/ukraines-courageous-women-and-disposable?s=r https://www.theguardian.com/world/2022/feb/20/donbas-ukraine-evacuees-face-uncertain-future-in-russia https://www.opindia.com/2022/03/russia-ukraine-conflict-media-lionises-child-soldiers-carrying-assault-weapons/ https://www.youtube.com/watch?v=y3dS0UwvZqw https://www.youtube.com/watch?v=f3Yz73xxDLU https://www.youtube.com/watch?v=kS7RWy5NxnQ https://www.frettabladid.is/frettir/hafa-thungar-ahyggjur-af-stodu-kvenna-likami-kvenna-er-vigvollur/ https://www.latimes.com/world-nation/story/2022-03-03/lgbt-ukrainians-are-terrified-of-a-life-under-russia-where-homophobia
Flokkur: Bloggar | 10.3.2022 | 10:20 (breytt kl. 10:21) | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021