Hræsni, hroki, mannúð og svanasöngur

Það er undursamlegt að sjá samúðina í garð bágstaddra kvenna og barna í Úkraínu. Þau hafa ekkert til saka unnið. Íslenskir látúnsbarkar halda tónleika á tónleika ofan til að lýsa samúð sinni. íslenskir þingmenn bólgna bókstaflega af mannúð og einhenda sér með ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur í refsiaðgerðir gegn meinlega karlinum í Moskvu. Ríkisstjórnir Vesturlanda lýsa efnahagstríði gegn honum (og okkur, sauðsvörtum almúganum) og senda Úkraínumönnum vopn, sem fæstir þeirra kunna að fara með. Skynsamir hermenn skilja þau eftir og stinga af frá herbúðunum.

Efnahagsstríð eru engin nýlunda. Bandaríkjamenn eru sérfræðingar í slíkum stríðsrekstri eins og öðrum. Þeir miðla Evrópuþjóðum af reynslu sinni. Hinn nýi og hugdjarfi utanríkisráðherra vor byrstir sig og strengir þess heit, að nú skuli Rússar sjá, hvar Davíð keypti ölið. Á írska þinginu er þó einn þingmaður, Richard Boyd Barrett, sem ofbýður hræsnin.

Sum okkar, sem fylgst hafa með alþjóðamálum í áratugi, spyrja sig; Hvar voru látúnsbarkarnir og herskáu stjórnmálamennirnir, þegar börn í Serbíu voru sprengd í loft upp af Nató eða þegar Vesturveldin murkuðu lífið úr hálfri milljón barna í Írak – eða á síðustu misserum í Sýrlandi og Jemen, svo dæmi séu tekin. Spyr sá, sem ekki veit. Nú eru börnin myrt, en minningu þeirra má heiðra.

Hvernig er manntjón metið á vogarskál stríðshaukanna? Spyr nú aftur sá, sem ekki veit. En stríðsgikkurinn, kvenfrelsarinn og járnfrúin Malelaine Jana Korbel Albright (f. 1937), fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kann þessa stærðfræði eða svona hérumbil.

Líf hálfrar milljónar barna þótti ásættanlegt verð fyrir að steypa öðrum vondun karli, Saddam Hussein, af stóli, í nafni mannúðar og frelsis. Enda var öryggi Íslands og annarra Vesturlanda í bráðri hættu samkvæmt upplýsingum leyniþjónustu Bandaríkjamanna og Breta alveg eins og nú.

Það er svo notalegt að vera í varnarbandalagi með vinum sínum (sumir hverra hernámu Frón og hlutuðust til um borgarastyrjöld og trúskipi).

Það er þó huggun harmi gegn í öllum hörmungunum, að fallir Úkraínuhermenn virðast rísa upp frá dauðum.

https://www.bitchute.com/video/fVxGiHParDAC/ https://www.bitchute.com/video/HOvgYFRXtTYB/ https://www.bitchute.com/video/U0nkq5jfIork/ https://www.bitchute.com/video/9Y4aeFTI0Otx/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband