Lýðeinræðið er handan við hornið. Naomi R. Wolf

Naomi R. Wolf hefur skrifað athygliverða og fróðlega grein um þær hættur, sem að lýðræðinu stafa. Hún spáði, skömmu fyrir samþykkt neyðar- eða herlaga í Kanada, fyrir um þær aðgerðir, sem Justin Trudeau, myndi gefa fyrirskipanir um; líkamlega valdbeitingu gegn vöruflutningabílstjórum sínum og hótunum um inngrip í afkomu og fjölskyldulíf. Auk þess yrðu bílstjórarnir notaðir sem blórabögglar fyrir efnahagsóreiðu í ríkinu. Allt þetta hefur gengið eftir.

Naomi bendir á, að Justin hafi nú svo víðtækar heimildir, að honum sé hægur vandi að gera andstæðinga sína í stjórnmálum óvíga. Jafnvel senda þingmenn heim eins og gerðist í Ástralíu. Einræðissinnar á borð við Justin virðast líta svo á, að þing sé valkvætt – og að þeir hafi valdið til að velja, hvort það starfi og þá hvernig.

Naomi víkur einnig að ofbeldi gegn mótmælendum í París fyrir skömmu. Þar situr skólabróðir Justin við völd. Alheimsefnahagsráðið hefur skólað þá báða eins og Katrínu Jakobsdóttur. Naomi bendir á augljósa hliðstæðu við Hitler og Mussolini. Þeir voru líka strengjabrúður auðjöfra og kosnir á þing.

Hún lítur sér nær, til eigin lands hinna frjálsu. Jósef hefur nú í hyggju að framlengja veiruneyðarástandinu, sem gefur honum feiknaleg völd. Hún segir m.a.:

„Lýst var yfir Covid-19 neyðarástandi í Bandaríkjunum fyrir hartnær tveim árum, í upphafi alheimsfaraldurs. [12. mars 2020.] Þar, sem nú er um „faraldur“ að ræða, stríðir það gegn allri skynsemi og vísindum að framlengja neyðarástandinu.“

Framlenging felur m.a. annars í sér vald til að verja skattgreiðslum borgaranna til að halda veiruleiksýningunni áfram, m.a. með grímuþvingunum og þrálátum þrýstingi til bólusetninga og bólusetningabréfs, lokana og einangrunar.

Naomi hvetur okkur til að gjalda varhug við ískyggilegri umræðu um andlega heilsu í þessu sambandi. Það gæti verið aðdragandi að aðgerðum gegn fólki með óæskilegar skoðanir. Í sömu andrá gerir hún stjórnunarklókindi Alþjóðaefnahagsráðsins að umtalsefni. Ráðið hefur hossað fulltrúum sínum upp í leiðtogastöður hvarvetna, m.a. í Boston. Nú æfa þeir sig í gerræðistilburðum í Kanada með heilsu að yfirvarpi.

https://www.independent.org/news/article.asp?id=14026


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband