Það er margt að gerast á covid-vígstöðvunum um þessar mundir. Vestræn samfélög bólusetja börn sín fimm ára og eldri í óða önn. Á meðan sækir Pfizer um markaðsleyfi hjá Malvæla- og lyfjastofnun Bandaríkja Norður-Ameríku fyrir sama mRNA lyfið handa enn þá yngri börnum. Að þessu sinni er ætlunin sem sé að tvísprauta börn undir fimm ára aldri. Forstjóri Pfizer hefur áður tilkynnt, að lyf gegn Omicron sé í deiglunni.
Samtímis er tekist á um sálir almennings. Upplýsingastríðið geisar af fullum þunga. Hlaðvarparinn, Joe Rogan, ógnaði lyfjarisunum og bólusetningayfirvöldum meira en flestir, jafnvel meira en vörubílstjórarnir í Kanda, sem Justin Trudeau flúði undan og sagði örlítinn, grenjandi minnihluta. En lyfjarisarnir flýja ekki. Og heldur ekki stóru fjárfestingarsjóðirnir eins og Svarti klettur (Black Rock). Hagsmunatengslin eru kunn.
Það ætti einnig að vera alkunna, að sömu hagsmunaaðiljar hafa keypt eða niðurgreiða mýgrút fjölmiðla í hinum vestræna heimi. Það á einnig við um félagsmiðla. Einnig eiga þeir fyrirtæki (fact checkers), sem sérhæfa sig í baráttu gegn því, sem þeir kalla rangfærslur (misinformation) um tilraunabóluefnið, sem ríkisstjórnir víða um heim hafa fest kaup á. Fjölmargar æðri menntastofnanir og vísindamenn eru háðir þeim um fjármagn. Það er ekki ólíklegt, að þeir, sem sendu opið bréf til Spotify um skaðsemi Joe, séu í þeim hópi. Það mun einhver leiða í ljós. Allavega er aðferðin alkunn.
Lyfjafyrirtækin, meginstraumsfjölmiðlar, samfélagsmiðlar og valdhafar eru samtaka um að þagga niður í öllum þeim, sem gera athugasemdir við vísindin, sem liggja til grundvallar framleiðslu bóluefnisins, innihald þess og áhrif. Vísindamenn, sem ekki mega vamm sitt vita, sem hafa unnið vísindaleg afrek, jafnvel fengið Nóbelsverðlaun fyrir uppgötvanir sínar, birt fjölda ritrýndra vísindagreina, hafa gott orðspor og sitja í góðum stöðum, verða allt í einu falsspámenn, fá þá köllun að blekkja almenning um bóluefni Pfizer og Moderna. Þeim er útskúfað og þeir tapa jafnvel lífsviðurværi sínu og eigum.
Það voru samtalsþættir Joe Rogan við tvo af þessu tagi, Robert Malone og Peter McCoullough, sem leystu úr læðingi þá atburðarás, sem við erum vitni að á líðandi stundu. Sjónvarp okkar allra flutti gagnmerka frétt af málinu í gær, 1. feb. 2022. Stjórnendur streymisveitunnar Spotify hafa lofað bót og betrun, eru upphafsorð fréttaflutningsins. Hvet alla til að hlýða á hana.
RÚV kallaði til vitnis tvo gagnmerka fræðinga. Annar þeirra er Arnar Eggert Thoroddsen, aðjunkt í félagsfræði við Háskóla Íslands, og tónlistargagnrýnandi. Hann segir að rök hlaðvarpsstjórnandans Joe Rogan um málfrelsi dugi skammt þegar rangar upplýsingar um kórónuveirufaraldurinn og bólusetningar eru bornar á borð í þáttum hans. [bullið] sem oft vellur upp úr gestum Rogans og Rogan sjálfum jafnvel.
Arnar Eggert heldur áfram: Það er ákveðin málábyrgð, sem trompar þetta blessaða málfrelsi. Læknasamfélagið og vísindasamfélagið er fyrir lifandis löngu búið að sanna það, að þetta er algjör vitleysa, sem er verið að spýja þarna út. Þannig, að það er ekki hægt að bjóða fólki uppá þetta.
Hinn er Jón Magnús Jóhannesson, læknir, sem dvelur að sögn í Bandaríkjunum og fæst við rannsóknir á Covid-19. Hann segir m.a.: Það er ekki spurningin um tjáningarfrelsi, því um er að ræða mann, sem dreifi falsfréttum, og það sé auðsannanlegt. Hann ber fyrir sig að sögn fréttakonu að skaði sé þegar skeður, þegar falsfréttum eða falsvísindum sé dreift.
Sannast nú sem oftar, að Íslendingar eru ekki á flæðiskeri staddir með fræðimenn, hugsuði og djúpskyggna fjölmiðla.
Í tveim síðustu tilvísunum má lesa um og hlýða á frétt, þar sem annar póll er tekinn í hæðina, þar sem fólk líka spýr út úr sér bulli. Þar er t.d. greint frá tildrögum þess, að Neill Young ákvað að versla við Amazon í stað Spotify. Þar er bent á hráskinnnaleik auðjöfra og fjárfestingarsjóða, sem eiga ríkra hagsmuna að gæta í lyfjaiðnaðinum og hasla sér völl í tónlistariðnaðinum. Þar glittir í Svarta klett einu sinni enn.
https://www.ruv.is/frett/2022/02/01/malfrelsi-veiti-ekki-leyfi-til-thess-ad-dreifa-bulli
https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/frettir-kl-19-00/30762/9kjfl0/frekari-aflettingar-framundan
https://childrenshealthdefense.org/defender/joe-rogan-musicians-threaten-remove-music-spotify/?utm_source=salsa&eType=EmailBlastContent&eId=c3dd48f2-678c-48a3-8f6f-e9c8e5e93497
https://www.youtube.com/watch?v=Z-AEmqvyikM
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021