Grímur, grunnhyggni og galin stjórnvöld - Paul Alexander

Þegar Þórólfur skipaði svo fyrir, að Íslendingar skyldu grímuvæðast til varnar veirunni úr tilraunastofunni í Wuhan, fann ég eina rannsókn um hugsanlega gagnsemi hennar. Sú var dönsk. Niðurstaðan var, að gríma skipti ekki máli í sambandi við smit. Þar var ekkert minnst á andlega hlið málsins, hvorki fyrir líðan fullorðinna, né líðan barna og þroska.

En rannsóknum fjölgar. Kanadíski heilbrigðisfræðingurinn, Paul Elias Alexander, segir: „það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því, að það er engin og hefur aldrei verið til sannreynd vitneskja (evidence), sem styður [þá fullyrðingu], að grímunotkun einkennalausra stöðvi veirudreifingu, meðan á farsótt stendur.“

Grein Paul (neðsta krækja) er ítarleg með fjölda tilvísana til þeirra rannsókna, sem nú koma í stríðum straumum um hinar ýmsu hliðar faraldursins. Hér er getið örfárra atriða: Höfundur vísar m.a. til varnaðarorða þýska læknisins, tauga- og lyfjafræðingsins, Margareta Griesz-Brisson. Hún hefur bent á það, sem margir vita, að heilinn sé afar næmur fyrir súrefnisskorti. Fólk, sem gengur með grímur, andar að sér grímulofti, sem er naumt að súrefni, en ríkt að koltvísýringi (carbon dioxide). Því gætu viðkvæmir liðið súrefnisskort.

Höfundur tengir grímunotkun við aðgerðir stjórnvalda. Hann fer ófögrum orðum um innilokanir, sóttkvíar og einangrun, og bendir á fjölda rannsókna víðs vegar um heiminn, sem greina frá ófarnaði, tjóni, ógn og niðurlægingu, í því sambandi.

Paul víkur einnig að skólastarfi, sem hefur verið mjög í brennidepli að undanförnu á Íslandi. M.a. hafa kennarar óttast smit frá nemendum sínum. Í því efni bendir höfundur á rannsóknir víða um lönd, sem eindregið benda til, að smit meðal barna sé fátítt, að smit barna á meðal sé óalgengt. Þar að auki smita börn foreldra sína sjaldan. Smitist börn á annað börn eru einkenni væg, þörf á sjúkrahúsinnlögn sjaldgæf og lífshætta afar takmörkuð.

Í þessu ljósi er það hér um bil spaugilegt, að ríkislögreglustjóri, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, og framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Sigríður Dóra Magnúsdóttir, fari hamförum um heilsufarsvá og álag á heilbrigðisstofnanir landsbyggðarinnar sökum takmarkaðrar afléttingar ólöglegra sóttvarnaaðgerða ríkisstjórnarinnar. Þetta er enn eitt dæmið um sjálfdrifnar veiruvitranir í heilbrigðiskerfinu og hjá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.

Þess ber að geta, að „staðreyndasporhundar“ (fact checkers) stjórnvalda, lyfjafyrirtækja og meginstraumsfjölmiðla, hafa gert aðför að bæði Paul og Margareta.

https://www.ruv.is/frett/2022/02/01/til-greina-kaemi-ad-kalla-inn-einkennalitid-starfsfolk

https://childrenshealthdefense.org/authors/paul-elias-alexander-ph-d/

https://palexander.substack.com/p/over-150-studies-and-pieces-of-evidence

https://palexander.substack.com/p/421-studies-and-pieces-of-high-quality

https://palexander.substack.com/p/masks-for-children-the-evidence-indicates


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband