Hernám hugans 4: Hjarðstýring. Kínverskur spéspegill Veturlanda?

Milli heimsstríða reit enski rithöfundurinn, Aldous Leonard Huxley (1894-1963), merkilega bók, skáldsögu um framtíðarsamfélagið, staðleysu eða «útópíu». Nokkrar hafa áður verið skrifaðar. Skáldverk þessa merka höfundar hafa mörgum veitt innblástur. Mál og Menning gaf bókina út árið 1988. Kristján Oddsson íslenskaði.

Í sögunni … er lýst Alheimsríkinu, ríki framtíðar, sem spannar alla jörðina og byggist á afar róttækri, líffræðilegri og sálrænni innrætingu eða „skyldögun“ allra þegna. Fæðing manna er úr sögunni og þykir dónaleg tilhugsun – öll börn eru getin í glösum. Stéttaskipting er líffræðilega ákvörðuð og kynlíf markað af reglunni Allir eiga alla.

Þar ber ýmislegt nýtt fyrir augu (eða gamalt vín á kunnuglegum belgjum) eins og múgsefjunarfræðinga, villimannaþjóðgarð, klakstöð, endurskyldögunarstöð, sambura, samlyndismessu, svefnskóla, dákennslu, getnaðarígildi, múgsefjunarháskóla, girndarígildismeðferð, áróðursskrifstofur og fengimeyjar.

Sagan hefst í Klak- og skyldögunarstöð Mið-Lundúna, nánar tiltekið í frjóvgunarsalnum. Forstjóri þessarar merku stofunnar, mikilmennið, fer fyrir hópi nýnema. Þeir eru „náfölir, taugaóstyrkir, og næstum lotningarfullir, fylgdu fast á hæla“ hans. Í Klakstöðinni eru framleiddar hamingjusamar mannverur.

Forstjóri Klakstöðvarinnar segir:: „[Þ]að er lykillinn að hamingju og dyggð að elska örlög sín, nauðugur viljugur. Öll skyldögun beinist að því að láta fólk fella sig við sín óumflýjanlegu, þjóðfélagslegu örlög. … Skyldögun er fólgin í því að maður gerir ekkert nema það sem á að gera. Og allt sem menn gera er svo skemmtilegt og þægilegt, frjálsræðið svo mikið að engar freistingar eru til að standast. Ef svo ólíklega vill til að eitthvað óþægilegt kæmi fyrir þá höfum við alltaf soma til að grípa til, það losar okkur við öll óþægindin. Soma er alltaf við hendina til að sefa menn ef þeir reiðast, sætta þá við óvini sína og gera þá þolinmóða og umburðarlynda.“

Þeir, sem efast um rétttrúnað og innrætingu, sæta refsingum, annað hvort sendir í endurskyldögunarstöð eða til Íslands. Forstjóri gefur undirtyllu ákúru: „Ef ég frétti nokkurn tíma framar að þér víkið frá réttu og stöðluðu líferni mun ég óska eftir að þér verið fluttur til einhverrar undirstöðvar – helst til Íslands.“

Framtíðarsamfélag Aldous Huxley kynni nú að vera í burðarliðnum. Síðustu tvö árin hefur valdboðsstefna yfirvalda keyrt um þverbak. Sjálfsvald og sjálfsábyrgð fólks hefur verið gefið langt nef í nafni sóttvarna gegn veiru, sem er óneitanlega vond, en lífshættuleg fáum. Stjórnvöld og Alþjóðaheilbrigðisstofunin (WHO) hafa farið hamförum með blekkingum og öfgum til að hræða fólk til hlýðni; sent það í sóttkví og einangrun og þvingað það til að láta sprauta í líkama sinn tilraunaefni til bólusetninga. Hinir óbólusettu eru úthrópaðir sem blórabögglar. Meira að segja börnum er ekki hlíft.

Á Vesturlöndum hafa þegar verið gerðar ráðstafanir til að skipta fólki í misgilda meðborgara, þ.e. að skerða borgaraleg réttindi enn frekar. En þessi þróun er trúlega komin lengst í Kína.

Stjórnvöld í Kina hafa ákveðið að beita þegna sína alls konar takmörkunum í anda atferlisfræða og sálstýringarstjórnmála (psychopolitics). Sýni fólk þóknanlega hegðum fær það viðurkenningarstig (social credit). Samkvæmt opinberu skjali ríkisstjórnarinnar frá 2015 segir um viðurkenningarkerfið, að það sé „mikilvægur þáttur í markaðshagkerfi jafnaðarstjórnarinnar (socialist) og félagsstjórnunarkerfi [þess].“ Tilgangurinn er sá, að styrkja hugmyndina um „traustið sem dýrðlegt og hversu ódýrðleg það sé að rýra það.“

Stigveldi viðurkenningarinnar, þ.e. ákvörðun um hegðun, sem verðlauna skal ellegar refsa fyrir, er tekin af Hagáætlunarteyminu (áþekkt teymi á Vesturlöndum er „Atferlisinnsæiseiningin (Behavioural Insights Unit)), Þjóðlega framfara- og endurbótaráðinu, Þjóðarbanka Kína og réttarkerfinu. Ákveðinn fjölda stiga þarf til að ávinna sér tiltekin réttindi. (Vinsæl aðferð í geðheilbrigðiskerfinu og félagsþjónustunni á Vesturlöndum.)

Viðurkenningarkerfið nær bæði til einstaklinga og stofnana, en einkageirinn hefur samið eigið kerfi. Kerfið kemur til viðbótar öðrum leiðum til vöktunar eins og afburða andlitskennslatækni, opinberum skráningum og eftirliti, svo og eftirliti með neysluvenjum eins og á sér stað á Vesturlöndum.

Kínversk yfirvöld stefndu að því, að kerfið væri svo til fullmótað og virkt fyrir tveim árum síðan.

https://www.nrk.no/urix/kina-har-begynt-a-rangere-borgere_-straffes-med-reiseforbud-og-skolenekt-1.13997936

https://www.wired.co.uk/article/china-social-credit-system-explained

https://www.businessinsider.com/china-social-credit-system-punishments-and-rewards-explained-2018-4?r=US&IR=T&IR=T/#a-prototype-blacklist-already-exists-and-has-been-used-to-punish-people-7


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband