Fyrsta sálstjórnunarteymið eða hnippteymið (Behaviour Insights Unit Nudge Unit) veraldar var stofnað á vegum breska forsætisráðuneytisins árið 2010. Breski sálfræðingurinn, David Solomon Halpern (f. 1966), hefur frá upphafi verið teymisstjóri.
Simon Ruda er annar sálfræðingur, sem viðriðinn var umgetið teymi. Hann segir frá. Ég var meðstofnandi hnippteymisins og leiðtogi [deildarstjóri]. Það hefur aukið hróður ríkisstjórnarinnar alveg frá upphafi árið 2010. Síðar var einingunni útvistað að hluta til fyrirtækis í eigu ríkis og einkaaðilja, þ.m.t. starfsmenn. Við urðum að sjálfstæðu ágóðafyrirtæki. Forsætisráðuneytið er eigandi þriðjungs þess. Það var í okkar valdi að selja þjónustu okkar til opinberra þjónustuaðilja í Stóra-Bretlandi og sérhverrar annarrar ríkisstjórnar eða samtaka, sem leituðust við að bæta líf þegnanna.
Simon segir enn fremur: Hugur okkar stóð miklu frekar til vísindalegra athuganna heldur en að skoða heiminn með augum samborgaranna. Þar eð beita má atferlisvísindum eins víða og raun ber vitni, verður skilgreining þeirra einnig víðtæk. Fyrra atriðið er í góðu samræmi við vers Richard Thaler, þ.e. að auðvelda [fólki] að yfirstíga skilgreinda hindrun og hljóta óumdeildan ábata fyrir vikið. Seinna atriðið er samt sem áður fremur áróðurskennt. Að mínum dómi eru svívirðilegustu og afdrifaríkustu (far-reaching) mistökin í viðbrögðum við faraldrinum sá ásetningur að vekja svo mikinn ótta hjá lýðnum.
Opinber lýsing á starfssviði teymisins er þessi: Hnippeiningin vinnur í nánu samráði við heilbrigðis- og félagsþjónustuna við að úthugsa (craft) viðbrögð ríkisvaldsins. Að svo komnu máli eru áhrif þess helst sjáanleg í tilmælum (communication) í sambandi við handþvott og andlitssnertingu sérstaklega notkun orðsins, viðbjóðs, sem hvatningu til að þvo hendur sínar. Sömuleiðis þá tillögu að kyrja afmælissönginn til að tryggja handþvott í þær tuttugu sekúndur, sem gerð er krafa um.
Bakhjarl teymisins er Neyðarástands-vísindaráðgjafarhópur (Scientific Group for Emergencies SAGE) ríkisstjórnarinnar og Flensu-farsótta-vísinda-atferlishópurinn (Scientific Pandemic Influenza Group on Behaviours SPI-B). Sá síðarnefndi skrifaði m.a.:
Enn er það svo, að fjöldi fólks finnur ekki til nægjanlegs, einstaklingsbundins ótta; svo kynni að vera, að umræddir telji sér borgið í ljósi lágrar andlátstíðni í eigin lýðhópi, jafnvel þó svo sé, að áhyggjur kynnu að vera vaxandi [A]uka þarf ógnartilfinningu hvers og eins meðal hinna sjálfsánægðu, beita hnitmiðuðum tilfinningahlöðnum skilaboðum. Svo að tilganginum verði náð, verður einnig að gera þeim ljóst, til hvaða ráða megi grípa til að minnka hættuna [og þar með] efla þá að valdi (empower).
Í sama skjali var einnig gefinn fjöldi ráða til að auka auðsveipni við stjórnvöld. Til að mynda var minnst á gildi fjölmiðlunar til að magna óttann.
Það fer hrollur um fleiri en Simon. T.d. segir starfsbróðir hans, Gary Sidley: Það er engu líkara en að skapast hafi vísir að iðnaði í kringum stjórn faraldursins. Hann útilokar framandi raddir. Það sjást vaxandi áhyggjur innan míns vettvangs um það [snjallræði] að beita ótta og smán sem aflvaka hegðunarbreytinga.
Hópur í kringum Gary hefur snúið sér til Breska sálfræðingafélagsins með áhyggjur sínar. Hópur sex hundruð háskólaborgara hefur skrifað stjórnvöldum opið vandlætingarbréf.
Í skýrslu frá háskólanum í Nottingham var minnt á nokkur grundvallaratriði úr sálónæmisfræðinni: Það er alkunna, að þrálátar, vondar tilfinningar, leiði til truflana í þeirri líkamsstarfsemi, sem hefur hlutverki að gegna við stjórnun ónæmiskerfisins. Því er það, að verulega áhætta (potential) sé á því, að sálrænn skaði af völdum farsóttarinnar umbreytist í líkamlegan skaða. Það gæti falið í sér aukið smitnæmi fyrir veirunni, verri afleiðingar við smit og vissulega einnig verri svörun við framtíðarbólusetningum.
Þess má og geta, að rithöfundurinn, Laura Dodsworth, liggur yfir heimildaleit að bók með titlinum Ríki óttans (óttaástand): Um það, hvernig breska ríkisstjórnin beitti ótta sem vopni, meðan á covid-19 farsóttinni stóð (A State of Fear: How the UK Government Weaponised Fear During the Covid-19 Pandemic).
Hún lét hafa eftir sér: Ég hef átt viðtöl við fólk, sem er frávita af hræðslu, fólk, sem hefur þurft að sannfæra um að farga sér ekki, og fólk, sem þjáist í áunninni víðáttufælni.
https://www.telegraph.co.uk/news/2021/04/02/state-fear-ministers-used-covert-tactics-keep-scared-public/
https://assets.publishing.service.gov.uk/government/uploads/system/uploads/attachment_data/file/882722/25-options-for-increasing-adherence-to-social-distancing-measures-22032020.pdf
https://unherd.com/2022/01/how-the-government-abused-nudge-theory/
https://www.instituteforgovernment.org.uk/explainers/nudge-unit
https://www.theguardian.com/politics/2018/nov/10/nudge-unit-pushed-way-private-sector-behavioural-insights-team
https://theconversation.com/coronavirus-how-the-uk-government-is-using-behavioural-science-134097
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021