Á Vesturlöndum er vöggu lýðræðis að finna, flokkalýðræðis vel að merkja. Einn af hornsteinum lýðræðis er málfrelsi og samkomufrelsi. Upplýsingaskylda stjórnvalda ætti einnig að vera í hávegum haft í lýðræðisríki. Það er væntanlega alkunna, að á þessu er alvarlegur meinbugur. Leyndarhyggja og þöggun þjóðmálaumræðu er algeng. Skrifræðisstofnanir lifa eigin lífi. Embættismenn taka afdrifaríkar ákvarðanir um líf og heilsu fólks. Stjórnmálamenn, sem margir hverjir bjóða sig fram sjálfum sér til dýrðar, leika lausum hala í sorglegu flokkalýðræði. Forsjárhyggjan er þeim mörgum í blóð borin og má þá einu gilda hvar í flokki þeir skiptast.
Stjórnmálaflokkar stunda einnig hagsmunagæslu fyrir flokksfélaga og ákveðin öfl í samfélaginu, t.d. lyfjafyrirtæki. Mörg þeirra eru peningamylla eigendanna, enda starfa þau á nær öruggum markaði, sem stjórnvöld og lýðurinn skapa þeim. Hræðsla fólks við dauðann og jafnaðarmennskuhugmyndir (allir jafnir fyrir dauðanum) stuðla að kerfi, þar sem lyf og heilbrigðisþjónusta er að verulegu leyti greidd úr sameiginlegum sjóðum landsmanna, sem ofangreindir stjórnmálamenn stýra. Slíkir sjóðir eru óþrotgjarnir.
Í hjálögðum fréttaskýringaþætti er sögð skrítin saga, sagan af kófinu; ævintýralegum tilraunum með sýkla í dýrum og hagsmunafléttum embættisræðis, vísindasamfélagsins og stjórnvalda, þ.e. löggjafarvaldsins. Hún er í hnotskurn þessi:
Árið 2014 hefja þrír erfðafræðingar, Peter Dazek og Ralph Barric frá Bandaríkjum Norður-Ameríku (BNA)í samvinnu við Zhenli Shi frá Kína, rannsóknir á því, hvernig megi flytja sýkla úr leðurblökum í mýs, sem hafa verið mann-mengaðar, þ.e.a.s. lungu þeirra tillíkjast nú fyrir tilstilli erfðatækni lungum manna. Starfsemisauki (gain of function) er það kallað.
Hugmyndin er sú, að gera tilraunir með bóluefni á hinum mannbreyttu músum, sem kynni að gagnast mönnum. Einnig er horft til þess, hvort fólk gæti smitast við þessar sýklayfirfærslur. Rannsóknirnar eru fjármagnaðar af Þjóðarheilbrigðisstofnun BNA (NIH). Þar er í fyrirsvari Anthony Fuci. Rannsóknirnar eru stundaðar á rannsóknarstofu í Wuhan. Í október 2019 kemur í ljós, að fiktsýkillinn smiti manna á milli. Fjöldi manna á hersýningu í Wuhan dreifir sýklinum út um allt, en smit höfðu þegar átt sér stað í september. Heiðarlegir starfsmenn reyndu að vara við, en það var þaggað niður í þeim með ýmsum hætti. Um þrem mánuðum síðar tilkynntu Kínverjar Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni um málið.
Fyrr en varði hafði smitið dreifst um alla veröld. Litið var til lyfjaframleiðanda sem frelsara mannkyns. Svo einkennilega vildi til, að NIH og Lyfjafyrirtækið, Moderna, höfðu gengið í eina hagsmunasæng. Í skugganum stóðu svo fulltrúar opinberra sjóða og einkafjármagnaðra slíkra. Pfizer er þar á meðal. Það er hins vegar ekki fyrirtækið, Johnson og Johnson. Bólusetning með þeirra lyfi var stöðvuð um hríð. Það vill einnig svo til, að löggjafarþing BNA hafði, skömmu áður en veiran slapp út frá Kína, samþykkt lög þess efnis, að lyfjafyrirtæki nytu friðhelgi í sambandi við framleiðslu lyfja í neyðarástandi.
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að stjórnvöld róa að því öllum árum með góðu og með illu, að bólusetja fólk með lyfjum frá helstu lyfjafyrirtækjum og í BNA ekki síst frá þeim fyrirtækjum, sem NIH á hlut í.
Þar sem nú virðist ljóst, að bóluefnin stuðli ekki að ónæmi, hefur skilgreiningu bólusetninga verið breytt í þessa veru: Bólusetning er sú aðgerð að kynna bóluefni fyrir líkamanum í því skyni að vernda hann frá sérstökum sjúkdómi. Horfin er úr skilgreiningunni það ætlunarverk, að stuðla að ónæmisviðbragði líkamans.
Samfara þessu virðist eiga sér stað samvinna fjölmiðla, þar með talin samvinna við tæknirisanna, sem samfélagsmiðlana reka, lyfjafyrirtækja og stjórnvalda (sóttvarnaryfirvalda, ríkistjórn) um að leyna staðreyndum framvindunnar og þagga niður umræðu um hana.
Þróunin er í flestu tilliti ógnvænleg. Óheiðarleiki stjórnvalda, embættismanna, fyrirtækja og vísindamanna, sem jafnvel ljúga fullum fetum og nota embætti sín og menntun til að skapa falskan trúverðugleika, er bein ógn við lýðræðið. Það er sýklahernaður að yfirlögðu ráði líka, en trúlega er hér um að ræða afdrifaríkt fikt með erfðir. Einnig er lærdómsrík samvinna gerræðisafla í landi hinna frjálsu, fyrirmyndarlýðræðisríkinu sjálfu, og flokkseinræðisríkis.
https://www.youtube.com/watch?v=91Ib5NjSZ-o
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021