Meðal frumbyggja Ástralíu bar afinn sértaka ábyrgð á siðun og þjálfun afastrákanna sinna. Það mun hafa tekið um það bil áratug að þjálfa siðaðan, góðan veiðimann. Þá voru ungu karlarnir tilbúnir til að axla ábyrgð eiginmanns og föður. Eins og gefur að skilja voru brúðgumar allmiklu eldri en brúðir, þegar foreldrarnir leyfðu þeim hjúskap. Stundum voru barnungar stúlkur og unglingspiltar heitbundin, löngu áður en til giftingar kom. Þá var víða um að ræða tilraunagiftingu undir umsjón foreldra til að kanna, hvort brúðhjónin ættu saman. (Svipað fyrirkomulag gilti miklu víðar.)
Með breyttum lífsháttum týnist afi. Hans Hämäläinen við háskólann í Turku segir: Siðustu áratugina hefur hlutverk móður-og föðurforeldra verið rannsakað víðsvegar Engu að síður hefur öfum verið veitt miklu minni athygli en ömmum.
En nú hafa tvær hugumstórar konur lagt upp í björgunarleiðangur. Ann Buchannan (f. 1941) og Anna Ullica Rotkirch (f. 1966) ritstýrðu alþjóðlegu ritverki um efnið: Afar í alþjóðlegu ljósi (Grandfathers: Global Perspectives), sem kom út árið 2016. Um er að ræða greinasafn margra höfunda. Höfundar hafa verið tilnefndir til verðlauna fyrir framlag sitt.
Ann er enskur félagsráðgjafi og sálfræðingur með áratuga reynslu af störfum og rannsóknum á börnum og fjölskylduhögum. Hún hefur m.a. starfað við háskólann í Oxford.
Fyrir nokkrum árum síðan gerði Ann rannsókn á hálfu öðru þúsundi dæmigerðra barna (dæmigerðu úrtaki representative sample) í Wales og á Englandi, þar sem m.a. var hugað að þýðingu ömmu og afa í lífi þeirra. Lykilniðurstaðan var sú, að þátttaka móður- og föðurforeldra tengdist aukinni velsæld barnanna. Rannsóknin hefur síðar verið endurgerð með svipuðum niðurstöðum víðar.
Á grundvelli þessa segir Ann: Í ljósi þess, að móður- og föðurforeldrar leggja svo mikla umhyggju og stuðning af mörkum við næstu kynslóð, má það sæta furðu, að lög séu miðuð við ráðandi kjarnafjölskyldufyrirkomulag, [þar sem] ömmur og afa eiga engan rétt í sambandi við barnabörnin. Þetta hefur skapað ómældar þjáningar fyrir ömmur, afa og börn, á liðnum áratugum, þegar upplausn fjölskyldunnar ágerðist.
Anna Ullica Rotkirch (f. 1966 ) er finnskur félagsfræðingur, rannsóknastjóri á lýðfræðirannsókna stofnun í Finnlandi, sem heitir því óþjála nafni Väestöliitto. Hún hefur sérhæft sig í fjölskyldurannsóknum. T.d. hefur hún rannsakað það áhugavera fyrirbæri, hvort ömmur og afar sinni stjúpbarnabörnum af sömu alúð og raun- eða ættleiddum börnum. Hún komst að því, að svo væri ekki. Í ljósi fjölda stjúpbarnafjölskyldna og algengs tengslarofs barna við ömmu og afa, þegar fjölskyldan leysist upp, hlýtur þetta að valda áhyggjum.
Í bókardómi segir svo frá: Höfundar álykta sem svo, að það væri samfélaginu til hagsbóta að hvetja afa til virkrar þátttöku í lífi barnabarnanna og færa rök fyrir réttindum afanna til samvista við þau,
Í hjálagðri grein tínir Rozzette Cabrera til helstu niðurstöður rannsókna á þessu sviði.
Skemmtilegur og uppörvandi lestur.
https://spotlightstories.co/why-kids-need-their-grandparents/?utm_source=page_sm&utm_medium=facebook&utm_campaign=e1339474-b14b-49e4-a373-3fb6ede9389a&utm_content=parents&fbclid=IwAR0_EisQP_dP66wpZTC4-_CaheJ5TF6nkKHUw9ooHTG6UANATuno1Fs_KIE
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021