Hér fylgir krækja á þýðingarmikinn texta Sólveigar Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formanns Eflingar, sem sagði af sér um daginn. Hún telur sig fórnarlamb ofbeldis af ýmsu tagi - skilst mér. Nú fræðir hún samlanda sína um, að hún hafi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi og kynferðislegri áreitni - eins og afar margar konur reyndar, samkvæmt ótal könnunum á hugsun þeirra og tilfinningum, til dæmis á vegum ASÍ, íslenskra stjórnvalda og Sameinuðu þjóðanna.
Hráskinnaleikurinn er nú orðinn að kynjastríði. Aðalskúrkurinn mun vera starfsmaður Eflingar til tæpra þrjátíu ára, Tryggvi Marteinsson, greinilega kyndólgur, að dómi Sólveigar Önnu. Eftir því sem ég best veit, hefur ekki komið fram, í hverju hótanirnar fólust, en mér kæmi ekki á óvart, að nauðgun að hætti kvenfrelsunarfélagsskaparins, Öfga, komi þar við sögu. Leikendur eru fleiri. Samkvæmt Sólveigu Önnu greinast þeir eftir kynjum; Drífa Snædal, forsæta ASÍ, og framkvæmdastýran, sem hún réði, Halla Gunnarsdóttir, svo og skúrkurinn, Magnús M. Norðdahl, lögfræðingur ASÍ.
Það ætti að vera alkunna, að ávirðingar um kynferðislegan dólgshátt, ákærur og útskúfun í því sambandi, er ein leið kvenfrelsara til lýðræðislegrar yfirtöku samfélagsins. Kvennaþríeykið, sem hér er í aðalhlutverkum, deilir sannfæringunni um kúgun kvenna og draumnum um kvennaríkið, sem þegar er í burðarliðnum. Það á eftir að koma í ljós, hvort umræddur leikur svo sé þáttur slíkra hernaðaraðgerða, en stuðningur Magnúsar við starfsbróður sinni ber karlfólskusamstöðunni þó glöggt vitni.
Magnús kveður kynbróður sinn opinberlega með þessum orðum, þegar í ljós kemur, að honum hafi verið sagt upp: Ömurlegar fréttir kæri félagi á löngum ferli mínum í störfum fyrir þetta stóra stéttarfélag hefur við mig aldrei orði verið á þig hallað þvert á móti.
Sólveig Anna bregst snöfurlega við: Með orðum þínum lýsir þú frammi fyrir almenningi samúð og stuðningi við geranda í ofbeldismáli, og kastar um leið opinberlega rýrð á frásögn mína sem þolanda hótunar af hálfu viðkomandi. [Það er enn ekki dæmt í málinu við opinberan dómstól.]
Á síðustu árum hefur átt sér stað talsverð umræða og vitundarvakning um hlutverk verkalýðsfélaga í málum sem snúa að kynbundnu ofbeldi og áreiti. Sem dæmi um þessa vitundarvakningu þá framkvæmdi Varða - rannsóknastofnun vinnumarkaðarins rannsókn á fjölda, úrræðum og afdrifum mála sem varða kynferðislega og kynbundna áreitni og ofbeldi, en það var miðstjórn ASÍ ásamt stjórn BSRB sem fól stofnuninni þetta í kjölfar annarrar bylgju MeToo. [Forkona þess félagsskapar er Sonja Ýr Þorbergsdóttir.]
Ég tel að með framgöngu þinni hafir þú gert Alþýðusambandið vanhæft til aðkomu að málum sem snerta kynbundið ofbeldi og áreiti. Stofnun sem felur karli með þín viðhorf og hugmyndir um hvað telst ásættanleg opinber framganga í slíkum málum stöðu æðsta lögfræðivalds hefur tapað trúverðugleika sínum. Enginn þolandi í kynbundnu ofbeldis- eða áreitnismáli getur treyst því að mál þeirra fái faglega eða hlutlausa meðferð af hálfu ASÍ meðan þú gegnir þar þeirri stöðu sem þú gerir.
Mee-too er hljómgrunnurinn. Hann á aftur dýpri hljómgrunn í alþjóðlegum samningum og íslenskri löggjöf, þar sem lýst er yfir, að karlmenn séu kúgarar kvenna og að ríkin skuldbindi sig til að uppræta hana. Hráskinnaleikurinn í Eflingu gæti verið einn þáttur í þessu verðuga ætlunarverki. Hvernig, sem á það verður litið, er um að ræða hörmulega stjórnun.
Vonandi er um að ræða annan storm í vatnsglasi eins og í Orkuveitu Reykjavíkur. En það mun bulla undir Magnúsi. Hugsanlega segir hann upp að velathuguðu máli eins og fyrrverandi forstjóri Landsspítala, Páll Matthíasson.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/11/12/faerslan_min_er_einungis_kvedja_til_starfsfelaga/
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021