Trokhym Denysovych Lysenko (1898-1976) var úkraínskur bóndasonur, sem náði til gífurlegra metorða í Ráðstjórnarríkjunum sálugu, eftirlæti Joseph Vissarionovich Stalin (1878-1953), leiðtoga þeirra, margverðlaunaður fyrir vísindastörf í þágu fólksins. Hann hlaut til að mynda Lenínorðuna átta sinnum.
Trokhym var ákafur stuðningsmaður byltingarinnar og efnishyggjumaður fram í fingurgóma. Grundvallarhugsun hans í búvísindum og ræktun var sótt í þekkingarfræði Karl Marx, þ.e. að sannleikurinn birtist í starfanum. Því taldi hann einnig, að sáðkorn myndi læra og aðlagast aðstæðum vistkerfisins. Hann beitti einnig stéttakenningu Karls, þ.e. að einstaklingum innan sömu stéttar væri eðlislægt að sýna samstöðu. Því myndu plöntur t.d. ekki berjast um næringuna í jarðveginum. Stéttvísin virtist þó geta orðið brigðul, því stundum gæti hveiti alið af sér rúg, væri rétt að korninu farið.
Ofangreindar kenningar urðu leiðarvísir bændum. Þeim var kennt að sá fræjum miklu þéttar en áður hafi tíðast. Erfðavísa taldi Trokym ekki vera til. Hins vegar spryttu erfðirnar úr hverjum líkamshluta lífverunnar. Reynsla einnar kynslóðar myndi skila sér til hinnar næstu. Kenningar hans bera keim af kenningum franska erfðafræðingsins Jean-Baptiste Pierre Antoine de Monet, Chealier de Lamarck (1744-1829). Aðrar kenningar vestrænna erfðafræðinga eins og austurríska fjölfræðamunksins, Gregor Johann Mendel (1822-1884), virti hann að vettugi og kallaði vestræn heimsvaldafræði.
Enski náttúrufræðingurinn, Charles Robert Darwin (1809-1882) var að vísu í nokkru uppáhaldi, því Trokhym áleit, að jarðrækt hefði skipt verulegu máli í vísindum hans og væri því efnishyggja í anda Karls. Trokhym sagði m.a.: Sjálfum tókst Darwin ekki að leiðrétta kenningavillur þær, sem hann átti sök á. Það voru sígildar kennisetningar Marxhyggjunnar, sem settu skekkjur [Darwin] í brennidepil, afhjúpuðu þær.
Trokhym var í fararbroddi tilrauna Jósefs, leiðtoga síns, með samyrkjubúin, þ.e. þegar Jósef gerði með góðu og illu örreitisskika sjálfseignarbænda upptæka og skeytti saman til sameiginlegrar akuryrkju. Aðferðum Trokhym var beitt með þeim árangri, að milljónir manna horféllu. Annar gáfumaður, Mao Zedong (1893-1976), leiðtogi Kínverja, innleiddi sömu aðgerðir í Kína. Þar horféllu um þrjátíu milljónir manna í Stóra stökkinu fram á veg á sjötta áratugi síðustu aldar.
Trokhym, sem hlaut doktorsnafnbót í búvísindum ungur að árum, hlaut einnig margvíslegar vegtyllur í menntakerfinu. M.a. var hann skipaður forstjóri Erfðafræðideildar Vísindastofnunar Ráðstjórnarríkjanna árið 1940. Þar ríkti hann meður sóm og sann, í valdtíð Jóseps og Nikita Sergeyevich Khrushchev (1894-1971). Gagnrýni vestrænna vísindamann vísaði Trokhym á bug. Einu sinni var honum bent á reikningsvillu í rannsóknarskýrslu. Hann brást snöfurlega við gagnrýninni og staðhæfði, að stærðfræði ætti ekki heima í líffræði.
Trokhym varð í raun alræðisherra búsvísinda í Ráðstjórnarríkjunum. Erfðavísindi voru bannfærð, erfðafræðingar voru handteknir, þeim útskúfað eða þeir drepnir, því þeir væru ýmist andbyltingarsinnar, uppreisnarseggir eða heimsvaldasinnar. Hinn spaki Trokhym taldi fram í andlátið, að ef svo háttaði til, að vísindi og hugmyndfræði greindi á, hefði hugmyndafræðin meira vægi.
Þessi menning er reyndar afar áþekk útskúfunarmenningunni við menntastofnanir í vestrænum lýðræðisríkjum samtímans og niðurlægingu þeirra. Þar eru vísindi skotin í kaf með hugmyndafræði, hugboð talin gild vísindi, kvenkyn eða húðlitur talin öðrum eiginleikum ofar, þ.e. hæfni í sjálfu sér, og náms- og hæfnikröfur lækkaðar til að þóknast skussum eða hugmyndafræðimiðlungum.
Enda þótt Trokhym gæti verið grimmur við þá, sem mæltu honum í mót, var hann að sögn góður við dýr. Hann var sannfærður um, að umhyggja, auðsýnd bústofninum, myndi auka afurðir hans, t.d. myndi nyt kúa aukast. Mér er ekki kunnugt um, hvort hann hafi leikið fyrir kusurnar þýða og ljúfa tónlist, svo þær léku við hvurn sinn fingur og mjólkuðu betur. En það ku vera staðreynd í búfjárvísindum um þessar mundir, svo fremi að ekki sé um að ræða tónsmíðar hvíta karla, því þeir eru tortímendur í sjálfu sér samkvæmt kvenfrelsunarkenningum Vesturlanda.
Arfur Trokhym virðist lifa góðu lífi á Vesturlöndum. Stofnað hefur verið til verðlauna í nafni hans, fyrir sigri hrósandi hugmyndafræðinga í vísindum.
https://www.mindingthecampus.org/2021/10/28/introducing-the-minding-the-campus-lysenko-award/?utm_source=NAS+Email+General&utm_campaign=3141f79685-RSS_EMAIL_CAMPAIGN&utm_medium=email&utm_term=0_407924b2a9-3141f79685-236730470&mc_cid=3141f79685&mc_eid=3f29f8eb4a
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021