Bandaríki Norður-Ameríku eru forustusauðir samfélagsþróunar á Vesturlöndum. Það á einnig við um skóla og menntun. Í námsgreininni, kynjafræði, er kennt, að kyn séu í raun ekki til, hugarfóstur. Því skuli hver og einn skilgreina og endurskilgreina eigin kynskilning.
Foreldrar eru greinilega ekki einhuga um ágæti þessarar fræðslu. Hér er frétt um efnið. Móðir gerir uppreisn á fundi skólanefndar og les m.a. úr því lesefni, sem skólabörnum er ætlaður. Nefndin reyndi að þagga niður í henni. Samkvæmt fréttinni tísti einn nefndarmanna, Karl Frisch, svohljóðandi:
Svo það sé alveg á hreinu; ekkert mun trufla trúfestu skólanefndar gagnvart lesbíum, hommum, tvíkynungum, kynskiptingum, hvorugkynungum (hinsegin), millikynungum og kynleysum [LGBTQIA lesbian, gay, bisexual, transgender, queer, intersex, asexual], svo og nemendum, fjölskyldum og starfsliði. Ekkert!
Bækurnar fjalla um kynlíf fullorðinna karla og drengja, alls konar kynferði eða kynleysur, allra handa kynlif að öðru leyti, t.d.: um kyn- og kynþáttarörvæntingu drengs, sem enn hefur ekki uppgötvað, að hann sé samkynhneigður; um hugarvíl stúlku, þegar rennur upp fyrir henni, að hún sé tveggja-anda persóna í kjölfar umræðu við vinkonurnar, sem upplýsa hana um, að hin fornu kynrit útiloki hið góða líf; um uppgötvun þeldökkrar telpu á kynferði sínu, kúgun kvenna og blakkskinna; um valdeflingu unglingsstúlku í anda töfraraunhyggju, en með hana að vopni brýtur mærin til mergjar sameiginlega þætti kynþáttafordóma, kynárása og kynslóðaáfalla, og svellur móður að greiningu lokinni; um blökkustúlku, sem yfirgefur vinahóp hvítra stúlkna, leitar á náðir litsystra sinna og kemst þá að því, hvernig mismunun svertingja, örýgi eða örárásir (microaggression) og meðvirkni sjálfrar hennar, móta tengslin heima við og í skólanum.
Þessum kennslubókum er mælt með af deild í Samtökum norður-amerískra bókasafna (American Library Association), sem nefnd er Bókasafnsþjónustu fyrir yngri fullorðna, (Young Adult Library Services YALSA). Samkvæmt sama miðli hefur þessi þjónustudeild talsverð áhrif á, hvers konar bækur skólabókasöfnin kaupa inn. Þar sé lögð áhersla á, að mæla með róttækum bókum (far-left political influence), sem áhrif hafa á móttækilega, unga huga.
Það er ekki síður athyglivert, að þjónustudeildin mælir með bókum, sem innihalda kynferðislegar og hugmyndafræðilegar öfgar nú einnig myndablöð um efnið. Eitt slíkra rita, sem um ræðir fyrir aldurshópinn 12 til 18 ára, er Hinseginkynið (hvorugkynið). Minningar (Gender Queer: A Memoir), eftir Maia Kobabe (f. 1991). Kynskilningur þess er á þá leið, að það sé hinsegin, kynlaus og margskauta (nonbinary).
Íbúar í landi hinna frjálsu bregða upp framtíðarspegli Íslendinga. Spegill, spegill, herm þú mér .
https://www.dailywire.com/news/watch-mom-reads-graphic-gay-porn-found-in-school-library-to-school-board?utm_source=facebook&utm_medium=social&utm_campaign=benshapiro&fbclid=IwAR2uFF1RFb0wwgfxVEQ_8KFek7fmZAy9cVCF7S4BugsQd3qn0c4iR8nUnsc
Nýjustu færslur
- Síonistabyltingin og gjöfulir Gyðingar. Byltingargyðingaprest...
- Baráttan fyrir betri heimi á nítjándu öldinni. Jafnaðar- og b...
- Baráttan fyrir betri heimi á nítjándu öldinni. Jafnaðar- og b...
- Gáttir Helvítis munu yður opnast. Stríðsyfirlýsing Ísraels og...
- Uppreisn í Ísrael og friðarhöfðinginn í Hvíta húsinu
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021