Eins og landsins börnum mun kunnugt, samþykkti Alþingi Íslendinga lög um kynrænt sjálfræði (nr. 80/2019). Þau voru samkvæmt upplýsingum Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, aðalhvatamanns þeirra, samin af forkonu kynskiptingafélagsins í ríkinu (Trans Ísland), Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur, kynjafræðingi, og heilbrigðismálaráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, íslenskufræðingi. Hvorar tveggju eru svarnir kynfrelsarar og berjast fyrir samstöðu kvenfrelsunar- og kynskiptakvenfrelsunarhreyfinga (transfeminism).
Allir þekkja kvenbyltingarhugsun og störf Svandísar. Hina merku Uglu Stefaníu þekkja líklega færri, þrátt fyrir, að hún sé ein voldugasta kona heims. Hún var þátttakandi í ráðstefnu á vegum Kvenréttindafélags Ísland um efnið. Í inngangi kom m.a. fram, að í sögulegu ljósi séð, hafi á Íslandi um langt skeið ríkt samhugur kvenréttindahreyfingar og baráttusamtaka lesbía, homma, tvíkynunga, kynskiptinga og hinsegin fólks (LHTKH eða LGBTQ, þ.e. lesbian, gay, bisexual, trans, queer).
En þar segir Ugla Stefanía (mín snörun): Ég berst af sjónarhóli kvenfrelsunar. Þess vegna fór ég í mastersnám í kynjafræðum (gender studies) t.d. Hugur minn stóð til þess að finna persónulegri reynslu og aðgerðum einnig stoð í æðri fræðimennsku og [samtímis] víkka út sjóndeildarhringinn.
Ugla Stefanía upplýsti, að hún hefði unnið á vegum kvenfrelsunarhreyfinga eins og Stígamóta og baráttuhreyfinga LHTKH. Hún heldur áfram: Það hefur ævinlega verið augljóst, að barátta kvenfrelsara og baráttumanna fyrir réttindum LHTKH ætti samleið, því við háum stríð gegn sömu hugmyndunum, sama kúgunarkerfinu, feðraveldinu, kynjatvískautun.
Það á við um Uglu Stefaníu eins og marga sams konar baráttumenn, að þeim er meinilla við málfrelsi, og er tamt að líta á annars konar skoðanir sem hatursplæp.
Í ljósi þessa er auðskilin samvinna Katrínar, Svandísar og Uglu Stefaníu. Allar berjast þær fyrir kven- eða hvorugkynsveldinu. Alþingismenn fljóta sofandi að feigðarósi og láta kyneymdarhugmyndafræðingana teyma sig eins og leikskólabörn í bandi.
Norður-ameríski lögfræðingurinn, Catharine MacKinnon (f. 1946) er einn meginhugmyndafræðinga VG og Katrínar. í ritgerðinni: Kvenfrelsun, Marxhyggja, aðferð og ríkið. Drög að kenningu (Feminism, Marxism, Method, and the State: An Agenda for Theory), líkir hún stéttarlegu arðráni og kúgun við kynstéttarkúgun, og þar með skilgreiningu konunnar. Catarine segir m.a.:
Gagnkynhneigð er fyrirkomulag [kúgunarinnar], kynferði og fjölskyldan er hið storknaða mót; kynhlutverk endurspegla það í hugarfari þegnanna (social persona); æxlun er afleiðing þess og drottnum ær þess og kýr. [Fylgismenn Marx og kvenfrelsunar] eru hvorir um sig á einu máli um, að aðalviðfangsefni stjórnmálanna séu tengsl, þar sem [annars vegar] margir vinna og fáir njóta góðs af og [hins vegar] þar sem fáir serða og margir eru sorðnir.
Fleiri hugmyndafræðingar kven- og kynfrelsunar leggja orð í belg:
Breski heimspekingurinn, Janet Radcliffe Richards (f. 1944): Kvenfrelsun er róttæk eðli sínu samkvæmt ... við berum okkur fyrst of fremst illa undan stofnunum ... Sé litið um öxl er það engum vafa undirorpið, að samfélagsgerðin var til þess ætluð að tryggja körlum fullkomið vald yfir konum.
Norður-ameríski taugafræðingurinn, Ruth Harriet Bleier (1923-1988): Í ímyndunarsamfélagi, án gilda eða þvingunar í sambandi við kynlíf, myndi fólk væntanlega fullnægja þörf fyrir kynlíf, nánd, vináttu, ást og hlýju með alls konar þeim hætti, sem ekki væri undir áhrifum eðlisbundins kynferðis. ... Sérstaklega eru það stofnanir og hugmyndafræði gagnkynhneigðarinnar (þ.e. gagnkynhneigðarfólskan (heterosexism)), sem umfram önnur [samfélags]öfl viðhalda undirokun kvenna í félagslegu, efnahagslegu og stjórnmálalegu tilliti.
Norður-ameríski stjórnmálafræðingurinn, Rosalind Pollack Petchesky (f. 1942): Þar eð kynskipting ríkir í sambandi við meðgöngu barna, sem [þar með] skilgreinir stöðu kvenna, gætu stjórnvaldsaðgerðir með áherslu á efnaleg hlunnindi og þjónustu í því skyni að stuðla að barneignum, létt móðurbyrðina. En [slík aðstoð] gæti viðhaldið gildandi kynskiptingu vinnunnar og kúgunar kvenna. ... Umhverfing ríkjandi æxlunarfyrirkomulags í anda kvenfrelsunar og jafnaðarstefnu fæli í sér ... nýja tegund tengsla . ... Við krefjumst gjörtækra breytinga.
Umrædd lög eru einmitt liður í þessum gjörtæku breytingum, sem Rosalind boðar. Í hnotskurn segja þau, að kynin séu að minnsta kosti tvö. Þó hefur Katrín enn þá ekki svarað fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um fjölda þeirra. En hvernig sem því víkur við er talið, að nýfætt barn sé hvorki kven- né karlkyns í sjálfu sér, heldur sé því úthlutað kyni.
Renni upp fyrir barni eða forráðamönnum þess, að því hafi verið úthlutað röngu kyni, má því sem hægast breyta. Breytingin getur hafist snemma á unglingsaldri með inntöku viðeigandi kynvaka (kynhórmóna). (Forseti Bandaríkja Norður-Ameríku, Joseph Biden, nefnir t.d. tíu ára aldur.) Lokahnykkurinn er kynleiðrétting.
Án tillits til nýúthlutunar kyns, sem á sér stað á Barna- og unglingageðdeild Landsspítalans, getur hver og einn valið að skrá kyn sitt hlutlaust, þ.e. hvorugkyns. Nöfn getur fólk aukin heldur valið að vild, án tillits til þess kyns, sem því er úthlutað.
Katrín Jakobsdóttir og VG, sem barist hafa fyrir lögleiðingu nýrra kynja, leiða oss enn frekar inn á vettvang kynleysunnar í frumvarpinu neðan máls. Þessi leiðangur er kvenfrelsurum sumum hverra málfarsleg raun, því lög kveða á um jafnrétti karla og kvenna eins og ráðgjafahópurinn bendir á. Hvorugkynið skapar vandræði:
Í þessu sambandi er vert að benda á að ýmis ákvæði laga sem fjalla um kynjajafnrétti miða að því að jafna þátttökumöguleika og áhrif karla og kvenna í samfélaginu og byggjast á því að fjöldi hvors kyns á hverjum tíma sé svipaður. Dæmi um þetta eru ákvæði sem kveða á um lágmarkshlutfall karla og kvenna í nefndum, ráðum og stjórnum. Slíkar reglur geta eðli máls samkvæmt tæpast tekið fullum fetum til einstaklinga með hlutlausa skráningu kyns enda er sá hópur mun minni en hinir tveir. Kynsegin kjósendur eru fjörutíu að tölu, svo ályktun hins þverráðuneytislega ráðgjafahóps er óneitanlega skarpleg.
Eftir því sem kynhvarfinu vindur fram, þ.e. að aukinn fjöldi karla kvengervist til hvorugkyns (þar sem kvengildi eru í heiðri höfð), liggur við borð, að þríkynjajafnrétti náist ekki, fyrr en hvorugkynið í ýmsum tilbrigðum er komið á par við hin fornu kyn, karl- og kvenkyn. Í stjórnun fyrirtækja t.d. yrðu að sitja 33.3% hvorugkyns, 33.3% kvenkyns og 33.3% karlkyns. Unnið er að því að útbúa sérstaka aðstöðu hjá hinu opinbera fyrir hvorugkynið, svo að manneskjuréttindi og kynréttindi verði tryggð.
Svo kemur að því, að þeir, sem þriðja kynið eða hvorugkynið skipa, aðgreinist í fleiri undirhópa samkvæmt nánari sjálfsskilgreiningu hvers og eins. Það mun vafalítið verða erfitt hlutskipti að taka að sér starf í Kynúthlutunarstofnun Íslands. Í hinum nýjum lögum um kynrænt sjálfræði er nefnilega talað um úthlutun kynferðis eins og drepið var á. Á grundvelli hennar verður vafalaust reist skrifræðisbákn eitt mikið í líkingu við jafnréttisbáknið.
Lausnarorð löggjafa og stjórnsýslu kemur frá Danmörku, manneskja (menneske) sem íslenskukennari minn kallaði mannsveskju. Nú verða feður, mæður, börn, eiginkarlar og -konur, að manneskjum eða jafnvel að enn skrítnari eskjum. Það verður svipaður öfugsnúningur með manneskjuna og skurðina í löndum bænda. Fyrst voru þeir grafnir (á kostnað skattgreinenda að mestu), en nú skal ofan í þá mokað (aftur á kostnað skattgreiðenda). Í skólakerfinu var mikilli atorku beitt til að útrýma mannsveskjunni, á sínum tíma. Nú bjargar hún löggjafanum undan tvískautunarkynfárinu (eðlislægu kven- og karlkyni) í jafnréttislögunum svona hér um bil.
Nokkur dæmi: Í stað orðanna faðerni eða móðerni kemur: foreldrastöðu manneskju gagnvart barni.
Við ... bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Hið sama á við ef barn, sem gift manneskja sem breytt hefur skráningu kyns hefur alið en getið er utan hjónabands, hefur verið tilkynnt sem hjónabandsbarn með samþykki maka.
Í stað orðanna móðir deyðir barn sitt kemur: manneskja sem elur barn deyðir það.
Í stað orðsins móður þungaðrar manneskju; og í stað orðsins móður hinnar þunguðu.
Pari í hjúskap eða skráðri sambúð er heimilt að gefa hvort öðru kynfrumur. Það hélt ég reyndar hafi átt við síðan á tímum homo ramidus (Ardipithecus ramidus). Svo það er svei mér ekki seinna vænna að lögfesta það við Austurvöll.
Samtímis upprætingu hinna fornu kynja er unnið að námsefni fyrir skóla landsins í boði ríkisstjórnar og skattgreiðenda. Nýlega skilaði skýrslu nefnd Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra Framsóknarflokksins, sem ég hvet fólk til að lesa. Nefndin var í raun skipuð ellefu konum og einum pilti.
Konurnar í nefndinni leggja til grundvallar sömu kynhugmyndafræði og höfundar umræddra laga. (Það er gerð stuttleg grein fyrir skýrslunni í greininni: Kynliljur Lilju. Kynheilbrigði og ofbeldisvarnir í grunn- og framhaldsskólum. Af þvingaðri gagnkynhneigð og gagnkynhneigðarhyggju á: arnarsverrisson.is og arnarsverrisson.blog.is.)
https://www.althingi.is/altext/151/s/0021.html?fbclid=IwAR29co8KjA51k7CG0f0fPOUV6qSe_PAoso4JFknXmAc0_oWqWyd6KfajRJI
Flokkur: Bloggar | 18.9.2021 | 21:06 (breytt kl. 21:07) | Facebook
Nýjustu færslur
- Síonistabyltingin og gjöfulir Gyðingar. Byltingargyðingaprest...
- Baráttan fyrir betri heimi á nítjándu öldinni. Jafnaðar- og b...
- Baráttan fyrir betri heimi á nítjándu öldinni. Jafnaðar- og b...
- Gáttir Helvítis munu yður opnast. Stríðsyfirlýsing Ísraels og...
- Uppreisn í Ísrael og friðarhöfðinginn í Hvíta húsinu
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021