Peter Gregory Boghossian (f. 1966) er norður-amerískur heimspekingur, lektor við Portland State háskólann, þar sem hann kenndi í áratug. Árið 2017 stofnað hann, ásamt Helen Pluckrose, sagnfræðingi, og James A. Lindsay, stærðfræðingi, þríeyki til höfuðs vondri fræðimennsku.
Þeim var eins og mér farið að ofbjóða vísindaleg lágkúra í samfélags- og hugvísindum sérstaklega. Þau segja: Eitthvað hefur farið úrskeiðis í háskólunum sérstaklega á vissum sviðum hugvísinda. Fræðimennska, þar sem umfjöllun um félagsleg harmkvæli (social grievances) er mikilvægari en leit að sannleikanum, hefur grafið um sig. Hún er jafnvel allsráðandi á þessum vettvangi og hlutaðeigandi fræðimenn veitast að nemendum, stjórnendum og öðrum deildum, til að draga eigin veraldarsýn yfir höfuð þeim. Þessi heimssýn er hvorki vísindaleg né vönduð.
Þríeykið settist niður og skrifaði um tvo tugi fræðigreina á sviði menningar og vitundar (t.d. kynjafræða) og einnig svonefndrar rýnikenningar (critical theory). Sú kenning fékk byr undir báða vængi um tveim áratugum eftir lok síðustu heimsstyrjaldar eða um það leyti, sem stúdentaóeirðirnar stóðu sem hæst. Dæmi:
Peter og James skrifuðu greinina, Hugtakið reður sem félagssmíði. (The Conceptual Penis as a Social Construct). Höfundar segja m.a.: Hvað karlmennsku snertir er fyðillinn ruglingsleg smíði. Við færum rök fyrir því, að reðurhugtakið megi betur skilja í ljósi kynlifunar (performativity) sem afar sveigjanlega félagssmíði (social construct), fremur en líffæri. Greinin birtist í Cogent Social Sciences.
Ásamt Helen Pluckrose skrifuðu þeir félagar greinina Viðbrögð manna við nauðgunarmenningu og hinseginlifnaði í hundagörðum í borginni, Portland, Oregon (Human Reactions to Rape Culture and Queer Performativity at Urban Dog Parks in Portland, Oregon) í kvenfrelsunartímaritið, Gender, Place and Culture. A Journal of Feminist Geography. Í greininni halda höfundar því fram m.a., að kynlíf hunda varpi ljósi á nauðgunarmenningu þá meðal manna, sem karlmenn hafa stofnað til, og sé eitt helsta greiningarverkfæri í fræðimennsku kvenfrelsaranna.
Þriðja greinin, Okkar barátta er mín barátta (Our Struggle is My Struggle) birtist í kvenfrelsunartímaritinu, Affilia: Journal of Women and Social Work Affilia. Greinin er samsuða úr bókinni Baráttu minni, (Mein Kampf) eftir Adolf Hitler og stæling á orðavaðli kvenfrelsaranna um félagslegt réttlæti og kúgun kvenna. Greinin gengur nú undir nafninu, Kvenfrelsunar Mein Kampf.
Umsagnir um greinarnar voru almennt jákvæðar; gefandi og spennandi framlag til skoðunar ... á skörun endaþarmshneigðar og karlmennsku, frábært og [orð] í tíma töluð, og mikilvæg samræða félagsráðgjafa og kvenfrelsunarfræðimanna. Að sögn höfunda lögðu ritrýnendur oft og tíðum til enn þá fáránlegri texta, en þeir höfðu sjálfir samið.
Birting greinanna varð til þess, að háskólinn ýtti úr vör rannsókn á rannsóknum Peters. Hann ku hafa brotið siðareglur um rannsóknir. Nú er svo komið, að honum þótti ekki vært í starfi lengur og sagði því lausu 11. sept 2021. Bréfið er hjálagt. Hér er stiklað á stóru og þýddar nokkrar glefsur:
Það hvarflaði aldreii að mér ei heldur nú að tilgangur kennslu minnar væri sá að beina nemendum í farveg tiltekinnar niðurstöðu. Ég leitaðist fremur við að skapa aðstæður rökhugsunar; að hjálpa þeim til skerpa hugsun sína og gera þá þannig í stakk búna til að plægja akurinn, [sá og] uppskera eigin niðurstöður. Því gerðist ég kennari og þess vegna á kennsla hug minn allan.
Smám saman hefur háskólinn lagt stein í götu rökbundinnar þekkingarleitar (intellectual exploration). Vígi frjálsar hugsunar hefur hann umbreytt í félagsréttlætisverksmiðju. Einasti efniviður [framleiðslunnar] er kynþáttur, kynferði (gender) og fórnarlambsþjáning (victimhood). Afurðirnar eru harmkvæli og klofningur. Nemendum við Portland háskólann er ekki kennt að hugsa, heldur hljóta þeir þjálfun í að tileinka sér siðferðilega fullvissu hugmyndafræðinga. Þannig var lagður grundvöllur að móðgunarmenningu, sem veldur því, að nemendur kinoka sér við að tala hreinskilningslega og heiðarlega.
Snemma á ferli mínum við háskólann varð ég var við teikn ófrjálslyndis (illiberalism) Ég varð þess áskynja, að nemendur skelltu skollaeyrum við andstæðum skoðunum. Spurningar af hálfu deildarinnar, sem brutu í bága við rétttrúnaðinn (approved narratives) voru látnar sem vindur um eyru þyti. Þeir fengu skömm í hattinn, sem dirfðust að inna eftir rökum (evidence), sem réttlættu nýja stefnu stofnunarinnar. Og prófessorar voru ákærðir fyrir ofstæki, þegar þekkt rit hvítra, evrópskra heimspekinga, rötuðu inn á námsefnislista.
Í upphafi námsársins 2016-17 kærði mig fyrrverandi nemandi og háskólinn hóf níundu greinar rannsókn. [Kveður á um bann við mismunun. Eftirgrennslari háskólans innti nemendur eftir því] hvort þeim væri kunnugt um, að ég berði konu mína og börn. Þessar skelfilegu ásakanir urðu fljótlega að sögusögnum.
Rannsóknarréttur eða sýndardómstóll, Allsherjar fjölbreytni og meðveru (Global Diversity and Inclusion) háskólans gaf Peter ekki kost á að verja sig. Ei heldur voru honum kynntar ásakanir. Kennarinn var fundinn sýkn saka, en þó var mælt með leiðbeinandi endurhæfingu (coaching).
Fljótlega, eftir að hinar vísindalegu háðsgreinar komu fyrir sjónir fólks, fóru að birtast hakakrossmyndir á salerni skólans með nafni Peter árituðu. Stundum var krossinn hengdur á skrifstofudyrnar og stundum saurpoki.
Peter var einnig kærður fyrir óheiðarleg, vísindalega vinnubrögð, þar sem hann hafði komið fram við ritstjóra þeirra tímarita, sem tóku háðsgreinar hans og þremenninganna góðar og gildar, sem mannleg viðföng (human subjects). Peter var fundinn sekur um að gera rannsóknir á mannlegum viðföngum án leyfis.
Og áfram var Peter hrelldur; dreift var skrípamyndum af honum, hrækt á hann, starfsbræður og -systur hvöttu nemendur til að sniðganga kennslu hans. Fyrirlestrum Peter með heimsspekingnum, Christina Hoff Sommers og þróunarlíffræðingunum, Bret Weinstein og Heather Heying, var hleypt upp. Brunaboði var ræstur, þegar hann átti samtal við menningarrýninn, Carl Benjamin, hátalarar teknir úr sambandi, meðan á pallborðsumræðum við fyrrverandi verkfræðing hjá Google, James Damore, stóð. Háskólinn lét þetta gott heita, hreyfði hvorki legg né lið. Enginn fékk ákúru, engum var refsað.
Þetta snýst ekki um mig. Þetta lýtur að þeirri gerð stofnana, sem við óskum okkur og þeirra gilda, sem við kjósum. Sérhver frelsishugmynd hefur ævinlega [og] undantekningalaust, verið fordæmd í upphafi. Okkur er sem einstaklingum oft fyrirmunað að reka minni til þessarar lexíu, en það einmitt hlutverk stofnanna að minna á grundvallarrétt okkar til að draga í efa. Menntastofnanir ættu sömuleiðis að minna okkur á, að sá réttur sé jafnframt skylda.
Eitthvað þessu líkt á sér stað um allan hinn vestræna heim einnig, þegar raungreinar eru annars vegar. Samtímis fækkar karlmönnum, sem stunda æðri menntun. Þeir eru um fjórðungur til þriðjungs allra nemenda við æðri mennastofnanir og nærfellt horfnir úr samfélags-, heilbrigðis- og hugvísindum.
Það er dynur fyrir dyrum eða hvað?
https://www.cfact.org/2021/09/11/academic-intolerance-professors-full-resignation-letter/?fbclid=IwAR3QvQ4x0yxk08EvXfba77vGScMJW-gecC37tM_gcQ-Cn7BCXfyvP-dRKGE
Nýjustu færslur
- Stórar, saklausar stelpur og graðir græskugaurar. Kynrándýr
- Síonistabyltingin og gjöfulir Gyðingar. Byltingargyðingaprest...
- Baráttan fyrir betri heimi á nítjándu öldinni. Jafnaðar- og b...
- Baráttan fyrir betri heimi á nítjándu öldinni. Jafnaðar- og b...
- Gáttir Helvítis munu yður opnast. Stríðsyfirlýsing Ísraels og...
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021