Ég tottaði enn þá snuð og dúsu, þegar stríðið á Kóreuskaganum geisaði á árunum 1950 til 1953. Það var hryggilegur hildarleikur í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari, þar sem heimsveldin tókust á með þátttöku Sameinuðu þjóðanna. Um tvær milljónir manna voru drepnar, áður en eins konar sættir tókust, enda þótt aldrei hafi verið samið um eiginlega frið.
Skaganum var skipt í tvennt. Hvort tveggja ríkjanna kennir sig við lýðveldi. Norður-Kóreumenn hafa síðan lifað og hrærst í skjóli gömlu Ráðstjórnarríkjanna (Sovét nú Rússland) og alþýðuveldisins Kína. Rússar, sem höfðu þegið þekkingu á kjarnafræðum og -vopnum frá þýskum vísindamönnum (rétt eins Bandaríkjamenn), veittu Norður-Kóreumönnum hlutdeild í henni, skömmu eftir lok stríðsins. Bandaríkjamenn höfðu þá varpað kjarnorkusprengjum á japönsku borgirnar Hirosima og Nagasaki með skelfilegum afleiðingum.
Þegar mér fór að vaxa grön og áhugi kviknaði á alþjóðamálum, vakti þessi þróun mála athygli mína. Því gerðist ég áskrifandi að nokkrum málgögnum stjórnarinnar í Peking/Beijing og Pyongyang.
Ég fylgdist í þaula með skrifum um stóra stökkið fram á veg og menningarbyltinguna í Kína og mörg fleiri afrek landsföðurins, Mao Zedong (1893-1976). Eins og allir hinir, sem lásu verk Friedrich Engels (1820-1895) og Karl Heinrich Marx (1818-1883), sagðist hann hafa fundið hinu réttu túlkun hugsunar þeirra. Það varð kínverskur rétttrúnaður. Halldór Kiljan Laxness (1902-1998) hafði einu sinni á orði, að svo virtist sem enginn gæti lesið þýskar bækur, nema Kínverjar.
Handan suðurlandamæra Kína ríkti annar andans jöfur og landsfaðir, Kim Il-Sung (1912-1994). Í frásögnum þarlendra var hann sveipaður ofurhetjudýrðarljóma. Stundum varð mér á að kíma, þegar ég las um ævintýri þess ofurmennis. Hollur er heimafenginn baggi. Sonur hans, Kim Jong-il (1941-2011) var einnig ævintýralegt stórmenni.
Sonur hins síðarnefnda, sem nú er tekinn við, Kim Jong-un (f. 1984), skýtur föður sínum og afa jafnvel ref fyrir rass, enda dáður og dýrkaðar af þjóð sinni, sem hann heldur ánauðugri innan landamæra ríkisins. Kim leggur rækt við alþjóðlega ímynd sína, m.a. með þessari glæsilegu mynd (sjá neðanmáls) af sjálfum sér á hvítum stóðhesti eins og Napóleon forðum daga og Pútín sjálfur, en hann var ber að ofan. (Það gæti skipt sköpum.)
Í hjálagðri grein er að finna dágott og áhugavert yfirlit yfir glímu þeirra, feðga og langfeðga, í kóreanska keisaradæminu við alþjóðasamfélagið, einkum það, sem lýtur að þróun kjarnavopna. Það er grátbroslegt til þess að hugsa, hvernig Bandaríkjamenn hafa verið dregnir á asnaeyrunum.
Eins og margar þjóðir aðrar lögðu Norður-Kóreumenn ofuráherslu á það að eignast kjarnorkuvopn til að tryggja öryggi sitt í viðsjárverðum heimi. Stórveldunum hefur verið mjög í mun að takmarka dreifingu þeirra af augljósum ástæðum.
Opinberlega eru einungis fimm ríki, sem búa yfir þessum ógnvænlegum vopnum; Kína, Frakkland, Sameinaða konungsdæmið (Bretar), Rússar og Bandaríkjamenn. En það leikur varla vafi á því, að Ísraelar, Íranar, Indverjar, Pakistanar og Norður-Kóreumenn eigi slík vopn eða búi yfir þekkingu og tækni til að framleiða þau.
Því miður hefur mannkynið enn þá ekki borið gæfu til að eyða öllum gereyðingarvopnum í veröldinni. Hagsmunagæsla og valdatafl kemur í veg fyrir það. En alþjóðalögreglan, Bandaríkjamenn, fara stundum á kreik í því skyni.
George W. Bush (f. 1946) (eða ræðuritari hans, David Frum, og aðstoðarmaður hans, Michael Gerson) skilgreindi Norður-Kóreu meðal öxulvelda illskunnar, ásamt Írak og Íran. Afganistan flaut með sem felustaður Osama bin Laden (1957-2011), illvirkjans frá Sádí-Arabíu. Líklega hefur kjarnorkuvopnamáttur Norður-Kóreumanna og verndarhjúpur Kína, valdið því, að Bush eins og forverar hans, áræddu ekki að gera innrás í landið. En það urðu hins vegar örlög Afgana og Íraka. Enn sem fyrr hljómaði undirleikurinn frá SÞ.
Ætli sneypuinnrás Bandaríkjamanna og NATO í Afganistan hafi loksins sannfært leiðtoga heims um, að friður verði seint tryggður með ofbeldi heldur ekki í Kóreu.
En svo er engan veginn víst, að þeir sem braggast á vopnasölu, kæri sig um frið. Vopnaiðnaður og stríðsrekstur sér mörgum farborða í iðnríkjunum fyrsta heimsins.
https://www.foreignaffairs.com/articles/north-korea/2021-08-24/north-koreas-nuclear-family?utm_medium=newsletters&utm_source=twofa&utm_campaign=Winning%20Ugly&utm_content=20210903&utm_term=FA%20This%20Week%20-%20112017
Nýjustu færslur
- Stórar, saklausar stelpur og graðir græskugaurar. Kynrándýr
- Síonistabyltingin og gjöfulir Gyðingar. Byltingargyðingaprest...
- Baráttan fyrir betri heimi á nítjándu öldinni. Jafnaðar- og b...
- Baráttan fyrir betri heimi á nítjándu öldinni. Jafnaðar- og b...
- Gáttir Helvítis munu yður opnast. Stríðsyfirlýsing Ísraels og...
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021