Alþjóðlegi sjálfsvígsvarnadagurinn Harmleikurinn á Húsavík

Tíundi september er Alþjóðlegur sjálfsvígsvarnadagur (world suicide prevention day). Um er að ræða skelfilegan lýðheilsuvanda. Á ári hverju falla tugir Íslendinga fyrir eigin hendi. Það eru örþrifaráð. Engin hegðun önnur brýtur jafn skýrt í bága við grundvallarlögmál lífsins, þ.e. að lifa, bjarga sér og fjölga. Ungir karlar eru yfirgnæfandi meirihluti þeirra, sem velja þessa sorglegu útleið.

Sjálfsvígstíðni drengja og karla er skelfileg. Á aldrinum10-15 ára fremja tvöfalt fleiri strákar sjálfsvíg, heldur en stelpur; á aldrinum 15-19 ára eru þeir fjórum sinnum fleiri; á aldrinum 20-24 eru þeir fimm til sex sinnum fleiri. Sjálfsvígum karla fjölgar meira, en hjá konum. Samkynhneigðir piltar svipta sig þrefalt oftar lífi, miðað við stúlkur í sömu stöðu.

Þegar piltar og karlar missa sjónar á tilgangi lífsins eða geta með engu móti fundið lífi sínu tilgang; þegar þeir eru smánaðir; þegar þeir tapa baráttunni í skóla og lífi; velja alltof margir þeirra að svipta sig lífi. Bölsýni og depurð ræður för. Oft og tíðum er einsemdin kvöl. Annað böl er hópsmit. Ákvörðun um sjálfsvíg er stundum tekin vegna áhrifa frá öðrum, sem hafa valið slíkt óyndisúrræði. Það kemst í tísku eins og t.d. kynskipti barna og unglinga einnig eru í dag.

Útskúfunarsjálfsvíg karla, tengd ákúrum og kærum um kynofbeldi, eru tímanna tákn. Dæmi: Í New York Times var Liam Scarlett sagður hið nýja undrabarn meðal listdanshöfunda. Danski óperusöngvarinn, Jens-Christian Wandt, lýsti óvenjulegum listhæfileikum Liam. Hann steig fyrst á svið í Royal Ballet í Lundúnum sem dansari. Feril hans sem danshöfundur hófst um miðjan þrítugsaldur.

Listdanssýningar Liam hafa verið settar upp víða, m.a. í Kaupmannahöfn, Lundúnum og Queensland í Ástralíu. Liam var yngsti danshöfundur listadanssýninga við Royal Ballet í Lundúnum. Fyrir tveim árum sviðsetti hinn ungi listamaður sýninguna „Spar Dame“ í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Fyrrgreindur söngvari taldi hana einhverja bestu kvöldsýningu í fullri lengd, sem sett hafði verið á svið í Kaupmannahöfn um langa hríð. „Hann var ofurstjarna,“ sagði Jens-Christian. Hið konunglega leikhús kallaði Liam skærasta nýstirni í heim listdansins. Gagnrýnendur voru í skýjunum.

Við æfingar á „Spar Dame“ varð dynur fyrir dyrum. Kvartað var undan ósæmilegri hegðun Liam. Gróusögur sögðu hann hafa sýnt kynferðislega áreitni í Lundúnum gagnvart nemendum. Í Queensland var sýningum hans aflýst eins og annars staðar, enda þótt innanhússrannsókn leiddi í ljós, að enginn fótur væri fyrir áskökunum.“ Liam svipti sig lífi.

Áþekkir harmleikir gerast einnig á Íslandi. Dziugas Petrauskas var rúmlega hálfþrítugur knattspyrnumaður frá Litháen, sem leitaði frægðar og frama í útlöndum. Íslandi!! Hann fékk vinnu í kísilverksmiðjunni við Húsavík. Mannlíf og DV skýrðu frá sjálfsvígi hans fyrir rúmum mánuði síðan.

Í DV stendur: „Petrauskas var öflugur knattspyrnumaður sem spilaði aðallega sem hægri bakvörður. Hann átti leiki með U-18 og U-19 ára landsliðum Litháen. Þá spilaði hann í efstu deild Litháen fyrir liðið knattspyrnuliðið FC Ekranas allt þar til liðið varð gjaldþrota árið 2014 og var lagt niður. Liðið var síðan endurreist úr brunarústunum í fyrra og er Petrauskas minnst með hlýju á Facebook-síðu félagsins þar sem hrundið er af stað söfnun fyrir eftirlifandi systur hans.“

Hringbraut segir: „„Hann var svo hlý manneskja. Það eru orð sem lýsa honum best,“ hefur litháíski fréttamiðillinn Delfi eftir Arnas Borodinas, fyrrverandi liðsfélaga Dziugas Petrauskas.“

Mannlíf segir: Hann „.. svipti sig lífi … [V]ar ástæðan sú að hann hafði verið ásakaður um kynferðisbrot. … Heimildir Mannlífs herma að hann hafi verið borinn sökum um þetta brot og það hafi verið tilkynnt til lögreglu. Petrauskas var í framhaldinu yfirheyrður af lögreglu. Eftir það greip hann til þess örþrifaráðs að fyrirfara sér.“

Íbúar Húsavíkur sýndu minningu þessa ólánssama, útlenda gests okkar virðingu með kyrrðar- og minningarstund í Húsavíkurkirkju þann níunda ágúst. Það bera að lofa.

Eins og sérhverju mannbarni vafalaust er kunnugt, ungu og öldu, hafa kærur kvenna um kynofbeldi af hálfu karla gengið eins og eldur í sinu um samfélagið síðustu árin. Þær eru margvíslegar, t.a.m. að ganga inn í sjónmál konu, líta hana hýru auga eða girndar, kyssa hana á vanga, klappa henni á öxl, hrósa henni fyrir fegurð, stíga í vænginn við hana með ljúfyrðum og fagurgala, klappa henni á afturendann, lauma hendi á hné eða lær (þegar svo ber undir), gera of lítið af því að hrósa henni eða hampa, hafa við hana samræði í ölvunarástandi eða sofandi - eða jafnvel nauðga. Margt er enn ótalið. (Í nafni jafnréttis er svipuð hegðun konu gagnvart karli vitaskuld ekki átalin.)

Ungi knattspyrnumaðurinn látni kynni að hafa framið eitthvert þessara afbrota. Það vita bara fáir. Kæruna væri lærdómsríkt að sjá. Hún er vafalaust fróðleg eins og kæra Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur á hendur öðrum knattspyrnumanni, Kolbeini Sigþórssyni. Vonandi fer hann ekki að dæmi Dziugas og Liam.

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir gefur karlmönnum eftirfarandi ráð: „Ef þú, góði strákur, hefur nauðgað konu, þröngvað þér inn á yfirráðasvæði hennar, troðið tungunni upp í hana, króað hana af, gert hana hrædda, látið hana finna að sjálfsvígshugsanir þínar séu á hennar ábyrgð, suðað um að fá að fara inn í hana þangað til hún örmagnast, tekið hana næstum áfengisdauða með þér heim og klætt hana úr buxunum af því að þú verðir að fá að sýna henni hvað þú ert góður í að fullnægja konum með tungunni, almennt beitt konu eða konur einhverskonar þvingunum, gaslýsingum [andlegu ofbeldi] og ofbeldi, og ert að íhuga að „stíga fram“ og segja hjartnæma sögu af því hvað þú ert góður strákur og ætlar að axla á þessu ábyrgð með því að auðmýkja þig í fjölmiðlum eða hætta tímabundið eða seinna í vinnunni, þá bið ég þig að hugsa þig tvisvar um.“

Álit og ráðgjöf Hildar kynni líka að koma Píeta samtökunum að gagni. Þau starfa að vernd gegn sjálfsvígum, að írskri fyrirmynd. Þó hef ég miklu meiri trú á gagnsemi bókar, eftir Wilhelm Norðfjörð, sálfræðing; „Þjóð gegn sjálfsvígum: Sjálfsvígfræði.“

https://www.forlagid.is/vara/tjod-gegn-sjalfsvigum/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband