Út er komin «Skýrsla um Kynheilbrigði og ofbeldisvarnir í grunn- og framhaldsskólum. Greinargerð og tillögur starfshóps.» Hópurinn, sem skipaður var af Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, kemur úr nokkrum áttum: Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, Stígamótum, Embætti Landlæknis, Menntamálastofnun, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambandi Íslands, Kynís (Kvenkynfræðingafélagi Íslands -) og Sambandi íslenskra framhaldsskólanema. Leiðtogi hópsins var Sólborg Guðbrandsdóttir, laganemi, skipaður af Lilju sjálfri. Lilja skipaði einnig Unni Þöll Benediktsdóttur, meistaranema (í sálfræði) í hópinn og tvær konur aðrar; Sigríði Dögg Arnardóttur, kynfræðing, og Sóley Sesselju Bender, hjúkrunarfræðing og doktor í kynheilbrigði.
Það vakti nokkra athygli, að í hópinn voru skipaðar ellefu konur og tveir karlmenn. Það fór þó verr en á horfðist. Annar þeirra heltist úr lestinni, Ingólfur Atli Ingason, fulltrúi Samfés. Hinn pilturinn, S. Maggi Snorrason, er nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík.
Það vekur furðu, að Stígamót skuli skipa fulltrúa, en það verður ef til vill skiljanlegra í ljósi þess, að hér er spyrt saman kynheilbrigði og ofbeldi. Það skýrir væntanlega einnig skipun KÍ í hópinn, en þar fer engin önnur en Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðingur frá HÍ og jafnréttiskennari m.m.. Þar er einnig að finna Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur frá þeim undarlega skóla, Jafnréttisskóla Reykjavíkur. Sú síðarnefnda stýrir einnig rannsóknarréttinum, sem leiða skal Knattspyrnusamband Íslands út úr myrki ofbeldishegðunar karla.
Það fer varla milli mála, að skipun nefndarmanna bendir sterklega til kvenfrelsunarfræðilegrar slagsíðu og ber vott um afar sérkennilega jafnréttishugsun. Þegar Lilja var innt eftir hlutfalli kynjanna við skipunina, svaraði hún því til, að hún hefði barasta ekki fundið fleiri viljuga karlmenn, en nefnda tvo framhaldsskólanema. Æ, æ!
Í inngangi stendur: Mikil vitundarvakning hefur orðið á síðastliðnum árum um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi. Í þessari skýrslu er fjallað um hugmyndafræði kynheilbrigðis og alhliða kynfræðslu, lagalega skyldu og samþykktir en jafnframt um aðalnámsskrá grunn og framhaldsskóla.
Tíndar eru til skilgreiningar frá alþjóðastofnunum, t.d. Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, um alhliða kynfræðslu. Í þýðingu hópsins hljómar hún svo: Alhliða kynfræðsla er ferli sem byggist á námsefni um kennslu og nám sem fjallar um þekkingarlega, tilfinningalega, líkamlega og félagslega þætti kynverundar. Hér er varla blöðum að fletta um hugmyndafræðina. Kynverund er orðskrípi, sem er kvenfrelsunarfræðileg þýðing á enska orðinu sexuality sem merkir kynferði og kynlíf á íslensku.
Samkvæmt túlkun hópsins á skilgreiningum SÞ, skal miða námsefni við fjölþætt efnisval um kynverund mannsins, og hún skal byggja á umfjöllun um mannréttindi og þess að vera án mismununar (hvað það svo sem merkir).
Í kennslunni skal leggja áherslu á jafnrétti kynjanna og áhrif þess á kynverund einstaklingsins og réttlátt samfélag sem felur í sér gagnrýna hugsun og valdeflingu en jafnframt að skapa jákvæð viðhorf til kynheibrigðis. Valdefling merkir venjulega að blása konum kvenfrelsun í brjóst.
Yfirlýsing Heimssamtaka um kynheilbrigði (WAS - World Association for Sexual Health heimssamtök kynfræðinga) frá 2014 er svo túlkuð: nær rétturinn m.a. til þess að lifa heilbrigðu kynlífi og geta átt ánægjulegt kynlíf þar sem kynferðislegs öryggis er gætt, að geta átt sitt einkalíf, notið jafnréttis og verið án mismununar, laus undan hvers kyns ofbeldi og þvingunum og að geta ákvarðað eigin barneignir.
Síðastnefnda atriðið á trúlega bara við rétt kvenna. Hvað með rétt karla? Og hvað með rétt þeirra, sem eru háðir því að beita ofbeldi í kynlífi sínu til að fá fullnægingu með fúsum elskhugum?
Bent er á nýlegar eigindlegar (qualitative) rannsóknir (venjulega viðtöl við nokkra viðmælendur) hópfélaga og baráttusystra við Rannsóknarstofnun í kynjafræðum við HÍ - og fræðamóður þeirra, Þorgerði Einarsdóttur við HÍ) - á ungum, íslenskum karlmönnum, sem kváðust vilja fá fræðslu um annað og meira en líkamann og kynsjúkdóma. Fræðimennirnir hafa áhyggjur af klámáhorfi piltanna.
Einn kaflanna í skýrslunni ber titilinn; kynjajafnréttisfræðsla og ofbeldisvarnir. Þar er m.a. vikið að félagsmótun sem ýtir undir staðlaðar karlmennsku- og kvenleikahugmyndir, sem aftur ýtir undir valdaójafnvægi, gagnkynhneigðarhyggju og eykur líkur á kynbundnu ofbeldi. Mikilvægt er að þeir aðilar sem sinna kynfræðslu hafi þekkingu á hinum kynjaða veruleika. Búi yfir ákveðnu jafnréttisnæmi og hafi færni til að flétta jafnrétti ætíð saman við kynfræðsluna.
Haft er eftir skólastjóra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar, að enn í dag gilda strangari kröfur um kynhegðun stelpna en stráka þar sem þær eru kallaðar druslur fyrir sömu hegðun og þeir eru kallaðir folar eða kóngar. Áfram er haldið: Hinar stöðluðu kröfur kynhlutverkanna geta haft skaðleg áhrif á ungt fólk af öllum kynjum því þær ýta undir að stelpur séu óvirkar og leitist frekar við að uppfylla þarfir annarra en sínar eigin og að strákar séu kynferðislegir gerendur sem eiga að líta á kynlíf sem leik og keppni. Ekki má gleyma því að þau sem skilgreina sig hinsegin eru gjarnan jarðarsett í hefðbundinni kynfræðslu sem ekki gerir ráð fyrir ríkri jafnréttisfræðslu samhliða.
Hópurinn er nú kominn hressilega á kvenfrelsunarflug: Líkt og MeToo bylgjan leiddi í ljós er kynferðisleg áreitni og annað kynferðisofbeldi landlægt á öllum sviðum mannlífsins. [Þetta segir einnig ríkisstjórnin.] Klámvæðing, nauðgunarmenning og gerendameðvirkni eru í dag orðin hluti af samfélaginu og félagsmótum barna og ungmenna. Óhugsandi er að nokkur kynfræðsla verði án þess að setja í samhengi við þennan veruleika barna og undmenna. Samkvæmt ársskýrslu Stígamóta (2019) eru 70% þolenda undir 18 ára aldri þegar kynferðisbrot á sér staða í fyrsta sinn.
Í skýrslunni er vísað til mýgrúts laga og alþjóðasamninga, sem segja, að fullorðnir eigi að bera góðir við börn, sýna þeim virðingu og kenna þeim um kynverund. Samkvæmt túlkun hópsins á samningu Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi (2011), skal námsskrá sniðin að skilningi nemenda (kemur varla nokkrum á óvart), svo sem um jafnrétti kynjanna, kynhlutverk sem víkja frá staðalímynd um kyngervingu, gagnkvæma virðingu, friðsamlega lausn deilumála í samskiptum manna á milli, kynbundið ofeldi gegn konum og friðhelgi einstaklinga [ætli hér sé ekki átt við konur?]. Það ber að kynna börnum og ungmennum lög og alþjóðasamninga. Meyjum verður þá kennt, að þær séu fórnarlömb, og sveinum, að þeir séu ofbeldismenn og beri ábyrgð á fórnarlambseymd kvenna.
Vísað er til aðgerðaáætlunar þeirrar fyrir árin 2019-2022, sem Katrín forsætisráðherra, telur svo oft til afreka sinna, þ.e. um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess: Kennslan skyldi endurskipulögð í ljósi MeToo, þar með talin kennsla til nemenda, kennara og annarra sem vinna með börnum.
Í þingályktunartillögu og áætlun fyrir árin 2021 til 2025 var samþykkt að námsefni, sem stuðli að forvörnum gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi, skyldi tryggt öllum nemendum á öllum skólastigum, þar sem tekið væri tillit til mismunandi aðstæðna og ólíkra þarfa nemenda, svo sem fatlaðra barna, hinsegin barna Og svo skal skipa forvarnarteymi til að tryggja kennslu í öllum árgöngum um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi,
Í ljósi framangreinds skyldi engan undra tillögu hópsins: Kynfræðslan verði gerð að skyldufagi fyrir nemendur í grunn- og framhaldsskólum og hefjist við upphaf grunnskólagöngu. Og svo skal gæta þess, að rétt kynfræðsla fari fram.
Til viðbótar lögum og alþjóðasamningum og áliti erlendra fagfélags vísa höfundar til verka sjálfra sín og útlendra jásystra í fræðunum.
Sóley S. Bender skrifar í greininni: Virðing: Lykilþáttur í kynheilbrigði ungs fólks: Í íslenskum og erlendum samfélögum bendir margt til þess að vanvirðingar gæti gagnvart kynverund einstaklingsins og er MeToo-byltingin dæmi um viðbragð við þeim vanda. Gerð var endurgreining á tveimur eigindlegum rannsóknum sem byggðust á viðtölum við unga menn. Einnig var byggt á MeToo-frásögnum af kynferðisofbeldi gagnvart unglingsstúlkum. Niðurstöður sýna að sjálfsvirðing er ungum karlmönnum mikilvæg í jafningjahópum en einnig við kaup og notkun smokka. Þeim finnst mikilvægt að virða samþykki hins aðilans og telja virðingu vera einn af lykilþáttum góðs kynlífs. Vanvirðing ungra manna birtist í umræðu um ráðandi karlmennsku en einnig þegar samþykki fyrir samförum er hunsað. Lýsingar á nauðgun unglingsstúlkna sýna fram á mikla vanvirðingu gagnvart rétti þeirra til kynheilbrigðis.
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, Þórður Kristinsson og Þorgerður J. Einarsdóttir, segja í grein sinni: Kynlífsmenning framhaldsskólanema frá sjónarhorni ungra karla: Tekin voru einstaklings- og rýnihópaviðtöl við 11 stráka á aldrinum 18 til 21 árs úr tíu framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu og utan þess. Þannig eiga strákar og ungir karlar gjarnan að vera virkir kynferðislegir gerendur og mikil reynsla á kynlífssviðinu þykir eftirsóknarverð. Stelpur á hinn bóginn eiga að halda sig innan ákveðins ramma og takmarka fjölda bólfélaga, annars eiga þær á hættu að fá á sig druslustimpil.
Lóa Guðrún Gísladóttur Ragný Þóra Guðjohnsen og Sóley S. Bender, skrifa bókarkaflann: Stelpan er einhvern veginn hlutur, hún á að gegna okkur. Sýn ungra karlmanna á kynheilbrigði og Me-Too byltinguna (Í Fléttum útgefnum af RIKK Rannsóknarstofnun í kvennafræðum, HÍ.):
#MeToo-byltingin varpaði ljósi á ýmsa þætti sem snúa að framkomu karla í garð kvenna. Greinin fjallar um niðurstöður eigindlegrar rannsóknar á viðhorfum ungra karlmanna til kynheilbrigðis og skilaboða #MeToo-byltingarinnar. Í rannsókninni voru tekin viðtöl við sex karlmenn á aldrinum 1821 árs sem valdir voru með tilgangsúrtaki. Þá kom fram að þeir telja skilaboð #MeToo-byltingarinnar mikilvæg fyrir samfélagið. Á sama tíma viðurkenna þeir að byltingin og skilaboð hennar séu töluð niður í strákahópum og að þeir hafi sjálfir tekið þátt í að ræða um stelpur á niðrandi hátt innan vinahópsins. Þeir töldu slíkt tal eiga rætur í hugmyndum ungra karlmanna um kynhegðun og kynheilbrigði, sem gjarnan kæmi úr klámefni þar sem stelpur væru kynferðisleg viðföng.
Fræðilegur bakgrunnur: Hugmyndafræðilegt líkan um kynheilbrigði: Tolman og félagar settu fram hugmyndafræðilegt líkan um kynheilbrigði stelpna sem byggist á ýmsum rannsóknum, bæði eigindlegum og megindlegum. Við þróun líkansins lögðu höfundar til grundvallar femínísk fræði með sérstöku tilliti til þvingaðrar gagnkynhneigðar. Lögðu þeir áherslu á kyngervi (e. gender) sem mikilvægan þátt félagslegs réttlætis en einnig félagslega mótunarkenningu (e. social construction theory) og sambandskenninguna (e. relational theory). Þvinguð gagnkynhneigð er afar áhugavert hugtak.
Rannsókn Guðbjargar Hildar Kolbeins er megindleg, þ.e. rafræn spurningalistakönnun: Aðalmarkmið þeirrar rannsóknar, sem hér er kynnt, er að endurtaka rannsókn sem gerð var árið 2006 á klámnotkun og kynlífshegðun íslenskra framhaldsskólanemenda; sérstaklega með tilliti til þeirra tæknibreytinga sem orðið hafa síðasta áratuginn sem aukið hafa aðgang að klámi og auðveldað dreifingu á kynferðislegu efni. Á vormánuðum 2016 var því lögð fyrir rafræn könnun meðal nemenda, sem náð höfðu 18 ára aldri, í 28 skólum á framhaldsskólastigi á öllu landinu, og tóku á annað þúsund nemendur þátt í henni. Niðurstöður sýndu að 92% svarenda töldu sig hafa séð klám, og að 17% þátttakenda skoðuðu klám af fúsum og frjálsum vilja næstum því á hverjum degi, og jafnvel oft á dag. Klám, sem að mestu leyti er skoðað á vefsíðum, er aðallega notað til sjálfsfróunar í einrúmi heima hjá sér, enda sögðu þátttakendur að klámið hefði fyrst og fremst kynferðislega örvandi áhrif á sig. Helst vildu þátttakendur sjá kynmök karls og konu, og munnmök. Rúmlega átta af hverjum tíu svarendum fannst klám gefa ranga mynd af kynlífi, en um þriðjungur hafði samt reynt eitthvað sem hann hafði séð í klámi og fundist það spennandi. (GHK getur ekki rannsóknaniðurstaðna, sem fráleitt benda til þess að klámáhorf stuðli að kynofbeldi í garð kvenna.)
Afar líklegt má telja, að námefni og kennsla verð sniðin að þessum tillögum í megindráttum. Hún bendir til sömu áttar og lög um Kynrænt sjálfræði, sem þingheimur samþykkti (hér um bil með lófataki) fyrir skemmstu. Íslendingar feta enn í (ógæfu)spor Bandaríkjamanna og fleiri vestrænna þjóða. Barist skal gegn þvingaðri gagnkynhneigð. Framtíðarfleyinu er haldið á vit kynleysunnar, frekara óöryggis, angistar, þunglyndis og kynbrenglunar barna og ungmenna. Þekking, skynsemi, reynsla og vísindi, víkja fyrir kvenfrelsunarhugmyndafræðinni.
Norður-amerískur spaugari segir, að eftir um hálfa öld verði fólk almennt kynlaust á Vesturlöndum. Þá loksins verður kvenfrelsunar ekki þörf. Allir hafa frelsast. Af himni ofan (eða neðan úr helvíti, en þar telja kvenfrelsarar, að ég muni vistast) mun ég svipast um í kynleysulandinu, Grýlu- eða Gyðjuveldinu, og skoða, hvernig kynleysunum tekst að ganga í fótspor karla frá dögun mannkyns; að skapa nýja tækni og vísindi til ferðalaga, framleiðslu og framfærslu og æðri hugsunar auðvitað. Hamingjan er undir því komin og hún skiptir öllu máli. Kvenfrelsun verður alla vega ekki í askana látin og engin hamingja hefur henni fylgt.
https://www.stjornarradid.is/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/MRN/Sk%c3%bdrsla%20starfsh%c3%b3ps%20um%20kynfr%c3%a6%c3%b0slu%20010721.pdf
Nýjustu færslur
- Stórar, saklausar stelpur og graðir græskugaurar. Kynrándýr
- Síonistabyltingin og gjöfulir Gyðingar. Byltingargyðingaprest...
- Baráttan fyrir betri heimi á nítjándu öldinni. Jafnaðar- og b...
- Baráttan fyrir betri heimi á nítjándu öldinni. Jafnaðar- og b...
- Gáttir Helvítis munu yður opnast. Stríðsyfirlýsing Ísraels og...
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021