Kynárásir eru stöðugt til umfjöllunar í hverri nýrri ég-líka (mee-too) bylgjunni á fætur annarri. Um þessar mundir er vegið harkalega að íþróttahreyfingunni eins og þegar hefur t.d. átt sér stað í Bandaríkjum Norður-Ameríku (BNA).
Við undirbúning aðfarar fréttastofu RÚV að Knattspyrnusambandi Íslands nýlega (og enn er ekki bitið úr nálinni), átti Kastljósstjórnandi viðtal við Eddu Falak (þann 19. ágúst). Edda er einn hinna nýju krossfara kvenfrelsara gegn kynferðislegum dólgshætti karla. Hún vísar, að því er virðist, til neðangreindrar rannsóknar. Sama gera fleiri þeirra og fullyrða um þá vísindalegu staðreynd, að falskar nauðgunarákærur séu tveir af hundraði allra ákæra. Því er tilgreind rannsókn skoðuð.
Aðalhöfundurinn, David Lisak, er er klíniskur sálfræðingur, sem áður kenndi við Háskólann í Massachusetts í Boston. Hann hefur óbilandi áhuga á nauðgun sem rannsóknarefni, enda fórnarlamb nauðgunar sjálfur. Davíð er víðfrægur í Bandaríkjum Norður-Ameríku og leiðbeiningar hans á sviði kynofbeldis er víða að finna.
Frægasta kenning Davíðs er trúlega sú, að meðal karlmanna sé að finna kynvarga eða nauðgara, sem aldrei komist upp um og leiki lausum hala. Kenningunni hefur hann m.a. beitt í umræðunni um nauðganir við háskóla, sem enn tröllríður norður-amerísku samfélagi.
Davíð heldur því m.a. fram, að stór hluti (90%) (karlkyns)nauðgara við háskólana séu í raun óuppgötvaðir raðnauðgarar eða kynrándýr (sexual predator). Í fræðslu sinni beitir Davíð m.a. myndbandi, þar sem leikari er fenginn til að leika játningu slíks nauðgara, fengna i viðtali, sem Davíð segist hafa tekið. Raunar er það svo, að rándýrsleikarinn les handrit grundvallað á viðtölum við nokkra karla, sem fyrir um þrem áratugum síðan játuðu á sig ofbeldi gegn konum í óbeinni spurningarannsókn höfundar. Þannig varð til hugtak hans; hinn leyndi nauðgari. (Í öðrum rannsóknum hefur verið á það bent, að ekki ófáar nauðgaðra námsmeyja og hlutaðeigandi nauðgari rugli saman reytum. Þetta á einnig við um kennara og nemendur.)
Í grein, sem oft er vísað til af kvenfrelsurum, og birt er í kvenfrelsunartímaritinu, Violence Against Women, með titlinum; Falskar kærur um kynofbeldi; greining tilkynntra tilvika á tíu ára tímabili (False allegations of sexual assault: an analysis of ten years of reported cases), skrifar hann ásamt Lori Gardiner, Sarah C. Nicksa og Ashley M. Cote. Hópurinn velur að skoða mál 136 námsmeyja við háskóla í heimalandinu. Flestar þeirra voru ölvaðar.
Höfundar gefa tóninn strax í upphafi greinarinnar: Um aldaraðir hefur því verið haldið fram og út frá því gengið, að þegar kona hrópi nauðgun sé í mörgum tilvikum um að ræða uppdiktaðar nauðgunarkærur í hefndarskyni eða af öðrum tilhvötum.
Það er því ekki að undra, að höfundum sé í nöp við niðurstöður fyrri rannsókna. Þeir finna sérstaklega að rannsóknum norður-ameríska félagsfræðingsins, Eugene J. Kanin, allt til foráttu. Rannsókn frá 1993 (Eugene J. Kanin, birt í Archieves of Sexual Behavior) í miðvesturríkjum BNA, þar sem rannsakaðar voru fjörutíu og fimm falskar ásakanir um nauðgun kvenna á níu ára tímabili, gaf höfundi tilefni til að álykta: Falskar fullyrðingar eru ekki afleiðingar, sem tengdar eru kynferðislegum afbrigðileika (gender linked aberration) eins og oft er haldið fram. Fremur má líta svo á, að þær endurspegli hvatvísi og örvæntingu í viðleitni til að höndla streitu við aðstæður af félagslegum og persónulegum toga.
Í síðari rannsókn sama höfundar á nemendum tveggja háskóla á nefndu svæði viðurkenndi helmingur aðspurðra kvenna að hafa kært án tilefnis. Drjúgur helmingur þeirra sagði hvatann hafa verið þörf fyrir fjarvistarsönnun. (Tilvísun: Ákall um að hlusta og trúa þolendum ofbeldis, arnarsverrisson.is. Þar er einnig að finna umfjöllun um fleiri rannsóknir.)
Rannsóknahópurinn lætur hjá líða að rannsaka nauðgun kvenna á körlum, en [e]fnið var rannsakað þegar á níunda áratugi síðustu aldar m.a. bæði í Bandaríkjum Norður-Ameríku (BNA) og Kanada. Frá rannsóknum var greint í viðurkenndum vísindatímaritum. Í grófum dráttum voru niðurstöður þær, að rúm fjörutíu af hundraði karla hefðu frá sextán ára aldri verið þvingaðir af konu til kynlífsathafna að minnsta kosti einu sinni, þar með talið samræði (um fjórðungur hópsins). Umgetnar og seinni tíma rannsóknir leiða í ljós, að konurnar beita sálrænum þrýstingi, þrábiðja, ljúga og blekkja. Sumar bíða þar til fórnarlambið líður út af sökum þreytu eða ölvunar (sem þær oft og tíðum stuðla að) og örva þau síðan með munnmökum eða öðrum gælum til holdrisa. Síðan stíga þær á bak. (En á sama hátt og skeið konu getur vöknað við nauðgun og hún jafnvel fengið fullnægingu, verða holdris hjá körlum og sáðlát við sömu aðstæður.)
Davíð og félagar benda á, að aðferð Eugene (og fleiri) sé ótrúverðug. Þeir gangi út frá rannsóknum lögreglu, m.a. því að beita lygamæli. Ný lög í BNA kveða hins vegar á um það, að ekki megi hleypa þolenda, brotaþola, fórnarlambi í uppnám. Það gæti endurvakið nauðgunina í huga þess. Þess vegna er t.d. notkun lygamælinga illa séð sem og að spyrja fórnarlambið (konu) erfiðra spurninga um tildrög nauðgunarinnar og kynferðislegt hátterni hlutaðeigandi.
Því fara Davíð og félagar aðra leið við skoðun á 136 málum í skjalasafni lögregluyfirvalda við háskóla í BNA. Þeir flokka málin í fjóra flokka (það er reyndar talað um kynárásir (sexula assault)):
1) Óyggjandi falskar ákærur( 5.9%); 2) rannsökuð mál og visað frá (44.9%); 3) rannsökuð mál og viðurlög dæmd (35.3%) (þ.e. efni þótti til ákæru eða viðbragða af hálfu háskólans, en það kemur ekki fram, hversu margar ákærur rötuðu fyrir alvöru dómstól og hversu margir karlnemendur voru dæmdir kynofbeldismenn af gervidómstóli skólans); 4) ónógar flokkunarupplýsingar (13.9%).
Við flokkuna skiptu höfundarnir fjórir sér í tvö lið. Það kemur varla á óvart, að samsvar (réttmætið) var nær algert við flokkunarmatið. Síðan kemur skrítin niðurstaða: Átta (5.9%) tilvik af 136 á tíu ára tímabili voru auðkennd sem falskar ákærur. Í ljósi skoðunar á fyrri rannsóknum, benda niðurstöðurnar til algengi falskra ákæra sé á bilinu tveir til tíu af hundraði.
Eins og áður er frá greint, þykir höfundum það hneykslunarefni, að á öldum áður skuli karlar stundum hafa efast um sannleiksgildi allra nauðgunarkæra. Breski lögfræðingurinn og jafnaðarmaðurinn, Ernest Belfort Bax (1854-1926), segir: Árið 1893 [eða eins og 130 árum fyrir me-too] segir hinn virti skurð- og kvenlæknir Robert Lawson Tait (1845-1899): [Þ]að má ljóst vera, að fjöldi falskra ákæra í þessu efni er ískyggilega mikill. Stundum eru þær framsettar af einskærri hefnigirni, stundum til að þvinga fram hjúskap, stundum til fjárkúgunar. Hann segir einnig: [E]nda þótt karlar hendi að því gaman og spaugyrði leiki þeim á vörum, forðast þeir að ferðast aleinir í járnbrautarklefa með ókunnri konu. Þeim er fullkunnugt um það, að bendi kona að honum fingri með ásökun um kynferðislega áreitni, eru honum allar bjargir bannaðar og gildir þá einu, hver dómur réttarins verður.
Það var á valdi eiginkonunnar að draga karl sinn fyrir kvenvænan rétt, sem dæmdi samkvæmt kvenhollum lögum. Þar að auki var það í hennar valdi, að eyðileggja mannorð hans. Berji karl ögrandi konu frá sér og þá má einu gilda, hversu særandi, ósvífin eða ofbeldisfull ögrunin er - eru viðurlög skilnaður og refsivinna; [aukin heldur] eru eigur hans gerðar upptækar eða laun hans tekin að veði. Allt gengur þetta umsvifalítið fyrir sig fyrir tilstilli löggæsluréttarins [police court, lægsta stig sakadóms]. (Tilvitnun: Lagaleg kúgun karla, arnarsverrisson.is. Greinina má einnig finna á Vísi, skrifuð, áður kvenfrelsararnir þögguðu niður í mér þar.)
Umrædd rannsókn Davíðs og félaga eru sem sé vísindin að baki þeirri fullyrðingu kvenfrelsara, að einungis tveir af hundraði kæra á hendur körlum um kynglæpi (nauðgun) séu falskar. Það er fátt nýtt undir sólinni í kvenfrelsunarbaráttunni.
https://cdn.atixa.org/website-media/atixa.org/wp-content/uploads/2016/03/12193336/Lisak-False-Allegations-16-VAW-1318-2010.pdf
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021