Nola Webb er hæstaréttardómari frá Nýja Suður-Wales í Ástralíu. Þar sem fjöldi skilnaðarmæðra hafði borið sig illa undan fjölskyldudómstólum ríkisins, sérstaklega með tilliti til staðhæfinga þeirra um kynferðislega misnotkun feðra á börnum sínum, ákvað hún, ásamt þrem öðrum að gera rannsókn á efninu. Einn samstarfsmanna hennar er sálfræðingurinn, Lawrence Moloney, við La Trobe háskólann.
Frumúrtakið tekur til í 521 máls, þar sem ákærur um kynferðislega misnotkun af hendi feðra, höfðu verið settar fram. Öll þeirra eru tíunduð í gagnasafni Lagaupplýsingarstofnunar Ástralasíu (Australasian Legal Information Institute). Um er að ræða mál, sem komu fyrir dóm á árabilinu 2012-2019. Í endanlegu úrtaki voru 380 mál, sem hlotið höfðu fullnaðarmeðferð í dómskerfinu, þ.e. við fjölskyldudómstól.
Það vekur nokkra furðu, þegar endanlegt þýði er skoðað, að felld voru út mál, þar sem mæður einnig settu fram annars konar ákærur. Þetta er greinilega þýðissnyrting, ekki ósvipuð þeirri, sem oft og tíðum á sér stað við kvenfrelsunarrannsóknir. Þegar slíkar rannsóknir eru gerðar er þýðið eða úrtakið ósjaldan sérvalið til að tryggja, að niðurstöður verði í samræmi við kvenfrelsunarhugmyndafræðina.
Niðurstöðurnar eru í stuttu máli þessar: Fölsk ákæra af ásetningi 20%; fölsk ákæra af misgáningi 43%; fölsk ákæra af öðrum orsökum 25%. Réttar ásakanir voru 12% - sem vissulega er 12% of mikið. En mig býður sterklega í grun, að hefði þýðið ekki verið snyrt, sæum við hærra hlutfall falskra ákæra.
Lawrence segir: Lykilniðurstaðan er í raun sú, að andstætt almennum væntingum, er hlutfall kynofbeldis [af hálfu feðra í garð barna] lágt.
Þessar niðurstöður eru kvenfrelsurum sár vonbrigði. Einn þeirra, Grant Wyeth, þjóðmálasérfræðingur, skrifar í The Diplomat, að niðurstöður rannsóknarinnar bendi til, að konur séu litnar tortryggnisaugum við fjölskyldudómstólana: Þessi vantrú á mæðrum, og þörfin fyrir að refsa þeim fyrir ákærur um misnotkun barna, sýnir fram á harðneskju í þeirra garð af hendi ástralska ríkisins í blóra við almenn gildi. Hann heldur áfram: Ríkisvaldið leikur varhugaverðan leik með manngæsku okkar með því að grafa undan [gildi] móðurhvatarinnar [við mat] á sálarheill barnanna. Hér er um að ræða náttúrlögmál, sem ríkisvaldið ætti að sýna miklu meiri virðingu. (Slíkar staðhæfingar myndu vafalaust fá hárin til að rísa í makka margra kvenfrelsara sérstaklega kynleysukvenfrelsaranna.) Nánari skýringu telur Grant vera þá, að ofríkiskarlar (supramacist) hafi náð tökum á opinberum stofnunum til óheilla fyrir lýðheilsuna.
Þess má að lokum geta, að hér er ljóslifandi kominn hinn skapskyggni heiðursmaður, Grant Wyeth, sem var meðhöfundur Sigrúnar Sifjar Jóelsdóttur að greininni: The Misogynist Violence of Icelands Feminist Paradise. Sannast nú sem oftar; líkur sækir líkan heim. (Bjóði þeim svo við að horfa, gætu áhugasamir gluggað í grein mína um þau skötuhjú: Sigrún Sif Jóelsdóttir; ofbeldi íslensku kvenfrelsunarpardísarinnar, á: arnarsverrisson.is og arnarsverrisson.blog.is.)
https://onlinelibrary.wiley.com/doi/full/10.1002/ajs4.171
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021