Athyglisverð greining hjá Glúmi. Því má við bæta, að enginn flokkanna andæfði breytingu á refsilöggjöfinni, þegar kaup á vændi voru gerð refsiverð og þegar leidd var í lög sú söguskoðun, að konur væru fórnarlömb karla. Sömuleiðis hefur enginn flokkur beitt sér í alvöru fyrir stjórnarskrárbreytingum og allir styðji þeir í raun skerðingu ellilífeyris og opinbera forsjá á öllum sviðum mannlífsins.
Allir flokkar ríghalda í RÚV, opinbera þjónustu og lífeyrissjóðskerfið. Flokkur fólksins og Miðflokkurinn andmæltu auknu svigrúmi til geðþóttafóstureyðinga mæðra og hinum undarlegu lögum um "kynrænt sjálfræði." Það má hrósa þeim fyrir það. En mikilvægir haukar Miðflokksins hverfa af næsta þingi. Fornri stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins gegn stjórnlyndi, þ.e. að leggja áherslu á sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga, frelsi til athafna, án aðþrengingar af ríkisvaldsins hálfu, hafa aldrei verið nema orðin tóm. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti jafnaðarmannaflokkur Íslands.
Einu sinni hrærðist innan hans "stuttbuxnadeild," sem barðist gegn ríkisumsvifum. Sú deild tapaði. Rétt eins og á við um lífeyrissjóðs- og velferðarkerfið hefur flokkurinn stutt óhemjulega útþenslu hins opinbera, sem ekki síst bíður eftir og býður kvenfrelsunarfræðingum, sbr. Jafnréttisstofu, störf hjá hinu opinbera.
Allir flokkar styðja ofbeldisiðnaðinn og enginn þeirra hefur gengið fram fyrir skjöldu og andmælt opinberum "aftökum" karla í hrönnum af kvenfrelsunardómstóli götunnar og fréttamiðla. "Mee-too" var meira að segja gerð á stjórnarstefnu og Samfylkingin stofnaði eigin kynósvífnidómstól - eins og kirkjan og fleiri.
Enginn flokkanna á í eigu sinni gagnrýnisrödd gagnvart Sameinuðu þjóðunum; boðskapi þeirra og gjörningi. Og gagnvart NATO enn þá síður. Allir taka þeir gagnrýnislaust undir sönginn um ragnarök. Enginn flokkanna hefur sýnt tilburði til gagnrýninnar utanríkisstefnu, síðan Jón Baldvin viðurkenndi baltnesku ríkin - að vísu með velþóknun BNA og Nato. Enginn flokkur þorir í raun að hreyfa við hugsanlegri Evrópusambandsaðild og útgönu úr EFTA, innleiðingu evru eða gjaldmiðlasamstarfi á grunni gæfulegri gjaldmiðils en íslenska krónan er, svo bæta megi afkomu almennings og takmarka að einhverju leyti efnahagsleg völd Íslandseigenda.
Á meðan öllu þessu gengur yfirtaka kvenfrelsarar æðri menntun í landinu, íslenska skólakerfið hrynur og stöðu drengja, námslegri jafnt sem heilsufarslegri, hnignar. Þegar ég velti vöngum yfir stöðu mála í dag, koma mér stundum í hug Neró keisari, sem lék á hörpu, meðan Róm brann, og amma, sem sat á þakinu, þegar "eldurinn bálaði um glugga og göng." En hún sat eins og allir vita upp á þaki "og spilaði og söng." Nú syngja frambjóðendur lýðskrumssönginn eina ferðina einn - oft og tíðum hjáróma og holhljóma. Okkur er enn á ný boðið að kjósa flokka. En hvern þeirra?
https://www.dv.is/eyjan/2021/8/21/glumur-taetir-sig-forystu-islensku-stjornmalaflokkanna-leggur-aherslu-ofbeldisfeminisma-og-ad-skolaborn-gerist-vegan/?fbclid=IwAR12idMr5GjLf90ddJDrDKO4CQ-_YSdUENhN5K6z_YvPsjTEWxDNcjzMHpk
Nýjustu færslur
- Eistar ybba kíf og ætla í stríð með Íslendingum
- Fyrirgefðu mamma! Mig langaði svo að bjarga fólki. Óþverri og...
- Sælir eru einfaldir. Úkraína, öryggið og Þórdís Kolbrún Reykf...
- Rússneska Gyðingabyltingin 1917 og stríð í Evrópu. IV: Yfirbu...
- Rússneska Gyðingabyltingin 1917 og stríð í Evrópu. III: Stríð...
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021