Heimilisofbeldisiðnaðurinn blómstrar á Vesturlöndum ekki síst á Íslandi. Það var eftirtektarvert, að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, afréð að styrkja þennan iðnað í veirukreppunni, m.a. með stofnun Kvennaathvarfs á Akureyri. Eins og allir vita, snýst þessi iðnaður um að hlúa að konum, refsa körlum og endurhæfa þá sökum ofbeldishegðunar, sem fórnarlömbin, konurnar, yfirleitt bera vitni um.
Það er væntanlega einnig á flestra vitorði, að kvenfrelsarar íslenska ríkistjórnin meðtalin berst fyrir að auðvelda konum að ákæra karla fyrir kynofbeldi og ofbeldi af öðru tagi gegn þeim og börnum. Fyrsta skrefið er oft og tíðum hringing til lögreglu, sem kemur með blikkandi ljósum og fjarlægir samkvæmt lögum Alþingis karlinn (föðurinn, elskhugann). Konunni er þá gjarnan ekið með börnunum í Kvennaathvarf. Stígmót taka slíkum þolendum ofbeldis opnum örmum. Haldi konan því fram, að karlinn sé varhugaverður henni eða börnunum, gefur lögreglu út nálgunarbann. Konur snúa sér einnig beint til lögreglu og félagsmálastofnana til að setja ofbeldisekjuna af stað.
Kvenfrelsarar leggja þunga áherslu á, að konum skuli trúað um meint ofbeldi karla.Þeir afneita venjulega þeirri staðreynd, að bæði kyn beri ábyrgð á heimilisofbeldi nokkurn veginn til jafns. Þetta er gamalkunn vísindaleg staðreynd. Sjá til dæmis samantekt Martin S. Fribert, við háskólann í Kaliforníu. (References examining assaults by women on their spouses or male parners. An annotated biblipgraphy.) Samantektin hljómar svo: Lagt er mat á 286 vísindarannsóknir: 221 einstakar raunrannsóknir (empirical studies) og 65 yfirlit og/eða greiningar. Sýnt er fram á, að konur séu jafn áþreifanlega ýgar, og ýgari heldur en karlar í samböndum við maka eða karlkyns lífsförunauta. Samantekið er um að ræða meira en 371.600 manns í úrtökum þeim, sem yfirlitsrannsóknirnar taka til.
Sálfræðingarnir, Nicola Graham-Kevan og Deboah Powney, frá háskólanum í Mið-Lanscshire á Englandi, benda á rannsóknir, sem sýna frama á, að konur séu líklegri til að greiða fyrsta höggið. Þegar konur efna til handalögmála er líklegra að þær, frekar en karlmaðurinn, verði fyrir meiðslum. (Þetta sýna þó ekki allar rannsóknir.) Þær segja: Það er athyglivert, að þessi gögn hafa legið fyrir, meðan kvennahreyfingarnar hafa haldið uppi áróði fyrir kynjuðu viðhorfi [þ.e. að karlar beiti svo til einir ofbeldi við heimiliserjur]. En sökum þess, að farið hefur verið með þessa staðreynd í launkofa eða hún þögguð niður, er flestum hreyfinganna, svo og fólki almennt, ókunnugt um hana.
Sama á við um falskar ákærur. Kvenfrelsarar afneita venjulega, að þær eigi sér stað. Lögregluyfirvöldum og einstökum lögreglumönnum virðist nú ofboðið í Ástralíu, en þar gildir svipuð löggjöf og hér og kvenfrelsunaráróðurinn er sá sami. Fyrir skemmstu benti Samband lögreglumanna í Queensland ríki á, að fölskum ákærum um heimilisofbeldi væri jafnaðarlega beitt til ávinnings í fjölskyldudeilum. Þetta er velþekkt fyrirbæri á Íslandi.
Lögreglumaður skrifaði: Við erum líka sérfræðingar í heimilisofbeldi. Við tökumst í raun á við það, sem að lögreglunni snýr eins og að reyna að tjasla uppá ónýt og gagnlaus lög um heimilisofbeldi. Og aðiljar í heimilisofbeldisiðnaðinum álasa okkur fyrir það.
Annar lögreglumaður lét hafa eftir sér: Á starfsævinni hef ég orði vitni að mýgrúti tilvika, þar sem konur leggja á ráðin með kynsystrum sínum: Segðu bara, að hann nauðgi eða lumbri á þér eða börnunum. Það hrífur ávallt.
Sá þriðji sagði: Í raun og sann var það svo, að kona kom í afgreiðslu á lögreglustöðinni og sagði umbúðalaust: Mér var sagt að fara hingað og fara fram á nálgunarbann gegn kærastanum, því ég vil hindra, að hann fái forsjá barnanna.
Ástralski kynfræðingurinn, Bettina Arndt, átti viðtal við fyrrum yfirmann í lögreglunni (police officer), sem bendi á, hvernig reglan, saklaus uns sekt er sönnuð, er fótum troðin. Nú eru þessi grundvallarregla og vinnubrögð [samkvæmt henni] skrumstæld í þágu hugmyndafræði. Góðir og vitrir menn láta það líðast. Aðrir eru of óttaslegnir til að andæfa.
Hann heldur áfram: Sjálfur er ég fórnarlamb hins skelfilegasta ofbeldis í æsku og á fullorðinsárum. Faðir okkar lagði aldrei hendur á okkur allt sitt líf. Það var mamma sem gerði á okkur hinar grimmilegustu árásir.
Það er sjaldgæft að heyra lögreglumenn tjá sig hispurslaust um starf sitt að heimilisofbeldismálum. Þeir hafa nú fengið námskeið í kvenfrelsunarhugmyndafræðinni um ofbeldi karla og liggja undir ámæli fyrir of fáar ákærur, líkt og dómarar fyrir of fáa sektardóma. Aukin heldur má í Ástralíu víðast hvar og í Bandaríkjum Norður-Ameríku sums staðar gera lögreglumenn ábyrga, sé ekki rannsakað og kært.
Hér að neðan er krækja á viðtal, sem áðurnefnd Bettina átti við kvenlögreglumann, sem lét staðar numið, eftir tólf ára feril í lögreglunni, Evelyn Rae. Spjall þeirra er einkar fróðlegt.
https://www.bettinaarndt.com.au/video/police-resent-enforcing-unjust-feminist-laws-former-police-officer-speaks-out-2/
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021