Það hefur löngum verið mér hugleikið, hvers vegrna kostum prýddar atgerviskonur skuli þrástagast á því, að þær og kynsysturnar séu fórnarlömb karla? Er hin margumrædda valdefling kvenna í því fólgin að geta skírskotað til kvenvonsku karla og þannig réttlætt misrétti gegn þeim og hefndir. Skynsemi og staðreyndir hripa af þeim eins og vatn af gæs.
Hlutaðeigandi konur og kvenundirgefnir karlar beita sífellt öflugri múgsefjun og gera kröfur um réttarbætur í málum, sem hafa með áreitni og glæpi af kynferðislegum toga að gera. Réttarbætur á öðrum sviðum virðast síður skipta máli. Það er harla fátt orðið í mannlífinu, sem fellur ekki undir kynferðislegan dólgshátt karla. Konur eru dauðhreinsaðar af slíkri ósvinnu. Nauðgun er viðmiðun alls í frelsisbaráttu og naflaskoðun kúgaðra kvenna. Hér um bil allir eru vondir við konur og lögregla og dómstólar eru svo ósvífnir að trúa þeim ekki umsvifalaust, þegar þær ásaka karla um nauðgun eða annan kynóþokkaskap.
Stundum vaknar þó von mín um, að konur séu að opna hug sinn og meðtaka skynsemi og staðreyndir, séu að losna úr þeim álögum, sem kvenfrelsarar hafa á þær lagt. Því var það með nokkurri eftirvæntingu, að ég las grein Margrétar Tryggvadóttur, rithöfundar, Uns sekt er sönnuð, enda þótt hún birtist í kvenfrelsunarblaðinu, Kjarnanum.
Margrét vill augljóslega láta í veðri vaka, að rétt skuli vera rétt, réttlæti ríkja og sekt sönnuð. Hún notar orðið manneskja. (Það kallaði íslenskukennari minn mannsveskju.) Það virðist hafa sama tilgang og þegar kvenfrelsarar tala um aðgerðir til jafnréttis, þ.e. að villa um fyrir lesendum. Venjulega er átt við misrétti gegn körlum, aðför að þeim og sérstök hlunnindi handa konum og ívilnanir, sbr. bleiku skattana. Mannsveskja merkir sum sé kona.
Greinin fjallar í reynd um nauðgun á konum. Margrét segir og fellir grímuna:
Ég vil lifa í samfélagi þar sem enginn er fundinn sekur uns en sekt er sönnuð en þá verður líka að taka kynferðisbrot alvarlega, hlusta á brotaþola, styrkja stöðu þeirra í réttarvörslukerfinu, rannsaka málin og fylgja þeim eftir. Á meðan málsmeðferð þessara mála er jafn broguð og raun ber vitni hafa brotaþolar engin önnur úrræði en að segja frá nýta málfrelsi sitt, jafnvel þótt töluverðar líkur séu á að þeir hljóti dóm fyrir meiðyrði. Samt er tjáningarfrelsi brotaþola er líka mannréttindi og allir eiga rétt á að greina frá reynslu sinni og upplifun án þess að hljóta dóma fyrir. Brotaþoli er greinilega sá, sem telur sig hafa orðið fyrir afbroti, án þess að dæmt hafi verið í málinu. Mannréttindi og málfrelsi er það talið að ásaka karla um glæp og meiðyrðadómur enn ein birtingarmynd kúgunar kvenna.
Margrét er óneitanlega hjáróma í alþjóðakór kvenfrelsara, sem sungið hafa sama stef í áratugi. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er kórstjórinn um þessar mundir í Íslandsdeildinni, enda hafa henni verið skapaðar kjöraðstæður til að sinna sérstökum hugðarefnum sínum á kostnað skattgreiðenda. Eitt gæluverkefnanna er skýrsla Hildar Fjólu Antonsdóttur, réttarfélagsfræðings og kvenfrelsara. Hún er nýlega bakaður doktor úr Svíþjóð. Hildur Fjóla kemst að alkunnri niðurstöðu, samkvæmt greininni, ærandi kvenfrelsunarþulu:
Erlendar rannsóknir á upplifun þolenda kynferðisbrota sem leita réttar síns hafa einnig leitt í ljós að lögregla, saksóknarar, dómarar og læknar líta í sumum tilvikum svo á að brotaþoli hafi með einhverjum hætti borið ábyrgð á ofbeldinu eða sé jafnvel að ljúga til um það (Campbell o.fl. 2001). Slík viðbrögð geta valdið því að brotaþolar upplifa það sem kallað er önnur árás eða annað áfall (Williams 1984; Madigan og Gamble 1991; Martin og Powell 1994). Það eru ekki eingöngu neikvæð viðbrögð opinberra aðila sem geta valdið brotaþolum öðru áfalli heldur einnig ákvörðun yfirvalda um að ekki verði aðhafst í málinu. Brotaþolar geta upplifað annað áfall ef lögregla ákveður að hætta rannsókn eða þegar saksóknarar ákveða að gefa ekki út ákæru í málinu (Campbell 1998; Hildur Fjóla Antonsdóttir 2018). Viðmót fagaðila innan réttarkerfisins og hvernig málið er meðhöndlað getur því verið gríðarlega mikilvægt fyrir andlega og líkamlega heilsu þeirra sem kæra brot. Hildur Fjóla notar hugtakið, brotaþola, í sömu merkingu og greinarhöfundur. Þetta er dæmigert kvenfrelsunarhandbragð í áróðri. Við skulum finna til með nauðgaðri konu. Og hver gerir það ekki?
Brolaþolum er sýnd sérstök umhyggja í heilbrigðiskerfinu. Margrét segir: Manneskja verður fyrir kynferðisofbeldi af hálfu maka, kunningja eða þjóðþekkts manns af handahófi. Hún leitar á Bráðamóttöku þar sem Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis er staðsett. Þar er opið allan sólarhringinn og þolendur kynferðisbrota eru í forgangi og þurfa aldrei að bíða frammi. Þolendur fá aðstoð, geta fengið sálfræðiþjónustu, réttargæslumann, upplýsingar og ráðgjöf, lífsýnum og sakagögnum er safnað sem og atvikalýsing tekin niður. Einnig er gert að áverkum brotaþolans eftir atvikum. Faðmur Kvennaathvarfs og Stígmóta stendur þeim (og börnum þeirra) vissulega opinn.
Konur, sem tjá sig um meint kynaferðisfbrot, kallar lögregla, stjórnmálamenn, kvenfrelsarar og almenningur, hetjur. Þær eiga öruggan fagnaðarfund í fjölmiðlum, sem baða þær ógagnrýnið í sviðsljósinu. Það líður varla sá dagur, að kvenfrelsunarfréttastofa útvarps okkar allra kynni ekki nýja hetju til sögu þrálátrar kveneymdar. Hún tjáir landsmönnum, að önnur kvenfrelsunar(me-too)byltingarbylgja sé hafin. Fórnarlömbin koma í hundraðakippum jafnvel. Um það leyti, sem þessi orð voru kröbbuð, stigu þau á stokk í tengslum við nauðgunarhátíðina í Eyjum, eitt hundrað og þrjátíu kvaldar systur. Brekkusöngvastrákurinn hefur nú skotið bæði Weinstein og Cosby ref fyrir rass. Íslendingar hafa löngum verið heimsmeistarar.
Konum, sem segja sig beittar kynofbeldi, er veitt sérstök aðhlynning í heilbrigðiskerfinu. Raunar á það sama við um löggæslu- og réttarkerfi, þó eigi sé það fullkomið frekar en önnur kerfi. Stöðugt er réttað í fleiri málum, minni kröfur gerðar um sönnunarbyrði og lögreglurannsókn. Það leiðir óhjákvæmilega til þess, að sakfellingar verða færri. Það ber ekki á góma hjá Margréti.
Og hver er svo niðurstaða höfundar? Hvernig mætti, að dómi hans, taka nauðgunarákærur í meiri alvöru og forðast dóma uns sekt er sönnuð. Niðurstaðan er vandfundin í greininni, en sú ályktun verður varla umflúin, að höfundur trúi því, að réttlætið felist í trúnni á orð kvenna og í trúnni sé sektin sönnuð. Sé dómur rangur, að dómi sakarábera, má alténd leggja málið í dóm götunnar. Það er neyðarréttur hans og málfrelsi.
Vonandi fjallar Margrét í síðari grein um kynofbeldi kvenna, rangar sakargiftir í kynferðisafbrotamálum, m.a. falskar nauðgunarákærur, og mismunandi nauðganir. Ábyrgð kvenna á sjálfum sér væri einnig áhugavert umræðuefni, en það forðast kvenfrelsarar eins og heitan eldinn.
Ég - eins og væntanlega flestir lesenda - get vitaskuld tekið undir þessi orð greinarhöfundar: Kynferðisbrot eru hræðilegir glæpir og afleiðingarnar geta verið langvarandi. En það geta afleiðingar annarra hræðilegra glæpa einnig verið. Hvað er svona merkilegt við kynferðisafbrot umfram aðra glæpi? Viðbrögðin ráðast að töluverðu leyti af þroska þolanda og almenningsálitinu. En það er alrangt, að afleiðing nauðgunar sé óhjákvæmilega áfallastreituröskun, eins og starfsmenn í nauðgunariðnaðinum hafa fullyrt.
https://kjarninn.is/skodun/uns-sekt-er-sonnud/
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021