Me-too flóðbylgjurnar skella víða á ströndum. Undir niðri í Ástralíu eins á Íslandi, austan hafs og vestan hafa nafntogaðir karlar í sviðslistum háð baráttu fyrir lífi sínu. Þekktastur er trúlega snillingurinn, Jeffrey Roy Rush (f. 1951) í þrenningunni, sem hér er fjallað um.
Við æfingar á Lear konungi í Sidney ásakaði hin íðilfagra Eryn-Jean Norvill snillinginn um að hafa snert sig dólgslega. Dagblaðið Daily Telegraph greip boltann á lofti og flutti fréttir af kynferðislegu ofbeldi Jeffrey, sem brást hinn vesti við og höfðaði ærumeiðingarmál gegn fjölmiðlinum. Ummælin voru dæmd dauð og ómerk. Honum voru dæmdar svimandi háar skaðabætur. Áfrýjun Daily Telegraph var vísað frá.
Það var einnig gerð hörð hríð að leikaranum, kvikmyndaframleiðandanum og leikstjóranum, John Garrett (f. 1952). Hann varð fórnarlamb kunnuglegrar fléttu. Tæplega hálfrar aldar gömul ástmær kærði hann fyrir nauðgun. John var sýkn fundinn. En Daily Telegraph óð elginn, eftir sem áður, og staðhæði, að leikarinn hefði komist upp með nauðgun. John höfðaði mál. Málið kom þó ekki fyrir dóm, en fjölmiðillinn baðst opinberlega afsökunar.
Craig Dougall McLachlan (f. 1965) er sá yngsti, sem vegið var að. Um mál hans er fjallað í hjálagðri heimildarfréttaskýringu. Craig lék aðalhlutverið í Rocky Horror Show við uppfærslu í Sidney. Hann var ákærður fyrir kynferðislega ósiðlegt athæfi, m.a. að hafa kysst kvenkyns meðleikara og faðmað konu aðra með beinstífan besefa innan klæða, svo henni varð um og ó. Fjórar konur stigu á stokk (eins og þegar Harry Weinstein var dæmdur eða öllu heldur, að dómur götunnar og fjölmiðla var staðfestur í réttarsalnum). Ákærurnar voru samtals í þrettán liðum. Eftir þriggja ára málavafstur var Craig sýknaður af öllum ákærum.
Í nefndri heimildafréttaskýringu er því lýst, hvernig ABC (Australian Broadcasting Corporation, RÚV þeirra undir niðri) tekur höndum saman við ámóta vandaðan miðil, Fairfax, og í anda mee-too semur harmleikinn, leitar upp tilkippilegar konur sem aðalleikendur og stjórnar sýningunni. Þessi aðferð er kunn frá réttarhöldum í BNA t.d. og hefur reynst óbrigðul til framdráttar.
Kvensneypurnar æfðu hlutverkin vel, áður en sýningin hófst. Leikstjórinn lagði m.a. mikla áherslu á orð eins og kynrándýr (predator) í framburði þeirra. Einnig skyldu þær skýra svo frá, að áhrifavald hans hefði verið ógnvænlegt og kúgandi. Fram kemur líka greinilega, að eitt markmiðanna með árásinni væri að taka frá Craig vinnuna. Dómaranum, Belinda Wallington, þótti greinilega miður að geta ekki sakfellt Craig. Hún sagði m.a.:
Það tókst ekki að telja mér trú um, að samráð (collusion) hefði átt sér stað milli sakarábera. [Eins og vitað er að átti sér stað í Harvey Weinstein málinu.] Ég félst ekki á, að færðar hefðu verið sönnur á, að tilhvöt væri að slíku og að ákærur hefðu verið fram bornar vegna framavona eða þvíumlíks. Þvert á móti lét hún fara frá sér kunna lummu um að konurnar væru huguð og heiðarleg vitni. Aftur á móti lýsti hún því yfir, að Craig sýndi gervitilfinningar.
Það er huggun harmi gegn, að stundum skuli dómstólar spyrna gegn sleggjudómum og múgsefjun. En það er þó eitt og annað, sem gæti bent til aukandi kvenræðis þar eins og í stjórnsýslunni. Löggjafarvaldið, sem hefur lögfest þá bábylju, að konur séu fórnarlömb karla, syngur bakrödd í þessum og fleiri mannorðs- og réttarmorðum. Valdhafar, sbr. núverandi kvenfrelsunarríkisstjórn, sé litið til Íslands, sem hefur gert me-too bylgjurnar (eða byltingarnar eins og RÚV orðar það) að nokkurs konar stjórnarstefnu, ber skýra ábyrgð. Á þeim bæ er lokið lofsorði á allar hetjulegu, heiðarlegu konurnar, sem stíga á stokk og færa fram kærur, flestar til þess að klekkja á útvöldum körlum. Þær fá vind í seglin og það blæs byrlega á siglingunni til framtíðarlandsins.
https://www.skynews.com.au/details/_6255359083001
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021