Ritstjórar Kjarnans og Stundarinnar hafa um þessar mundir hátt um mikilvægi rannsóknarblaðamennsku fyrir lýðræðið og fjölmiðla yfirleitt. Þeir tala um faglega blaðamennsku, sem m.a. felst í því að segja sannleikann, fara rétt með staðreyndir og stuðla að lýðræðislega, góðri umræðu.
Hér gefur að líta enn eitt sýnishorn af fagmennsku Stundarinnar,umfjöllun um skoðanir Guðmundar Pálssonar, læknis. Greinin er skrifuð af Ölmu Mjöll Ólafsdóttur. Rannsóknarblaðamennskuhandbragð Stundarinnar er kunnuglegt; neikvæð einhliða og gagnrýnislaus umfjöllun, leyndardómsfull kona, sem er nafnlaus fulltrúi allra kvenna og sérstaklega þeirra, sem nýta sér þjónustu Heilsugæslustöðvarinnar í Grafarholti. Tilgangurinn virðist vera sá að sá fræjum tortryggni í garð læknisins, ekki með skírskotunar til sannaðra misbresta í starfi hans, heldur viðhorfa til baráttu þeirra, sem kvenfrelsarar eru og telja sig berjast fyrir hagsmunum allra kvenna og siðgæðishugmyndir.
Rannsóknarblaðamanninum, Ölmu Mjöll, kippir í kvenfrelsarakynið. Hún fer með villandi upplýsingar. Hún hefur greinilega átt spjall við Jóhann Ágúst Sigurðsson, formann Samtaka norrænna heimilislækna. Bæði blaðamaður og Jóhann Ágúst láta líta svo út að fjallað hafi verið um kæru á hendur Guðmundi. En það kemur hvergi fram. Því liggur við borð að álykta, að Jóhann Ágúst tali um eigin (for)dóma, en komi ekki fram fyrir hönd fyrrnefndra samtaka. Það er hins vegar grafalvarlegt mál, sem Samtökin ættu að fjalla um. Samtökin ættu einnig að fjalla um það hátterni Jóhanns Ágústs, að benda á skoðanir Guðmundar sem dæmi um auðsýnda vanvirðingu við læknisleg grunngildi. Það er ólíka siðferðilega ósmekklegt og umfjöllun Stundarinnar gervöll.
Þátttaka Stundarinnar í aðför að Guðmundi er ógeðfelld, trúlega fyrsti þáttur réttarhalds götunnar. En miðillinn kann þá kúnst. Það er veruleg hætta á, að maðurinn verði dæmdur í útlegð, þegi menn þunnu hljóði. Enn sem oftar snýst málið um málfrelsi, rétttrúnað og múgsefjun.
Hér má lesa orð Jóhanns Ágústs. En ég hvet fólk til að lesa greinina í heild sinni.
Jóhann Ágúst Sigurðsson, formaður Samtaka Norrænna heimilislækna eða Nordic Federation of General Practice, segir í samtali við Stundina að skrif og skoðanir Guðmundar Pálssonar stangast á við grunngildi heimilislækna.
Í grunngildum heimilislækna segir Jóhann að tekið sé fram að til þess að varðveita heilsu er mikilvægt að hver og einn njóti réttlætis og virðingar. Þar ber sérstaklega að taka tillit til ójafnvægis eða óréttlætis sem skapast geti vegna kynþáttar/hörundslitar, kyns, kynhegðunar, pólitískra skoðana, atvinnuleysis, trúarbragða, og svo framvegis. Í fyrrnefndum skrifum Guðmundar er vegið að þessum þáttum, segir Jóhann.
Þá segir hann að í sömu grein um grunngildin sé bent á að heimilislæknar telji það skyldu sína að tala um eða segja frá ef þeir verði varir við slíkt misrétti í starfi sínu og því telji hann sig vera í þeirri afstöðu [hér á greinarhöfundur vafalaust við aðstöðu] að vekja athygli á þessu vandamáli.
Jóhann segir að Guðmundur hafi tjáningarfrelsi eins og aðrir en það sé alltaf háð þeirri stöðu sem hver og einn sé í. Þar eð skoðunin tengist oft ekki aðeins persónunni heldur einnig stöðu/fagstétt viðkomandi. Þannig getur til dæmis stjórnmálamaður í valdastöðu ekki tjáð sig um hvað sem er sem persóna, eða hegðað sér hvernig sem er sem persóna, samanber Trump. Læknir er einnig í svipaðri stöðu þar sem fólk getur verið háð honum eða henni vegna heilsu sinnar. Fólk er háð því að læknir sinni vandamálum þeirra óháð þeim þáttum sem ég nefndi hér að ofan. Umræða læknis á Facebook verður þannig bæði tengd persónunni og faginu sem slíku.
https://stundin.is/grein/13431/norraen-samtok-heimilislaekna-fordaema-skrif-heimilislaeknis/
Flokkur: Bloggar | 3.6.2021 | 11:58 (breytt kl. 11:59) | Facebook
Nýjustu færslur
- Hverjum þykir sinn sögufuglinn fagur. Auschwitz og Sankti Pét...
- Bandaríkin. Dónaldur trumpar um undirróður, stríð og bólusetn...
- Trumpur og eldingar. Kolsvarti, stríðsóði tíkarsonurinn og mo...
- Úrkynjun, ósigur og hrunadans Vesturlanda. Emmanuel Todd
- Þegar Íslendingar seldu sálu sína og frelsi: Seinni hluti
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021