Charlize Theron er fjölhæfur leikari, sem fædddist árið 1975 í Suður-Afríku. Hún hefur verið sæmd fjölda verðlauna fyrir list sína, bæði sem leikari og framleiðandi. Charlize var fyrir nokkrum árum talin meðal eitt hundrað öflugustu kvenna heims. Okkar eigin Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, á einnig heima í þessum hópi vaskra kvenna.
Charlize hefur komið á laggirnar eigin hjálparstofnun, Charlize Theron réttir Afríku hjálparhönd (Charlize Theron Africa Outreach Project). Ári síðar, 2008, var hún skipuð friðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna. Aðalritari, Ban Ki-Moon (f. 1944), ávarpaði Charlize svofellt: Þú hefur ævinlega helgað þig [því verkefni] að bæta líf kvenna og barna, sporna gegn og stöðva ofbeldi gegn konum og stúlkum í Suður-Afríku. Hluti þessarar viðleitni er áætlunin; Látið af nauðgunum, þegar í stað, sem hleypt var af stokkunum 2014.
Charlize er aflakló mikil. Hún hefur snúið bökum saman með ilmefna framleiðandanum, Dior, í verkefninu: Dior er bakhjarl kvenna. Auglýsingatekna aflar hún víðar. Hún er meðal best launuðu kvenstirna í Hollývúdd.
Charlize hefur skýrar grundvallarreglur í líf sínu. Hún er baráttumaður fyrir frjálsum fóstureyðingum og hjónabandi samkynhneigðra. Hún hefur svarið þess eið, að ganga ekki í hjónaband, fyrr en slík hjónabönd verði lögvarin. Að minnsta kosti fjórir unnustar hafa gengið bónleiðir til búðar.
Ég kæri mig ekki um að ganga í hjónaband eins og stendur, sagði hún 2009, og hélt svo áfram; [H]jónabandið sem stofnun virðist mjög einhliða, og ég vil lifa og hrærast í landi, þar sem allir njóta sömu réttinda. Slíka athöfn kærir hún sig ekki um, meðan vinir hennar, hommar og lespur, sem þrá að ganga í hjónaband, eiga þess ekki kost. Það myndi að öðrum kosti halda fyrir henni vöku.
Charlize hlaut einróma lof fyrir túlkun sina á kynlífssalanum og morðingjanum, Aileen Wuornos (1956-2002) í kvikmyndinni, Ókindinni (Monster). Aileen þessi myrti sjö karla (að minnsta kosti) með köldu blóði. Hún er af sumum talin kvenfrelsunarhetja fyrir bragðið. Það er ekki ólíklegt, að reynsla Charlize í æsku hafi auðveldað henni leikinn í þessari mynd, sem og fleirum, þar sem hún leikur harðsvíraðar konur.
Charlize hafði fyrirmynd hinnar dugmiklu konu á heimilinu. Þegar hún var unglingur að aldri, skaut móðir hennar, Gerda, föðurinn til bana. Hann ku hafa verið harðskeyttur húsbóndi. Alla vega beitti móðirin þeirri málsvörn með góðum árangri. Hún var fundin sýkn saka og tók við fyrirtæki eiginkarlsins drepna með reisn. Charlize hefur fjallað um aðdáun í garð móður sinnar, t.d. þegar hún tók á sig háhælaða skó og skundaði á stjórnarfund með körlunum í fyrirtækinu.
Hún lýsir aðdáun sinni svo: Stærsta gjöf móður minnar var sá viðburður að sjá hana klæðast valdsmannsbúningnum (power suit) og stinga fótunum í háhæluðu skóna, skunda á stjórnarfund með átta körlum og stjórna sýningunni. Ég gapti á hana af undrun og hugsaði: Allt í sómanum! Ég ætla að verða svona líka. Ég hef aldrei verið rög kona. Það var ekki fyrr heldur en ég var eins míns liðs snemma á þrítugsaldri, að mér varð ljóst, að konur njóta ekki virðingar hvarvetna. (Faðir hennar hefur greinilega verið liðleskja sem kúgari, ósómi feðraveldisins, enda þótt hann færi mikinn sauðdrukkinn.)
Aðdáun á móðurinni er óblandin: Þegar í uppvextinum hafði ég fyrirmynd að því, hverju kona gæti áorkað. Móðir mín gerði gangskör að öllu því í lífinu, sem gera þurfti, og tvísteig ekki. Hún brynnti ekki músum yfir því að rísa úr rekkju klukkan sex að morgni til mjalta. Hún gerði það bara.
Charlize á tvö fósturbörn, dreng og stúlku, héldu flestir. En að sögn móðurinnar, staðhæfði drengurinn þriggja vetra, að hann væri stúlka. Upp frá því hefur Charlize alið hann upp sem stúlku. Stúlkulegur klæðaburður hans hefur vakið athygli á almannafæri.
Árið 2018 hlaut Charlize Swarkovski vonarstjörnuna (Crystal of Hope Award) fyrir starf sitt í þágu barna í heimalandi sínu.
https://www.pinterest.com/pin/167125836160908676/
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
Bloggvinir
Af mbl.is
Erlent
- ESB bannar notkun á BPA í umbúðum um matvæli
- Níu handteknir vegna brunans á skíðahótelinu
- Trump myndi hugnast kaup Musks á TikTok
- Hafa til klukkan 17 til að senda starfsmenn í leyfi
- Heita því að tryggja þjóðaröryggi sitt
- Sakar biskupinn um viðurstyggilegan tón
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv