Úlfar Þormóðsson, rithöfundur, skrifaði fróðlega grein um ofbeldisstjórnmál líðandi stundar. Nú vilja allir Lilju kveðið hafa. Ástarjátningar flokkanna til þolenda eru grátbroslegar. Vinstri græn, Sósíalistaflokkurinn (Sósarnir), Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn berjast um hituna, atkvæði mee-too hreyfingarinnar. Lítið heyrist enn sem komið er frá Viðreisn, en flokkurinn sá vill ólmur koma á einhvers konar evrópskri fóstureyðingamiðstöð á Íslandi til að frelsa konur Evrópu enn betur og spyrna gegn kynfólsku karla.
Hugmyndafræði mee-too byltingarinnar, sem útvarp allra landsmanna svo kallar, þ.e. í hnotskurn kennisetningin um vonda karla, sem svívirða konur, er enn þá hluti stjórnarstefnunnar. Því er viðbúið, að yfirboð annarra stjórnmálaflokka til kvaldra kvenna séu róttæk. Ljóti karlinn eða karldjöfullinn er allt um kring.
Samkvæmt Úlfari bjóða Sósarnir, að [s]etja á lagg¬irn¬ar sér¬stakt of¬beldis¬eft¬ir¬lit sem rann¬sak¬ar eft¬ir ábend¬ing¬um eða eig¬in frum¬kvæði vinnustaði, skóla og op¬in¬bera staði. Eft¬ir¬litið muni þannig hafa vald til að bregðast við þar sem sýnt er að of¬beldi og/eða áreitni viðgengst. Þá verði eft¬ir¬lit¬inu heim¬ilt að fjar¬lægja of¬beld¬is¬menn, svipta staði starfs¬leyfi og beita öðrum leiðum til að tryggja starfs¬fólki, nem¬um og gest¬um ör¬yggi. Einnig seg¬ir um téð eft¬ir¬lit að því muni bera að ein¬beita sér sér¬stak¬lega að þeim stöðum þar sem valda¬ó¬jafn¬vægi er mikið, vegna tekjumun¬ar, ald¬urs¬mun¬ar eða ólíks upp¬runa, stöðu eða valds.
Það er ekki ljóst, hvort sameina eigi eftirlitsstofnanir á borð við Vinnueftirlitið og barnaverndina í eina stofnun, t.d. innar löggæslunnar. Allt er ofangreint reyndar í fullu gildi, nema það, sem að starfsleyfi snýr.
Sósarnir gæla greinilega við skylda hugmynd, því þeir ætla að [s]etja á lagg¬irn¬ar sjálf¬stæða lög¬reglu- og ákæru¬stofn¬un með hæfu starfs¬fólki sem sér¬hæfi sig í rann¬sókn og málsmeðferð kyn¬ferðisof¬beld-is¬mála, lagi rann¬sókn¬araðferðir að þörf¬um þolenda og al¬var¬leika mál¬anna. Þannig á stofn¬un¬in að geta styrkt mála¬rekst¬ur sinn fyr¬ir dóm¬stól¬um og sömu¬leiðis stuðning við brotaþola fyr¬ir og eft¬ir mál¬flutn-ing og meðan á hon¬um stend¬ur.
Það er þegar til vísir að slíkri lögreglustofnun á Íslandi. Einn frumkvöðlana er nú Ríkislögreglustjóri, ráðinn af Sjálfstæðisflokknum. Grundvallarfyrirmyndirnar koma krókaleiðir frá Austurríki, en eru skilgetin afkvæmi kvenfrelsara Bandaríkja Norður-Ameríku (Duluth model). En þar er heill her kvenna á launum hjá opinberum aðiljum og auðvaldssjóðum, sem brauðfæðir sig við að semja og dreifa áróðri, ósjaldan með vísindi og fræði að yfirvarpi. Við slíka löggæslu skal fjarlægja ofbeldismann (les: karl) af heimili sínu fyrir orð þolanda. Einnig er heimilt að vista börn hans á Kvennaathvarfi. Sérstök þjálfun lögreglumanna í ofbeldiskvenfrelsunarfræðum eru gömul tíðindi.
Í Bandaríkjum Norður-Ameríku tíðkast að dæma karla til ofbeldisendurhæfingar á námskeiðum eða í búðum, þar sem þeim eru kennd kvenfrelsunarofbeldifræði. Það er reyndar gert í ofbeldisvarnarskyni við háskóla og nú við einn framhaldsskóla á Íslandi. Ámóta endurhæfing á ofbeldiskörlum er einnig kunn í Evrópu, Ísland þar með talið.
Íslensku Sósarnir ætla samkvæmt Úlfari að gera enn betur: Koma á fót heim¬ili fyr¬ir brota-menn sem beita sam¬býl¬is¬fólk sitt, fjöl¬skyld¬ur og maka of¬beldi. Þannig skulu þeir fjar¬lægðir af heim-il¬um sín¬um og á hið þar til gerða heim¬ili. Full¬trú¬ar of¬beldis¬eft¬ir¬lits mæti ætíð á vett¬vang heim¬il¬isof-beld¬is auk barna¬vernd¬ar¬yf¬ir¬valda, búi börn við aðstæður þar sem of¬beldi þrífst. Þetta snjallræði hefur Samfylkingunni enn ekki hugkvæmst og ei heldur sitjandi kvenfrelsunarríkistjórn, sem styrkir atvinnulífið í landinu, spornar gegn atvinnuleysi og gerir líf þolenda bærilegra með stofnun og rekstri sífellt fleiri athvarfa og ofbeldismiðstöðva í anda kvenfrelsunarofbeldisfræða og kenningarinnar um sjúka ást og eitraða karlmennsku.
Sósarnir ætla sér að slá vopnin úr höndum keppinautanna á ofbeldismarkaðnum, m.a. Framsóknarflokknum. Þeir ætla nefnilega að [þ]róa náms¬efni um kynja¬fræði, kyn¬ferðisof¬beldi og annað of¬beldi og inn¬leiða fyr¬ir alla ár¬ganga leik¬skóla, grunn¬skóla og fram¬halds¬skóla. Þá verði unnið fræðslu¬efni fyr¬ir all¬an al¬menn¬ing.
Ætli þeir leggi niður núverandi nefnd undir forustu hins hálfþrítuga lögfræðinema og þolanda, Sólborgar Guðbrandsdóttur, í umboð Lilju Alfreðsdóttur, Framsóknarmenntamálaráðherra. Ætli þeir þekki öll endurmenntunarritin, sem samin voru fyrir hina ýmsu geira hins opinbera fyrir nokkrum árum síðan? Það mætti hrista af þeim rykið og spara skattpening.
Samfylkingin og Sósíalistaflokkurinn eru sammála um það, að [t]ryggja brotaþolum meðferð við áföll¬um sín¬um. Greiða skal sanngirnis- og miska¬bæt¬ur úr op¬in¬ber¬um sjóðum til þeirra sem hafa orðið fyr¬ir of¬beldi og skaða og ekki geta sótt slík¬ar bæt¬ur í einka¬mál¬um. Bóta¬nefnd miði við lægri sönn¬un-ar¬kröfu en reynd¬in er í saka¬mál¬um. Orðið, brotaþoli er hér notað í merkingunni, sakaráberi eða ákærandi.
Enn þá hefur hugmyndafræðisveit Sósanna ekki hugkvæmst eins og sams konar sveit Samfylkingarinnar að kynna mee-too orlofið. Sérhver kona, sem ber sig illa og kærir karl fyrir kyndónaskap, getur átt von á orlofsgreiðslu til viðbótar húsmæðraorlofi sínu. Sósunum hugkvæmdist heldur ekki að lofa hvíldar- og meðferðarstofnunum fyrir mee-too konurnar. En það gerir Samfylkingin.
Jafnvel þótt Bjarni Ben II hafi lýst því yfir, að kvenfrelsun sé leiðarljós Sjálfstæðisflokksins í (nær) öllum málum og hinn ungi dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, einn efnilegasti stjórnmálamaður Íslendinga, að hans sögn, hasli sér nú völl á ofbeldissviðinu og lofi þolendum réttarbótum, verður flokkurinn að spýta í lófana til að yfirbjóða samkeppnisflokkana.
Sósarnir gera sér grein fyrir, að allt þetta kosti, jafnvel þótt það minnki atvinnuleysi. Því ætla þeir líka að stórauka skattheimtu á eignir, erfðir og fjármagnstekjur og innleiða þannig, já, innleiða meiri kærleika, sátt og réttlæti svo notuð séu þeirra eigin orð. En þeir gætu eins og Bjarni og Katrín bara tekið lán.
Vonandi geta lesendur tekið heils hugar undir með Úlfari: Er ekki bara bjart framundan?
https://kjarninn.is/skodun/kaerleikurinn-sosinn-minn-kaerleikurinn/?fbclid=IwAR0n8heh5vl-V_WFSgIYATKrDIq04U5LN3sKD_wD-CMiZEww0lil482QVgM
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
Bloggvinir
Af mbl.is
Erlent
- ESB bannar notkun á BPA í umbúðum um matvæli
- Níu handteknir vegna brunans á skíðahótelinu
- Trump myndi hugnast kaup Musks á TikTok
- Hafa til klukkan 17 til að senda starfsmenn í leyfi
- Heita því að tryggja þjóðaröryggi sitt
- Sakar biskupinn um viðurstyggilegan tón
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv