Samkvæmt flestum sólarmerkjum að dæma mun Samfylkingin komast í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili. Heiða Björg Hilmisdóttur mun trúlega verða nýr yfirmaður barna- og fjölskyldumála. Hún er þekktur kvenfrelsari og hefur unnið gegn réttindum feðra og barna. Jóhann Páll Jóhannsson aðhyllist greinilega sömu hugmyndafræði. Því er hyggilegt að gefa gaum að yfirlýsingu þeirra um réttarbætur í þágu sakarábera, sem kvenfrelsunarhjúin kalla þolendur, og frekari berskjöldun sökunauta, sem hjúin kalla gerendur. Lofað er það múgsefjunarfyrirbæri, sem höfundar kalla MeToo-byltingu, að hætti RÚV.
Orðanotkunin afhjúpar grundvallarviðhorfin. En skal lyfta kynferðisafbrotakærum í æðri skör í dómskerfinu. Sakarábera skal vera frjálst að yfirheyra sökunaut að vild við réttarhöld. Í þessum brotaflokki skulu skattgreiðendur veita gjafsókn og verða ábyrgir fyrir greiðslu bóta. Eins og títt er í Bandaríkjum Norður-Ameríku skal skóla lögreglumenn enn frekar - og fjölga þeim. Skólun felst einkum í kennslu kvenfrelsunarfræða og sérstaklega þeim kafla, sem að nánu samneyti kynjanna snýr. En eins og kunnugt er telja þeir ofstækisfyllstu allt kynlíf fela í sér nauðgun karla á konum. En umfram allt: Konum skal trúa.
Sakaráberar eru kallaðir brotaþolar, þ.e. við það eitt að kæra (venjulega) karlmann fyrir ósæmilegt kynathæfi. Skattgreiðendur skulu sjá til þess að reknar séu þolendamiðstöðvar: Tökum sérstaklega utan um fatlað fólk, fólk af erlendum uppruna, heimilislaust fólk, transfólk og jaðarsetta hópa sem eru sérstaklega berskjaldaðir fyrir ofbeldi. Ætli þetta merki, að hið opinbera skuli reka faðmlagamiðstöðvar fyrir hina bágstöddu?
Enn skal herða ólina í barnaverndarmálum, þ.e. umgengismálum. Þetta merkir venjulega, að þegar móðir í skilnaðardeilu ber föður ofbeldi á brýn, skal föður meinað að hafa samband við barn sitt. Ríkisafskipti af fjölskyldunni aukast stöðugt, oft og tíðum með það að yfirvarpi að vernda þurfi börn gegn feðrum sínum. Ekkert barn á að vera þvingað til umgengni við foreldri sem hefur verið dæmt fyrir eða er grunað um ofbeldi gegn því. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur skerpti á vernd barna gegn ofbeldi með breytingum á barnalögum árið 2012 en síðan hefur lítið hreyfst í þessum efnum. Tökum upp þráðinn þaðan sem frá var horfið. Nú ætlar Samfylkingin greinilega að spýta í lófana í þessum efnum.
Og si svona til að tryggja eftirlit hins opinbera skal stofna Ofbeldisvarnarráð Íslands, að fyrirmynd sams konar ráðs, sem útsvarsgreiðendur Reykjavíkur greiða fyrir. Þar er Heiða Björg innsti koppur í búri.
Enn er ekki sopið kálið. Kvenfrelsunartvíeyki Samfylkingarinnar vill tryggja fólki (les: konum) heimilisofbeldisorlof á sama hátt og núverandi ríkisstjórn vil tryggja barnsandlátsorlof. Það er gott til þess að hugsa, að nóg sé til [af fjármunum] eins og ASÍ hefur bent á. Hjúin vilja einnig, að önnur réttindi kvenna skerðist ekki, þ.m.t. réttur til húsmæðraorlofs (geri ég ráð fyrir).
Því blasir við veröld ný og góð: Konur og langsflestar eru þær húsmæður - sem vinna myrkranna á milli fyrir sneypulaunum gætu í nálægri framtíð ákært karlmann fyrir kynósóma. Sérþjálfaðir lögreglumenn í ofbeldi karla munu sækja óþokkann á vinnustað eða heimili með blikkandi ljósum. Útnefndum ofbeldiskarli verður stungið í steininn, en konunni og börnunum ekið í kvennaathvarf með fulltingi barnaverndarnefndar (eins og nú tíðkast). Hugsanlega tæki svo Barnaverndarstofa þátt einnig og svo hið nýja Ofbeldisráð.
Lögreglan mun ýta til hliðar öðrum málum, síður mikilvægum. Sakarábera og réttargæslumanni verður gert kleift að yfirheyra sakborning og leiða fram vitni eftir þörfum. Kvenfrelsarar hafa lengi kvartað yfir því, að ekki skuli fleiri karlar dæmdir, en raun ber vitni. Því skal létta sönnunarbyrðina. Fari fram sem horfir verða réttarhöld yfir kynóþokkum af karlkyni aðeins til málamynda. Fylgt verður eftir dómum dómstóls götunnar.
Meðan á réttarhöldunum stendur mun sakaráberi njóta ráðgjafar og umhyggju kvenfrelsunarsálfræðings á þolendamiðstöð. Þegar dómur fellur tekur við þolendaorlof og húsmæðraorlof greitt af hinu opinbera. Það mætti jafnvel koma upp karllausri alsælunýlendu á hlýrri slóðum með frekari úrvinnslu þeirrar áfallastreituröskunar, sem þolendur verða fyrir samkvæmt hugmyndafræðinni.
Heiða Björg hefur fyrir löngu skipað sér í kvenfrelsunarhásæti Samfylkingarinnar. En aðrir flokkar eiga sér kvenfrelsunardrottningar líka. Sjálfstæðiflokkurinn á Áslaugu Örnu og VG Katrínu. Allar vilja þær greiða götu kvenna, sem telja sig beitta kynferðislegum órétti nú eða fyrr.
Engin ofangreindra víkur einu orði að vísindum og fræðum um ofbeldi eða samskipti kynjanna. Þeim dugar kvenfrelsunaráróðurinn, sem í flestum tilvikum er kostaður af skattgreiðendum. Flokkarnir eru greinilega komnir í hár saman og berjast um hylli kvenfrelsunarkjósenda:
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur virðist hafa afhent Sjálfstæðisflokknum neitunarvald í þessum málaflokki eins og svo mörgum öðrum, en við í Samfylkingunni vonumst eftir afgerandi pólitísku umboði í haust til að hrinda aðgerðunum í framkvæmd og stórbæta þannig stöðu þolenda á Íslandi.
Ég vona svo sannarlega, að landinn beri gæfu til að kjósa þetta góða par á þing. Á Alþingi mun það gera hosur sínar grænar fyrir fyrrnefndum drottningum og reðursveinum þeirra. Vonandi verður veröldin græn, góð og greddulaus og kvenþolendum væn.
https://www.visir.is/g/20212110641d/stor-skref-strax-svona-baetum-vid-rettarstodu-tholenda?fbclid=IwAR0MjK11zdtiFq_JvLqIfZMUbxAB8FRyqAKfYqv0NOhiV4FdK6CULuFD0jg
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021