Ég var svo lánsamur að geta innritast í húsmæðraskóla, en hafnað af Kvennaskóla. Kynið var rangt. Þá var réttindabaráttan gegn feðraveldinu tiltölulega skammt á veg komin. Fáum hugkvæmdist að skipta um kyn á þeim árum. Flestir virtust vera í réttum líkama.
Samtímis baráttu fyrir "jafnrétti" kvenna, háðu kvenréttindahreyfingar og kvenfrelsunarhreyfingar baráttu fyrir aðgengi kvenna að mennta- og háskólum og sérskólum fyrir konur; þ.e. kvennaskólum og húsmæðraskólum. Sömu hreyfingar börðust fyrr kosningarétti handa konum, ekki karlmönnum.
Konur börðust fyrir aðgengi kvenna að hefðbundnum vettvangi karla. Samtímis nýjum réttindum vildu þær halda í þau gömlu. Enn krefjast þær almennt barnanna við skilnað, ofurhárra barnameðlaga í skjóli framfærsluskyldu og -hefðar karla og með skírskotun til hærri launa þeirra (sem ræðst af starfsvali og vinnuframlagi og drepur þá fyrr). Á sama grundvelli er krafist framfærslueyris, eftir skilnað. Í tilhugalífinu borga karlar enn brúsann.
Húsmæðraorlof er enn eitt dæmið um kvenhygl. Ætli kvenfrelsunardrottningarnar, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Sjálfstæðisflokki, og Katrín Jakobsdóttir, VG, muni berjast fyrir því, að sveitarsjóðir greiði hliðstætt framlag til húsfeðra, sem vilja hvíla sig á amstri heimilisins - og ferðast út og suður með öðrum húsfeðrum?
https://www.frettabladid.is/frettir/gardabaer-borgar-husmaedraorlof-med-obragd-i-munni/?utm_medium=Social&utm_source=Facebook#Echobox=1621581640
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021