Karlkonur og misrétti gegn öðrum konum. Reglugerð J. Biden

Kvenfrelsarar og kynskiptafólk eða kynskiptingar (trans people – tanssexual) – einkum þó karlkonur – hafa löngum eldað grátt silfur saman. Hóparnir hafa einkum þráttað um, hvor þeirra væri athyglisverðara fórnarlamb. Kvenfrelsararnir hafa kallað karlkonur gervikonur, sem ættu því minni samúð skilið og verðskulduðu ekki frelsun eins og eðliskonur. Fyrir gervikonunum vekti, að kúga eðliskonur í nýju gervi. M.ö.o. væru þær karlkúgarar í dulargervi.

Steininn þótti taka úr, þegar karlkonurnar kröfðust þess að kvenfrelsunarlespurnar nytu ásta með þeim. Andófsmenn þessa hafa heldur betur fengið á baukinn eins og t.d. sjálf Joanne Rowling (f. 1965), „móðir“ Harry Potter, margverðlaunaður rithöfundur, harðsvíraður kvenfrelsari og þolandi heimilisofbeldis. (Eiginkarlinn fyrrverandi, ofbeldismaðurinn, hefur þó maldað í móinn.)

Jafnvel tilkoma samskipunarkvenfrelsunar (intersectional feminism), þ.e. þeirrar sannfæringar, að konur væru minnihlutahópur og ættu því samleið með öðrum slíkum í baráttunni við feðraveldið, bleikskinna eða hvíta karlmenn, virðist ekki hafa lægt öldurnar.

Joseph Biden (f. 1942), núverandi forseti Bandaríkja Norður-Ameríku, tók af skarið, eins og hann hafði lofað í kosningabaráttunni. Þar kynnti hann sig sem besta vin hinsegin fólks af öllu tagi. Ferill hans sem kvenfrelsari er glæsilegur. Á grundvelli þeirrar löggjafar, sem hann barðist fyrir, voru stofnaðir hinir örlagaríku gervisdómstólar (kallaðir kengúrudómstólar í Ástralíu), þar sem karlnemendur eru dregnir fyrir „rétt,“ sé undan þeim kvartað kynferðislega. „Dómstjóri“ er venjulega kvenfrelsunarjafnréttisfulltrúi hlutaðeigandi stofnunar. Kvenfrelsarar gera kröfu um, að hefðbundnir dómstólar starfi á svipaðan hátt. (Kvenfrelsunarnýstirni Sjálfstæðisflokksins, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, og kvenfrelsunardrottning VG, Katrín Jakobsdóttir, berjast fyrir áþekkum breytingum.)

Ný reglugerð forsetans um hinsegin fólk í skólum, hefur vakið hörð viðbrögð. Hún kveður á um, að ekki megi meina börnum að baða sig með því kyni, sem þeim hentaði; að karlkonur hefðu því tvímælalausan rétt til að baða sig með eðliskonum í heimavistum; að öll kyn ættu að keppa á jafnræðisgrundvelli í íþróttum. Samkvæmt þessu ætti þá t.d. stúlka, sem telur sig í röngum líkama, greiðan aðgang að búningsklefa drengja.

Kvenverndarar mótmæla hástöfum og fara fremstir í flokki. Umrædd reglugerð er m.a. gefin út með hliðsjón af breytingum á Mannréttindalöggjöfinni frá 1964, þar sem skýrt er kveðið á um, að „kynáttun [kyntilhneigingar - sexual orientation] og kynsamsömun [kynvitund - gender identity], beri að líta á sem vernduð einkenni í jafnréttislöggjöf alríkisþingsins. Frumvarpið gekk undir nafninu „Lespu-homma-tvíkynja (eða tvíkynátta)-kynskipta-hinsegin“ (Lesbian-gay-bisexual-transgender-Queer) frumvarpið.

Hluti reglugerðarinnar hljómar svo: „Sérhver einstaklingur skal njóta virðingar og skilnings og mega lifa laus við ótta, án tillits til þess, hver hann er og á hvern hann leggur ást sína. Gera skal börnum kleift að læra, án hugarvíls um það, hvort þeim verði meinaður aðgangur að salernum, búningsklefum og íþróttum í skóla. Fullorðnir skulu eiga þess kost að vinna fyrir sér í þeirri vissu, að þeir verði ekki leystir frá störfum, lækkaðir í tign eða skyldu þola aðkast vegna þess, sem heima bíður, eða vegna þess, að klæðaburður þeirra samræmist ekki staðalímyndum. Fólk skal geta sótt heilbrigðisþjónustu og komið sér upp þaki yfir höfuðið, án þess að verða fyrir kynjamismunun. Allir skulu jafnir fyrir lögum, án tillits til kynsamsömunar og kynáttunar.“

Menn skipast í tvö horn, þegar litið er til mikilvægis kyneðlis fyrir frammistöðu í íþróttum. Lögfræðingurinn, Sarah Warbelow, herstjóri eða lagalegur forstjóri Mannréttindaherferðar nokkurrar, hefur t.d. fullyrt, að engin vísindaleg gögn sýni fram á betri forsendur karlkvenna. En engu að síður hrynja gömul kvennamet fyrir atbeina karlíþróttakvenna. (Sarah kynnir sig sem tvíkynáttaða (bisexual) og stolta móður karldóttur (transgender) dóttur.)

Kristinn skóli einn í ríkinu, Missouri, reið á vaðið með lögsókn. Krafist var ógildingar reglugerðarinnar, að því marki, að kristnir kvennemendur skyldu áfram njóta verndar t.d. samkvæmt stjórnarskárviðauka um menntun, hinni margumræddu og -þvældu, en jafnframt örlagaríku, grein IX, sem kveður á um, að ríkisstyrktum skólum beri að virða (hlutfalls)jafnrétti í hvívetna og m.a. veita sömu upphæðum til kven- og karlíþrótta, hvort sem stúlkur sýni þeim áhuga eða ekki. Það er svipuð þeirri hugsun kvenfrelsaranna, að konur séu kúgaðar, hvort heldur sem þær verði þess varar eða ekki, og skuli stunda launavinnu, en ekki gefast kostur á að stunda heimilisstörf. Þetta lagði t.d. kvenfrelsunarmóðirin (tvíkynáttaða), Simone de Beauvoir (1908-1986) áherslu á.

Lögfræðingurinn, Julie Marie Blake, ráðgjafi hjá samtökum, sem kalla sig „Frelsisvarnarbandalagið“ (Alliance Defending Freedom): „Það ætti ekki að neyða konur til að veita körlum hlutdeild í einkarými sínu, þar með taldar sturtur og vistarverur á heimavistum. Trúarlegum skólum á ekki að refsa fyrir þá einu sök að trúa því, að eðliskyn (biological sex) sé raunverulegt.“

Og vangaveltur um kúgun kvenna eru handan við hornið. Hún heldur áfram: „Um er að ræða ofríki, sem skaðar konur, stúlkur og trúfólk, með því að „rista á hol“ (victimize) lagavernd þeirra – og það ber að stöðva.“

https://humanevents.com/2021/05/20/federal-judge-rules-against-women-says-christian-college-must-allow-biological-males-to-share-showers-with-females/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband