Kvenfrelsunaröskur Þær öskruðu fyrst á sjóinn til að mótmæla vansæld sinni og karldjöflinum. Síðan öskruðu þær á Lækjartorgi í nafni réttlætis. Nú þyrftu öll kyn að öskra, segja þær. (Þó varla ofbeldiskarlarnir - eða hvað?) Þarna eru spakar konur á ferð. Segja t.d., að helmingi kvenna sé nauðgað eða konur beittar alvarlegu kynofbeldi öðru - af körlum væntanlega. (Þá er ótalið það ofbeldi, sem konur beita konur.) Þær segja að aga þurfi drengi til um tíu ára aldur í skólakerfinu, svo framkoma þeirra gæti orðið þóknanleg konum.
En vonandi kemur að því, að vandað verði til verksins, svo um muni, og drengirnir vanaðir. Þá munu þeir syngja kvenraddir. Það er hvort sem er nóg sæði til í sæðisbönkunum. "Það er nóg til." En það mætti reyna að öskra á þá fyrst. Ég segi eins og einn athugasemdahöfunda; "mikið rosalega vildi ég fokking mikið öskra með ykkur." Það á vitaskuld að taka öskur kvenna í alvöru, rétt eins og kvartanir þeirra um; lág laun, heimilisstörf, meðgöngu barna og brjóstagjöf.
Refsa skyldi körlum umyrðalaust fyrir ofbeldi gegn kynsystrunum, fyrir að vera þeim stöðugt til ama og leiðinda. Það er með öllu óþarft að halda úti dómstólum á kostnað skattgreiðenda. Þannig verður best komið til móts við hina fornu kvenréttindakröfu um, að konur megi fullorðnast í friði og spekt - og bera ábyrgð á sjálfum sér. Í ljósi eitraðar karlmennsku er ekki nema von, að ný ofeldisumkvörtunarbylgja sé risin. En það er huggun harmi gegn, að Helga Vala Helgadóttir, Katrín Jakobsdóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Þorsteinn Einarsson og Víðir Reynisson, trúi sakaráberum.
Því er það í sjálfu sér óþarfi að fræða dómara frekar um, hvernig þeir geti ljúfmannalegast tekið á ákærum um kynbudið ofbeldi, andlegt ofbeldi, líkamlegt ofbeldi, fjárhagslegt ofbeldi, sjónrænt ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi og annað það ofbeldi, sem konur eru beittar dagfarslega, svo dæma megi sem lipurlegast og forðast megi enduráfallastreituröskun sakaráberanna. Til bráðabirgða mætti í uppeldis- og siðbótarskyni koma fyrir upptökuvélum í búningsklefum karlíþróttamanna, sem beintengdar væru kynferðisafbrotadeild Ríkislögreglustjóra og Siðvendnieftirlitsins.
Óþverratal þeirra um konur í andstyggilegum karlkima er öllum körlum til ósóma og lýsir alvarlegu kvenhatri. Það er ákveðið áhyggjuefni, að standa skuli á frekari fjárveitingum til Stígamóta, Bjarmahlíðar, Bjarkahlíðar og Kvennaathvarfs, en bylgjan skellur á þeim líka. En þrátt fyrir allt! Það örlar fyrir árroðanum. Verum bjartsýn. Fram, þúsund konur í þjáðum löndum!!! Réttlætið mun sigra!! Kvenréttarríkið er í þann mund að rísa!!! Frelsið er í augsýn!!
https://stundin.is/grein/13432/?fbclid=IwAR1iUSTJy2GkkOAunf0b7_uPt3VAP5bw1W-u3vypFQgpaa_Tb0Xa6SfBe_Y
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021