Árið 2017 féll enn þá einn ”útlegðardómur” við æðri menntastofnanir í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Sögusviðið var lítill háskóli í bænum Olympíu í Washington-ríki, ”Sígræni háskólinn” (Evergreen College). Þróunarlíffræðingurinn, Bret Weinstein (f. 1969), sem þar hafði kennt í árafjöld og átti heimili sitt á háskólalóðinni, andmælti þeim ákveðnu tilmælum, að allir bleikskinnar skyldu halda sig frá háskólanum tiltekinn dag. Þann dag kenndi hann í almenningsgarði.
Það skipti engum togum, að reiður múgur fimmtíu námsmanna, gerði honum aðför, og krafðist afsagnar hans fyrir kynþáttahatur. Bret gat enga vernd fengið. Gengið var að kröfum múgsins, þ.e. Bret dró sig í hlé. Síðar höfðuðu Bret og eiginkona hans, Heather Heying (f. 1969), einnig kennari við skólann, mál gegn honum. Það samdist um bætur.
Bret sagði í tengslum við málareksturinn: ”Þetta snýst ekki um málfrelsi og þetta hefur sáralítið með æðri menntastofnanir að gera (college campuses). Málið snýst um bilun í undirstöðum menningarinnar og hennar gætir víða. Æðri menntastofnanir kunna að vera fyrsti vígvöllurinn, en vitaskuld er gatan til dómsstólanna greið. Hennar er nú þegar vart í tæknigeiranum [og] mun rata inn í æðstu stjórnun [þjóðarinnar], séu ekki slegnir varnaglar. Og í raun og sann er viðbúið, að [nefnd bilun] verði menningunni skeinuhætt.”
Ennfremur segir Bret: ”Við höfum plægt akurinn fyrir þykjustusvið [í æðri menntun], sem eru eins konar ígildi menntunarhlunninda (analytical affirmative action), þar sem studdar eru hugmyndir, sem í engu eiga rétt á sér. Þessar hugmyndir eru afar óburðugar og eitraðar. … Sé [þeim] ekki andmælt … [og nái þær til] annarra undirstöðustofnana menningarinnar, mun hún hrynja. Því verður að spyrna við fótum.”
Með ofangreindum gjörningi og ummælum hefur Bret skipað sér í raðir félaga í hinu ”myrka menntamannaandófi” (intellectual dark web), sem berst gegn útlegðarmenningunni (cancel culture), stjórnmálalegum rétttrúnaði og kynja- eða samsömunarstjórnmálum (identity politics). Hugtakið er kennt við stóra bróður Bret, Eric Ross Weinstein (f. 1965), sem er forstjóri og menningarrýnir.
Gerð hefur verið röð þriggja fræðsluþátta um þetta uppistand. Hér er sá fyrsti. Þar er m.a. fjallað um kynþáttakúgunarskilning litskinna við skólann.
https://www.youtube.com/watch?v=FH2WeWgcSMk.
Nýjustu færslur
- Fyrirgefðu mamma! Mig langaði svo að bjarga fólki. Óþverri og...
- Sælir eru einfaldir. Úkraína, öryggið og Þórdís Kolbrún Reykf...
- Rússneska Gyðingabyltingin 1917 og stríð í Evrópu. IV: Yfirbu...
- Rússneska Gyðingabyltingin 1917 og stríð í Evrópu. III: Stríð...
- Rússneska Gyðingabyltingin 1917 og stríð í Evrópu. II: Byltin...
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Ófært á Steingrímsfjarðarheiði
- Ráðuneytið hafi neitað aðstoðinni
- Janus bjargaði lífi Írisar
- Aðgerðir til að bregðast við PISA kynntar eftir PISA
- Hvernig væri að fá smá töffarasvip?
- Áhyggjufullir nemendur kalla eftir endurskoðun
- Dóttir hins látna liggur ein undir grun
- Boða til samverustundar vegna slyssins
Erlent
- Barn hafi látist vegna árásar Ísraels á spítala
- Kveikt í heimili ríkisstjóra Pennsylvaníu
- Pútín sýnir hið rétta andlit Rússlands
- Fulltrúi Trumps: Rússar fóru yfir öll velsæmismörk
- Loftárás gerð á Ísrael
- Án þrýstings halda Rússar áfram að draga stríðið á langinn
- Þorgerður fordæmir árás Rússa
- Skora á Bandaríkin að afnema með öllu gagnkvæma tolla