Nú hillir undir námsskrá í kynjafræði (gender studies) í skólum landsmanna. Alþingi hefur samþykkt, að svo skuli vera. Það er sama Alþingi, sem hefur fært þá hugmyndafræði í lög, að konur séu undirskipaðar körlum og að kyni sé úthlutað við fæðingu. Íslendingar búa því nú bæði við opinbera ríkistrú og ríkishugmyndafræði, sem er trúarbrögðum líkust.
Því ríður á að skoða nánar, hvaðan vindurinn blæs í þessum efnum. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir er áhrifamaður í KÍ, forkona Jafnréttisnefndar samtakanna, skýrasta ásjóna þeirra. Hún var frambjóðandi fyrir Kvennahreyfinguna, er mikilvægur álitsgjafi hjá RÚV og var nýlega skipuð í stóra nefnd af Lilju menntamálaráðherra, ásamt mörgum konum og tveim körlum, til að úthugsa kynjafræðikennslu í skólum. Nefndin starfar undir forsæti hálfþrítugrar konu, áhugamanns um efnið. Hanna Björg hefur einnig kennt kynjafræði í Borgarholtsskóla. Völd hennar eru augljóslega mikil.
Jafnréttisnefnd KÍ (sem væntanlega starfar undir stjórn samtakanna) hefur sent stjórnendum háskólanna erindi um kynjafræði- og jafnréttiskennslu í kennaranámi. Hér eru úrdrættir úr textanum:
Metoo-hreyfingin kom af stað ölduróti sem við megum ekki láta lognast útaf. Þá eru hinseginfræðsla og kynfræðsla órjúfanlegir hlutar kynja- og jafnréttisfræðslu. Meetoo hreyfingin hefur þegar valdið straumhvörfum og kynslóðir munu kalla eftir breytingum, það er kennaranna að bregðast við, miðla þekkingu og móta hugmyndir. Ef allir nemendur á öllum skólastigum, frá leikskóla upp í háskóla, fengju grunnkennslu í kynjafræði má ætla að kynbundin viðhorf í samfélaginu myndu breytast til lengri og skemmri tíma bæði einstaklingum og samfélaginu öllu til frelsis og farsældar.
Í yfirlýsingu kennslukvenna frá 2018, sem nefndin gerir grein fyrir, segir m.a.: Þrátt fyrir að konur séu í meirihluta í skólum og öðrum menntastofnunum hafa þær þar ekki farið varhluta af þeirri mismunun sem viðgengst víða í skólasamfélaginu. Káf, ofbeldi, áreitni, yfirgangur, hunsun, meiðandi athugasemdir og smættun á vinnuframlagi kvenna - allt þetta og meira til er hluti af reynslu kvenna í menntageiranum. Konur hafa starfað við þessar aðstæður áratugum saman, margar hrista þetta af sér, aðrar eru snillingar í hnyttnum tilsvörum, sumar ná að snúa sig úr aðstæðunum, nokkrar tilkynna áreitnina en fjöldinn allur af konum segir ekkert. Sumar lýsa þeirri tilfinningu að vera orðnar samdauna vandamálinuâ, aðrar hafa hægt um sig af ótta við viðbrögð og afleiðingar fyrir þær sjálfar."
Um drengi og kyn í skólakerfinu telur hún affararsælast að beina spjótunum að feðraveldinu, hinum félagslegu breytum sem valda strákum, stúlkum og hinsegin nemendum vanda og vanlíðan, þar eð rótgrónum feðraveldishugmyndum um kyn sé ómeðvitað viðhaldið í skólakerfinu. Að gera það ekki er óverjandi, sagði hún í viðtali á Hringbraut.
Hönnu Björgu hefur verið tíðrætt um svokallaða nauðgunarmenningu. Hún telur hana vera allsráðandi í samfélaginu. Það sama gildir um klám, sem hún fortakslaust skilgreinir sem ofbeldi: Konur eru kerfisbundið svívirtar og beittar ofbeldi [í menningu, sem er] gegnsýrð af kvenfyrirlitningu.
Hér er fróðlegt viðtal við Hönnu Björgu https://www.visir.is/k/clp58303. Nokkur sýnishorn fylgja:
Nauðgunarmenning er menning sem býr til nauðgara. Við búum í samfélagi, þar sem karlmenn ráða á kostnað kvenna, þ.e.a.s. allt, sem að karlmenn sjálfir og allt sem tilheyrir karlmennsku er æðra birtingarmyndirnar eru svo launaójafnrétti, konur verða frekar fyrir ofbeldi, kynferðislegt öryggi karla er meira en kynferðislegt öryggi kvenna. Málið er það, að það fæðist enginn nauðgari. Ég er ósammála þeirri fullyrðingu, að allir karlmenn séu líklegir nauðgarar.
En málið er það, ef við búum í menningu, þar sem nauðgunarmenning ræður ríkjum, þ.e.a.s. að kynferðisleg gredda stráka er í rauninni fullkomlega viðurkennd, að hún sé aggressiv og opinská, svo tengist þetta inn i ofbeldismenningu líka, vegna þess að karlar eru hvattir til ákveðins ofbeldis með því að dómínera. Í forréttindum sínum þá eru karlar hvattir til ofbeldis að kúga konur.
Ég trúi á mótunarhyggju svokallaða, að samfélagið móti okkur umfram lífeðlisfræðilega þætti. Veruleikinn okkar, heimurinn, er skilgreindur út frá hvítu gagnkynhneigðu karlauga. Það eru tiltölulega fáir, sem beita ofbeldi, en samt lygilega margir. Hins vegar eru hinir gjarnan að styðja við það í menningunni og þannig verður menningin til. Menningin hefur áhrif á alla og líka á stelpurnar.
Konum er líka kennt, hvað þær eigi að virða gegnum þetta skilgreiningarauga karlsins, hvíta karlsins. Þeim er kennt, hvað þær eigi að virða og hvað þær eigi ekki að virða.
Körlum er kennt nauðgunarmenningin er ekki bara ofbeldið sjálft. Nauðgunarmenningin er t.d. líka brandarar, þegar hlegið er að í almannarýminu fullorðnir og börn , þar sem nauðgun er notuð sem grín, sem er svo óásættanlegt. Einstaklingar, sem halda upp svona húmor eru hífðir upp á stall og þeir eru dáðir og dýrkaðir. Það er fullt af körlum, sem eru femínistar og myndu aldrei taka þátt í að gera þetta. [Grín er] líka leið til að halda fólki niðri.
[Kvenkyns kynjafræðingar eru] svo fokking klárar að fatta að tengja þetta allt. Það eru femínistar, sem hafa ávarpað kynferðisofbeldi gegn börnum, þar sem drengir eru brotaþolar. Það eru femínistar, sem hafa ávarpað áhættuhegðun og skaðlega karlmennsku, sem er að skaða þá.
Femínismi gengur út á það að gera heiminn betri. Hann gengur út á kjarni femínisma samkynja réttlæti. Pólitík eru öll völd í samfélaginu. Allt sem ég geri, geri ég í pólitískum tilgangi. Ég er bullandi pólitísk í kennslustofunni.
Þessi tiltekna kona [Sigríður Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra] er andkona, hún vinnur ekki með hagsmunum kvenna. Einn mesti andlegi leiðtogi er Gloria Steinem [norður-amerískur blaðamaður og rithöfundur, áberandi leiðtogi kvenfrelsara í BNA, f. 1934]. Hún sagði: Konur eru annað af tvennu: Þær eru femínistar eða þeir eru masókistar.
Kvennaveröldin er dissuð á hverjum degi. Karlar karlaugað, það fyrirlítur konur. Feðraveldið gengur út á kvenfyrirlitningu. það gerir minna úr konum heldur en körlum. Það að gera lítið úr konum eða kvenleika er kvenfyrirlitning.
Femínismi er miklu meira en pólitísk aðferðafræði. Femínismi gengur út að það að efla völd kvenna, formleg og óformleg. Gengur út að sjá, að veruleikinn verði skilgreindur úr augum kvenna og karla og allra hinna kynjanna, sem eru líka til. Ef konur myndu standa í lappirnar og vera femínistar, þá væri feðraveldið búið.
Konur, stelpur, finna til ótta, þegar þær eru einar og það er kvöld og þær eru á ókunnugum slóðum. Það er feðraveldið að leyfa ekki konum að tjá sig um það, sem skiptir þær máli. [Leggur út af sögu um konu, sem varla þorði að nálgast sorpgám af ótta við nærstadda karla]. Hugsaðu þér skortinn á lífsgæðum að fara þannig gegnum alla þína hunds- og kattartíð og vera endalaust hrædd við karla og þér er kennt þetta.
[Karlar óttast höfnun kvenna] vegna þess, að þeir álíta sig æðri og konur eiga ekki að hafna þeim, því þeir eru æðri. Þetta eru vandatengsl. Ég skil samhengi hlutanna . [konum er] kennt það í menningunni [að velja valdamikla karla].
Við erum öll ofurseld þessu kerfi, þessu feðraveldi. Það er málið. Eftir stendur, að við búum í samfélagi, þar sem menningin svífur út um allt, og við finnum hana ekki. Menningin er fyrir okkur eins og sjórinn er fyrir fiskana. Það er ekki fyrr en þú tekur fiskinn úr sjónum, að hann fattar sjóinn.
Við erum ekki jafningjar [karlar og konur], það er málið. Og þú mátt ekki koma fram við einhvern eins og jafningja, þegar hann er það ekki. Sem einstaklingar erum við jafningjar ykkar [karla], auðvitað, en við erum hópur líka.
Hanna Björg hefur gert grein fyrir skoðunum sínum víðar í fjölmiðlum: Það er gömul saga og ný að konur hafi verið skrifaðar út úr sögunni. Um það höfum við ótal dæmi, á öllum sviðum menningar okkar og samfélags í gervallri sögunni. Við hugsum gjarnan um það sem fortíðarmál, að það gerist ekki á tímum jafnréttis. Skárra ef svo væri. Aðferðirnar sem hafa verið og eru notaðar til þess arna eru oftast að hundsa, horfa framhjá, þagga niður í og smætta. (Stundin 5. maí 2020)
Um konubrjóst gilda aðrar reglur en um brjóst karla. Á sama tíma og konubrjóst mega ekki sjást opinberlega eru þau klámvædd og kynþokkavædd. Fegrunaraðgerðum er haldið að konum og þær oft skilgreindar út frá brjóstum sínum. Feðraveldinu er fátt heilagt þegar kemur að konum. Það er kominn tími til að þráhyggju feðraveldisins um konubrjóst linni, [f]eðraveldið fær ekki að dæma mig það dæmir sig sjálft. (Stundin 8. okt. 2019)
Feðra¬veld¬ið úti¬lok¬ar, und¬ir¬skip¬ar og kúg¬ar kon¬ur og veld¬ur þeim ótta og sárs¬auka. Karl¬ar verða sjálf¬ir að átta sig á skað¬semi karl¬mennsku og losa sig und¬an oki henn¬ar. Að það séu efasemdir til staðar á Alþingi, æðstu valdastofnun okkar, um að konur eigi að hafa forræði yfir eigin líkama er bein kúgun. Launamunur kynjanna er veruleiki sem hefur alltaf fylgt okkur þrátt fyrir aðgerðir og þá staðreynd að konur eru betur menntaðar og fá hærri einunnir þegar litið er heilt yfir skólakerfið. [K]onum er hengt fyrir smæstu yfirsjónir og kyni þeirra haldið gegn þeim. Kannski er það svívirðilegasta, klámið og klámvæðingin, þar kristallast kjarni ofbeldis og kvenfyrirlitningar gegn konum.
Þegar kynlífi og ofbeldi er blandað saman til kynörvunar fyrir gagnkynhneigða karla, er botninum náð í menningu sem við viljum kalla siðmenntaða. Hér eru aðeins örfá dæmi nefnd af mýmörgum. Útilokun, undirskipun og í versta falli kúgun og ógnun er upplifun kvenna af feðraveldinu. Nú er samstaðan víðtækari, konur og önnur kyn snúa bökum saman og hópur karla tekur þátt í baráttunni. (Stundin 3. sept. 2019)
Opin umræða um klám er það sem kynjafræðikennarar og aðrir femínistar hafa verið að kalla eftir með því meðal annars að þrýsta á um að kynja- og jafnréttisfræðsla verði stórefld í skólakerfinu. (Stundin 6. apríl 2016 með Unni Gísladóttur)
Þó svo að kynferðisleg áreitni sé ekki algerlega bundin við hegðun karla gegn konum þá er slík áreitni sannarlega hluti af skaðlegri karlmennsku og langflestir gerendur eru karlar og þolendur konur. Í skólanum læra nemendur gildi, siðferði og viðhorf spurningin er hvers eru þessi gildi, siðferði og viðhorf? Eru nemendur innrætt að strákar/karlar geti lítilsvirt hitt kynið/önnur kyn? (Fréttablaðið 3. des. 2019)
Kvenrithöfundar hafa þurft að fela kyn sitt, því ekki hefur þótt mark¬aðsvænt að vera með píku í þeim geira. Lík¬ami kvenna hefur verið smætt¬aður í mark¬aðs¬vöru og kyn¬ferð¬is¬leg afnot. Allt eru þetta ein¬kenni kven¬fyr¬ir¬litn¬ing¬ar. Er hægt að tala um lýð¬ræði þegar staðan er svona? Hvað þá rétt¬læti? Við breytum ekki heim¬inum án aðkomu mennta¬kerf¬is¬ins. Jafn¬rétt¬i¬svæðum skóla¬kerf¬ið. (Kjarninn 25. maí 2018 feitletrun er mín.)
Flokkur: Bloggar | 2.3.2021 | 10:17 (breytt kl. 10:20) | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021