Allt frá upphafi sextándu aldar hafa evrópsku nýlenduveldin; Bretar, Frakkar, Hollendingar, Belgar, Þjóðverjar, Rússar, Danir og Portúgalar stundað arðrán, ofbeldi og yfirgang annan nánast um heim allan. Bandaríkin urðu svo nýlenduveldi í stríðinu við Spánverja, sem þeir hófu á Kúbu fyrir hartnær 130 árum síðan. Herfang þeirra voru Filippseyjar. Síðar keyptu þeir nýlendur með manni og mús af Rússum, Mexíkönum (Spánverjum) og Frökkum.
Fyrir tveim öldum síðan lýstu Bandaríkjamenn yfir drottnun sinni í Ameríku gervallri. Forseti Bandaríkjanna, James Monroe (1758-1831), gaf 1823 út yfirlýsingu þess efnis (Monroe Doctrine). Yfirlýsingin var samin af utanríkisráðherra hans, John Quincy Adams (1767-1848), sem síðar varð meðal merkustu forseta Bandaríkjanna.
Á grundvelli téðrar yfirlýsingar hafa Bandaríkjamenn ráðið lögum og lofum, deilt og drottnað í Mið og Suður-Ameríku. Stjórnarbyltingarnar eru orðnar á fimmta tug. Þá eru ótalin allra handa afskipti af ríkjum latnesku Ameríku. Bandaríski herinn hefur rutt brautina fyrir bandarísk fyrirtæki.
Smedley Butler (1881-1940), fyrrum herforingi, sem þátt í þessu tók, hefur lýst reynslu sinni á bók. Áður en hún kom út, reyndu fasistaauðjöfrarnir í Bandaríkjunum, sem m.a. studdu Adolf Hitler (1889-1945) til valda, að ginna Smedley til að veita forystu stjórnarbyltingu í Bandaríkjunum í tíð Franklin Delano Roosevelt (1882-1945).
Enn hafa Bandaríkin ekki sleppt kverkatakinu á ríkjum suðurhluta álfunnar. Fyrir skömmu var spjótunum beint að Panama (ríki, sem Bandaríkin bjuggu í raun til). Nú er röðin aftur komin að Venesúela. Dónaldi pabba Jóni er sérstaklega í nöp við stjórnendur þess lands. Á fyrra kjörtímabili vildi hann gera Juan Gido að forseta. Það tókst ekki. Í síðustu kosningum var Edmundo González att fram. Það tókst ekki heldur. Þá eru góð ráð dýr, en nærtæk.
Friðarforsetinn sagði: Þegar ég yfirgaf [forsetaembættið], rambaði Venesúela á barmi upplausnar. Við hefðum átt að leggja landið undir oss; við hefðum átt að láta greipar sópa um olíuauðævin.
Olíunni náðu þeir ekki, en ásamt Bretum tóku þeir gjaldeyrisvaraforða íbúanna traustataki eins og Rússa síðar. Og svo voru þeir náttúrulega beittir viðskiptaþvingunum eins og allir, sem ekki lúta höfði við yfirgangi Bandaríkjanna.
Bandaríkin virðast nú leggja drög að nýjum árásum á Venesúela. Uppskriftin er kunnugleg. Forsetinn, Nicolas Maduro Moros, er skrímslaður og tylliástæða til stríðs fundin.
Nikulás er nú sagður leiðtogi ímyndunarsamtaka eiturlyfjahringja (CIA er þó undanskilin), sem stofna öryggi Bandaríkjanna í hættu eins og hvað eina það, sem Friðarforsetanum dettur í hug; íbúar Chicago, Jemenar, Íranar og Rússar, svo nokkrir séu nefndir.
Það er nefnilega svo, að með yfirlýsingum um þjóðaröryggisógn getur Dónaldur pabbi Jón hagað sér eins og Jörundur hundadagakonungur fyrrum, þegar hann ríkti sem einvaldur á landinu bláa. En hann hefur hins vegar allan heiminn undir. Bandaríkjamenn hafa þegar sent herskip á vettvang og drepið ellefu manns í skipsskel, sem hann sagði ógn við Bandaríkin. Friðarforsetinn er í senn dómari og böðull.
Bandaríkjamenn ágirnast olíuauðæfi Venesúela eins og Írans. Í Venesúela eru líka dýrmæta góðmálma að finna. Einn hluthafa í Dónaldi pabba Jóni hefur sérstakan augastað á þessum auðlindum. En kannski hann vilji barasta rækta bjúgaldin og vera góður granni.
En góðir hálsar! Nú er tækifærið til að auðgast, svo um muni. Dónaldur pabbi Jón hefur lofað 50 milljónum dala hverjum þeim, sem veitir gagnlegar upplýsingar til handtöku eða morðs á Nikulási. Alkædahryðjuverkamaðurinn, sem Friðarforsetinn gerði að forseta Sýrlands, var léttvægur fundinn miðað við Nikulás; aðeins 10 milljónir.
https://americanswhotellthetruth.org/portraits/major-general-smedley-butler/ https://sonar21.com/donald-trump-authorizes-murder-and-pouts-about-china-russia-and-north-korea/ https://steigan.no/2025/09/hendene-vekk-fra-venezuela/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=hendene-vekk-fra-venezuela https://21stcenturywire.com/2025/09/03/venezuela-the-tren-de-aragua-myth-vs-reality/ https://www.youtube.com/watch?v=GOD-g8YUWuI https://www.telesurenglish.net/censorship-of-venezuelan-films-reveals-fascism-at-the-malaga-film-festival/?utm_source=planisys&utm_medium=NewsletterIngles&utm_campaign=NewsletterIngles&utm_content=23 https://www.globalresearch.ca/venezuela-trump-cancels-chevron-oil-license/5881101 https://www.globalresearch.ca/pro-ukrainian-mercenaries-plotting-against-maduro-venezuela/5876980 https://steigan.no/2024/09/presidentvalget-i-venezuela-usa-og-medskyldige-til-venstre-griper-etter-halmstra/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.globalresearch.ca/venezuelan-national-electoral-council/5864502 https://www.youtube.com/watch?v=q_ViMqMXGGs https://www.mintpressnews.com/venezuela-while-us-politicians-call-fraud-american-election-observers-endorse-results/288010/ https://geopoliticaleconomy.substack.com/p/us-funds-electoral-fraud-venezuela?utm_source=post-email-title&publication_id=457596&post_id=147325973&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=_x1JN-uuxww https://thegrayzone.com/2024/07/16/corporate-coup-assassination-venezuelas-maduro-boltons-plot/ https://steigan.no/2024/08/hva-skjedde-under-valget-i-venezuela/?utm_source=substack&utm_medium=email https://thegrayzone.com/2024/07/30/grayzone-pr-fiasco-us-govt-regime-change-leaked-emails/ https://matthewehret.substack.com/p/cia-coups-in-venezuela-zionist-chaos?utm_source=post-email-title&publication_id=260045&post_id=147224090&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://geopoliticaleconomy.substack.com/p/us-government-edison-poll-venezuela-fraud?utm_source=post-email-title&publication_id=457596&post_id=147144079&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.globalresearch.ca/venezuela-unknown-retired-professor-leading-polls/5862857 https://www.telesurenglish.net/venezuela-repowers-itself-as-a-key-actor-in-global-energy-stability/?utm_source=planisys&utm_medium=NewsletterIngles&utm_campaign=NewsletterIngles&utm_content=5 https://mailchi.mp/mintpressnews/alan-macleod-new-lines-magazine-washington-weaponizes-media-818628?e=9fc32eb52b https://steigan.no/2023/01/opposisjonen-i-venezuela-sparket-juan-guaido-som-leder-hele-den-usa-styrte-farsen-gjort-til-latter/?utm_source=substack&utm_medium=email http://www.informationclearinghouse.info/57530.htm https://covertactionmagazine.com/2024/02/23/essequibo-means-no-escape-for-brazil-in-the-event-of-conflict-and-more-2/?mc_cid=fc1c41a9ea&mc_eid=5cd1ec03b1 https://covertactionmagazine.com/2024/02/22/bolivarian-revolution-celebrates-25th-year-anniversary/?mc_cid=fc1c41a9ea&mc_eid=5cd1ec03b1 https://libertarianinstitute.org/news/us-sends-more-warships-near-venezuela/
Bloggfærslur 5. september 2025
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021