Af drónum, dónum og stríðsrónum. Mette minnkabani og Maia Sandu

Forystumenn Vesturlanda eru stöðugt sauðdrukknir af stríðsveigum. Stríðsórar gera þá að berserkjum. Það á vissulega við um þá norrænu.

Þrátt fyrir friðarvilja almúgans ætla þeir í stríð og bíta í skjaldarrendur eins og berserkirnir forðum. Áður en til skarar er látið skríða þarf að hrella kjósendur, búa til óvin og vopnvæðast. Og hver ætli hann sé?

Sænski Úlfurinn bendir í austur eins og Svíum er tamt. Mette minnkabani Frederiksen segir í sambandi við öll flygildin, sem flögrað hafa yfir Danmörku (og nokkur voru send yfir Kattegat og Skagerak):

„Við höfum ekki sannanir fyrir því, að Rússar valdi, en okkur er kunnugt um, að Rússar eru stærsta ógnin, sem vofir yfir Evrópu.“ (Mette er greinilega illa að sér í landafræðinni.)

Þetta sögðu leiðtogarnir líka, þegar Bandaríkjamenn í vitorði með Svíum og Dönum, sprengdu upp gasflutningsæð Rússa og Þjóðverja í Eystrasalti.

Eystrasaltið skal verða Nató-salt, í lofti og legi eins og Svartahaf Natóhaf. (Þetta er í fullu samræmi við leyniskýrslu Rand stofnunarinnar: „Veikja Þýskaland, styrkja Bandaríkin“ frá 2022 (Weakening Germany, Strengthening the U.S.)

Eistar hafa þegar stækkað flugeftirlitssvæði sitt og saka Rússa um að þrengja sér inn í það. Áætlanir hafa þegar verið gerðar um hernað gegn Kalingrad millum Póllands og Lithaugalands (Litháen).

Sænski alþjóðarýnirinn, Jan Öberg, skrifar um flygildatækni Úkraínumanna. Hann telur þá hafa náð lengra en Rússa, framleiði um 200.000 á mánuði. Framleiðendur, sem Rússar eru vafalaust að eltast við í Vestur-Úkraínu, eru um hálft þúsund. Danir hafa verið hjálplegir í biðinni eftir langdrægum eldflaugum.

Danir þjálfa úkraínka flygildisflugmenn á gömlum flugvelli í Værlöse. Framtakið er fjármagnað af Vesturlöndum (International Fund for Ukraine). Stykkið kostar um eina og hálfa milljón danskra króna. Helsti framleiðandi er „Norrænir vængir“ (Nordic Wing). Í Værlöse eru líka þjálfaðir flugmenn og flugvirkjar fyrir F-16.

Það gæti haft við rök að styðjast, að leitað sé langt yfir skammt að drónadónunum.

Rússafjandarnir treysta böndin. Svíar og Pólverjar gera varnarsamning til viðbótar þeim, sem þeir hafa gert við Breta og Bandaríkjamenn - og Natóríkin öll að sjálfsögðu.

Það er tal manna, að nú skuli skjóta niður rússneskar herþotur og varpa kjarnorkusprengjum á Rússa. Sú hugmynd á rætur aftur til Bandaríkjanna skömmu eftir annan áfanga heimstyrjaldarinnar.

En draumurinn um að leggja rússneska björninn að velli er margra alda gamall. Þátttaka Íslendinga kynni að skipta sköpum í þetta sinn.

Það er varla blöðum um það að fletta, að Nató undirbýr stríð við Rússa; sálhernaðurinn gegn eigin þegnum er þaulhugsaður, herirnir eru elfdir, og innviðir eins og sjúkrahús undirbúnir. Skattgreiðendur eru skelfdir til að auðvelda stríðsskattheimtu.

Í ljósi þess, sem að framan er sagt, „landvinninga“ Nató í stjórnkerfi Moldóvu við kosningasigur Maia Sandu og hernaðaruppbyggingar í Rúmeníu og Ódessa, má líklegt teljast, að þar muni krauma á landi og láði, samtímis hernaði í lofti um alla víglínuna.

https://www.voltairenet.org/article221421.html https://www.globalresearch.ca/europe-myth-russian-nemesis/5901413 https://korybko.substack.com/p/ukraine-is-at-the-center-three-interlocking?utm_source=post-email-title&publication_id=835783&post_id=174898335&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://steigan.no/2025/09/moldovas-pro-eu-parti-vant-ved-manipulasjon-og-eu-innblanding/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=moldovas-pro-eu-parti-vant-ved-manipulasjon-og-eu-innblanding https://expose-news.com/2025/09/30/french-interference-moldova-elections-exposed/?utm_medium=email&utm_source=es https://steigan.no/2025/09/absurd-valgsvindel-i-moldova/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=absurd-valgsvindel-i-moldova https://restmedia.io/eus-dirty-deal-propping-up-maia-sandus-iron-fist-and-smashing-moldovas-democratic-illusion/ https://steigan.no/2025/08/moldova-ukonstitusjonell-maktovertakelse-for-valget-i-2025/ https://www.youtube.com/watch?v=cxJrYiwsMUo https://www.voltairenet.org/article218068.html https://korybko.substack.com/p/the-first-ever-polish-swedish-joint?utm_source=post-email-title&publication_id=835783&post_id=174807381&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=e-zZNM8gi50&list=UUkF-6h_Zgf9zXNUmUB-MzTw&index=1 https://nyheder.tv2.dk/samfund/2024-03-01-ukrainske-dronepiloter-traener-paa-nedlagt-flyvestation-i-danmark https://steigan.no/2025/09/ikke-la-deg-lure-andre-kan-ha-mer-interesse-av-a-sende-droner-til-norden-enn-russland/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=ikke-la-deg-lure-andre-kan-ha-mer-interesse-av-a-sende-droner-til-norden-enn-russland https://michaeltsnyder.substack.com/p/9-signs-that-the-united-states-and?utm_source=post-email-title&publication_id=1520363&post_id=174888664&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email


Bloggfærslur 30. september 2025

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband