Hvernig fjölskyldulæknirinn varð að nauðungarlöggu bólusetninga- og lyfjaiðnaðarins

Bandaríski sjúkrasálfræðingurinn (clinical psychologist), Roger Mcfillin, skrifaði áhugaverða grein með ofangreindum titli (How Your Family Doc Became a Vaccine & Drug Enforcement Agent) um þróun, sem ég þekki alltof vel og á í raun við um alla heilbrigðisþjónustu.

Í hnotskurn (með ofurlitlum spuna frá sjálfum mér): Einu sinni var til fjölskyldu- eða heimilislæknir. Þegar fólk átti bágt, kom hann á vettvang og reyndi að lækna. Það fólst að sönnu mikil lækning í heimsókn og nálgun. Oft og tíðum hafði læknirinn sinnt sömu fjölskyldu í áratugi. Hann var einskis þræll og beitti lækningum samkvæmt reynslu kynslóðanna og hugsanlegum lækninganýjungum, sem reynst höfðu vel. Hann átti sína stofu, óháður öðrum um rekstur.

Svo kom lækningaiðnaðurinn til skjalanna. Gróðasjónarmið voru sett í fyrirrúm. Umsvif Rockefeller ættarinnar eru býsna lýsandi. Ættfaðirinn var svikull skottulæknir, sem seldi ólyfjan til þjáðra og auðtrúa. Það sama gerðu afkomendurnir, sem höfðu olíu að gróðalind. Vísindalegri læknisfræði var umbylt eins og menntun lækna. Menntastofnunum var komið á fót eða þær keyptar.

Samtímis reri iðnaðurinn, auðkýfingarnir, að því öllum árum að láta stjórnmála- og fagmenn sína semja og samþykkja heilbrigðislöggjöf, sem lögðu lækna í læðing. Heilbrigðishernaðurinn elfdist því stöðugt. Þaggað var niður í andmælendum þá eins og nú.

Það má til fróðleiks bæta því við, að svipuð þróun átti sér stað á öðrum fræðasviðum. T.d. réði Rockefeller-ættin sagnfræðinga til að skrifa „réttu“ heimssöguna.

Auglýsingahernaður varð umsvifamikill og borið var fé á lækna og samtök þeirra, bæði vísindamenn og starfandi lækna. (Þessari aðgerð hefur í grundvallaratriðum líka verið beitt í herferðum gegn körlum (kvenfrelsunar- og ofbeldisiðnaðurinn) og gegn friði.) Jafnframt voru búin til alls konar greiningargögn við átakanlegt vísindafúsk.

Læknar (sjúkrasálfræðingar, heilbrigðisstarfsmenn) voru heilaþvegnir í þessum anda. Sjúkdómum fjölgaði stöðugt og viðskiptavinum heilbrigðiskerfisins sömuleiðis. Skjólstæðingar urðu að sjúklingum. Þá skyldi lækna með lyfjum. Annað var talið lýsa vondri fagmennsku. Landlæknir og lyfjaeftirlitið urðu vökular löggur lyfjaiðnaðarins. Villutrúarmenn voru tuktaðir til.

Barnalæknir nokkur lýsti þessu vel: Ef ég legg ekki greiningarlista fyrir dapurt barn (PHQ-9A) fæ ég skömm í hattinn. Gefi ég honum ekki þunglyndislyf við ákveðin viðmiðunarmörk (cut off point), er ég í vondum málum, jafnvel þótt vitað sé, að lyfin geti stuðlað að sjálfsvígi.

Hann sagði: „Ef eitthvað kæmi fyrir unglinginn og í ljós kæmi, að ég hefði ekki fylgt verklýsingu – hefði ég ekki boðið lyfin – gæti ábyrgð verið lýst á hendur mér. Hendur mínar eru fjötraðar.“ (Það er til fjöldi slíkra greiningarlista, sem heilbrigðisstarfsmenn beita við vísindalega heilbrigðisþjónustu, m.a. við greiningu depurðar og ofvirkni. Íslenski ofvirknilistinn er skemmtilega skondinn, staðlaður samkvæmt svörum nokkurra tuga mæðra og kvenkyns leikskólakennara.)

Lyfjaát hefur sífellt vaxið. Samhliða stöðugri aukningu lyfjagjafar og þjónustu við dapra drengi, svo dæmi sé tekið, eykst sjálfsvígstíðnin, ofbeldið og fíkniefnaneyslan. Svo er beðið um meira af því sama. Þegar blóð var tekið úr George Washington í því skyni að lækna karl, hrakaði heilsu hans heldur. Þá var tekið meira blóð úr forsetanum. Hann dó að lokum Drottni sínum úr blóðleysi.

Hræðsluáróðri er óspart beitt, þegar sannfæra á foreldra og börn um gildi bóluefna og lyfja. Ef þú tekur ekki pilluna verður þú þunglyndur og gætir dáið. Ef þú þiggur ekki bóluefnasprautuna gætir þú orðið fórnarlamb drápsveiru.

Höfundur segir: „Flestir [læknanna] hafa ekki vogað sér að skyggnast handan við starfsmenntunarnámskeið lyfjaiðnaðarins og fjölmiðlatilkynningar, eftir að þeir útskrifuðust úr læknaskólanum. Tímaritsgreinarnar, sem safna ryki í bókasafni hugans, fela í sér markaðssetningu í gervi vísinda. [Þar eru] af yfirlögðu ráði tíndar til niðurstöður, sem gætu stuðlað að aukinni sölu [lyfja, bóluefna]. Óþægilegar niðurstöður hverfa [hins vegar] eins og dögg fyrir sólu við tölfræðilega töfra (sleight-of-hand).

Sérfræðikunnátta [læknisins] eru uppsölur upplýsinga frá síðasta lyfjakynningarfundi, þar sem boðið var upp á hádegisverð.“ (Þessi sölustarfsemi getur tekið á sig miklu glæsilegri myndir eins og t.d. boð á lyfjaráðstefnur yfir hálfan heiminn.)

Breski læknirinn, Vernon Coleman, sagði viturlega eitthvað á þessa leið: Það gæti verið ráð að biðja um eins og þrjár óháðir rannsóknir og útskýringar á aukaverkunum, áður en þú þiggur lyf eða bóluefni – þrátt fyrir ríkjandi heilbrigðisvísindakreppu.

https://drmcfillin.substack.com/p/how-your-family-doc-became-a-vaccine


Bloggfærslur 22. apríl 2025

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband