Hershöfðinginn horski, Douglas Macgregor, komst svo að orði, að þegar menn réðu trúða til starfa, eignuðust þeir hringleikahús. Það á svo sannarlega við um erkitrúðinn, Donald John Trump, sem heldur veröldinni agndofa á hverjum degi. Sýningin í Hvíta húsinu er ævintýri líkust.
Það er eins með Dónald Jón og veðurguðinn á Íslandi. Enginn veit, hvaðan á sig stendur veðrið. Dónaldur Jón hefur ráðist til atlögu við allt og alla. Honum verður seint fullþakkað fyrir baráttuna gegn kven- og kynfrelsurum og frekari uppljóstranir um undirróðursstarf Bandaríkjamann um viða veröld. Sama má segja um friðarviðleitni hans í Úkraínu, enda þótt yfirlýst markmið sé að fara með ófriði í Vestur-Asíu og Kína í staðinn.
Dónaldur Jón hefur eins og kunnugt er skilgreint Kínverja sem helstu fjanda Bandaríkjamanna. En hann hefur vissulega líka horn í síðu Evrópusambandsins og Nató. Hvort tveggja stofnuðu Bandaríkjamenn á sínum tíma til að halda Evrópu í greip sinni.
Verum minnug orða fyrrum fjármálaráðherra Bandaríkjanna m.m., James Addison Baker III (f. 1930) í samtali við Mikhail Gorbachev (1931-2022) 9. febrúar 1990:
Nató var stofnað til þess að tryggja viðveru Bandaríkjanna í Evrópu. Ef Nató hverfur af sjónarsviðinu gufar sú trygging upp. Við höfum skilning á því, að það sé ekki einungis þýðingarmikið fyrir Ráðstjórnarríkin [Rússa] heldur einnig önnur ríki Evrópu, að verði Bandaríkin áfram í Þýskalandi innan vébanda Nató, muni hernaðarleg lögsaga þess ekki færast einn þumlung í austurátt.
Leyniher Nató (Gladio) var (er) beitt til að skapa stöðugan ótta við kommúnista, sem vildu ganga milli bols og höfuðs á Vesturlandabúum. Mannránum og hryðjuverkum var beitt í þessu skyni og kosningum hagrætt.
Grundvallaráætlanir í þá veru að umkringja Rússa og Kínverja og stugga þeim í sundur, eru komnar til ára sinna. Bandaríkjamönnum/Vesturlandabúum hafði hér um bil lánast að lima Ráðstjórnarríkin í sundur, þegar Vondi-Valdi kom til sögunnar eins og skrattinn úr sauðarleggnum og eyðilagði þær áætlanir.
En bandarískt og alþjóðlegt auðvald, sem á vestræn stjórnvöld að miklu leyti, lætur ekki deigan síga. Úkraínuáætlunin, þ.e. að egna upp snöru fyrir Rússa þar eins og í Afganistan forðum daga, var gagngert gerð til þess að koma Rússum á hné og þar með sá óeiningu milli þeirra og bandamannanna í Kína og Íran. En það hefur mistekist hrapallega.
Dónaldur Jón virðist gera sér grein fyrir því, að stríðið í Úkraínu sé tapað og vill losna undan okinu. En tilburðir í þá átt eru í senn mótsagnakenndir og klaufalegir. Forsetinn segist vilja spara peninga, en sést yfir það augljósa; draga heri sína til baka úr öllum heimshornum og hætta sífelldum stríðum. En það leyfa vopnaframleiðendur og Síonistar líklega ekki.
Samningar millum Rússa og Bandaríkjamanna virðast fyrst og fremst snúast um að tryggja eðlileg stjórnmálatengsl og endurheimt eigna Rússa í Bandaríkjunum, sem Bandaríkjamenn stálu til að refsa þeim fyrir kosningasvindlið, sem aldrei var. Sama á við um gjaldeyrisvaraforða Rússa, sem Bandaríkja- og Evrópumenn stálu.
Vopnaframleiðendum og Síonistum í Tvíhöfðaríkinu (Ísrael og Bandaríkjunum) hugnast friður illa og þeim dugar hvergi nærri dráp á Jemenum, Palestínumönnum, Sýrlendingum og Gazabúum.
Innrás í Íran er því næst á dagskrá. Yfirskinið er að koma í veg fyrir framleiðslu Írana á kjarnorkuvopnum, enda þótt það sé margsinnis sannreynt, að slík framleiðsla sé ekki á dagskrá. Æðstiprestur Írana hefur gefið út heilaga tilskipun (fatwa) eða bann þar um.
En Dónaldi Jóni er þó sléttsama um kjarnorkuvopn Ísraelsmanna, sem þeir smíðuðu með aðstoð Bandaríkjamanna og Frakka. Að vísu var líka um þekkingarstuld að ræða.
Viðskiptastríð við gjörvallan heiminn magnast. Dónaldur Jón sakar allar þjóðir veraldar um að vera vondar við Bandaríkin, hlunnfara þau og stela af þeim. Öðru vísi mér áður brá. Það telur Dónaldur Jón vera skýringuna á sjálfsprottinni afiðnvæðingu auðjöfranna við útvistun framleiðslunnar, samtímis hömlulausri eyðslu - ekki síst til hermála og styrjalda.
Kínverjar eru mestu skúrkarnir eins og vænta mátti og verðskulda því hæstu tollana. En Kínverjar svara fullum hálsi og í sömu mynt. Það munu þeir einnig gera, þegar Bandaríkin ráðast gegn þeim jafnvel þegar Vingullinn leggur til atlögu við bandamenn þeirra, Írana.
Það segir mikilvæga sögu, að nú hríðfellur dalurinn, eitt helsta viðskiptastríðstæki Bandaríkjamanna, en rúblan stígur. Um leið eflast BRICS+ ríkin og finna leiðir til að gefa viðskiptaofbeldi Bandaríkjamanna langt nef.
En Dónaldur Jón er kokhraustur: Ég segi ykkur, að þessi ríki [sem beitt eru ofurtollum] sleikja (kiss) á mér afturendann. Já, það gera þau. Þau emja á samninga. Vertu svo góður, herra minn, gjörðu svo vel að semja. Ég fórna öllu til, fórna öllu til. Hér er þroska og andlegu atgervi forsetans rétt lýst.
Það hefur ekki runnið upp fyrir trúðahirðinni í Washington, að þorri manna sé að snúast gegn þeim eins og morðingjunum í Ísrael fyrir dráp og önnur illvirki.
Nú eru bandarískir sakamenn meira að segja orðnir útflutningsvara og það jaðrar við fangelsi eða brottrekstur úr háskólum, taki menn ekki undir stríðsboðskap tvíhöfða þursins. Andófsmönnum er jafnvel ekki hleypt inn í landið, bregði þeir sér af bæ. Öðru máli gegnir um ísraelska undirróðursmenn.
Sagan ber órækan vitnisburð um, að ísraelsk-bandaríski þursinn sé ósamningshæfur. Aukin heldur gliðnar jörðin undan honum eins og Grindvíkingum. Í báðum herbúðum hans er greinilegur klofningur og óeining. Barnamorðinginn í Tel Aviv er að niðurlotum kominn.
Vingulshætti Dónaldar Jóns er viðbrugðið. Sumir spekingar eins og hinn grandvari Gilbert Doctorow, hafa talið, að í vingulshættinum fælist ógnarleg stjórnsnilld. En jafnvel hann biður nú til æðri máttarvalda um, að forsetinn haldi kjafti í eins og eina viku.
En það gæti runnið upp fyrir honum og fleirum, að forsetinn sé i raun berrassaður eins og keisarinn í nýju fötunum, andlega lasin tuskubrúða hóps milljarðamæringa í djúpríkinu, einkum þeirra, sem vilja veröldina feiga til að greiða fyrir endurkomu Krists.
Svo virðist sem Dónaldur Jón sé að ganga af síðustu leifum lýðræðis í Bandaríkjunum dauðum. Hann stjórnar með tilskipunum samkvæmt neyðarlögum. Hann vegur þungt að andstæðingum milljarðamæringanna í djúpríkinu, skapar réttaróvissu, ringulreið og fátækt.
Á hinum vígstöðvum Þursaríkisins í Ísrael sýna kannanir, að drjúgur helmingur þjóðarinnar búist við borgarastyrjöld. Mér er ekki örgrannt um, að staðan sé svipuð í Villta-Vestrinu.
Viðskiptastríð Dónaldar Jóns er tapað eins og öll hin stríðin gegn þjóðum veraldar, sama hvort þau hafa verið háð með vopnum, ógnum, viðskiptaþvingunum eða tollum. Þau auka almenningi í Bandaríkjunum vesöld, meðan auðjöfrarnir fitna eins og púkar á fjósbita. En því miður hefur bandarískum yfirvöldum tekist að draga Evrópu niður í svaðið með stríðóða og óhæfa forystu.
Andi John Fitzgerald Kennedy (1917-1963) er burtu blásinn. Í hinni frægu friðarræðu sinni við Ameríska háskólann í Washington 10. Júní 1963, sagði hann:
Og við verðum að horfast í augu við þá staðreynd, að Bandaríkjamenn séu hvorki alvitrir né almáttugir. Við erum [einungis] 6% [nú um 4.5%] jarðarbúa og höfum ekki rétt til að þvinga vilja okkar yfir 94% þeirra. Við erum þess ekki umkomnir að gera betrumbætur og leiða til betri vegar hvað eina það, sem úrskeiðis fer, og því finnst ekki bandarísk lausn við vanda hverjum.
Þessu hefur fólk því miður gleymt. Orðið, friður, er orðið skammaryrði og illskan er alls ráðandi. Þeim mun heldur óska ég gleðilegra páska og góðra stunda.
https://www.youtube.com/watch?v=xarj7O-VvNE&list=UUDkEYb-TXJVWLvOokshtlsw&index=4 https://glenndiesen.substack.com/p/pax-americana-is-over?utm_source=post-email-title&publication_id=2670149&post_id=161722550&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=L5Z7LukIL78&list=UUDkEYb-TXJVWLvOokshtlsw&index=1 https://steigan.no/2025/04/aipac-lederen-skryter-av-spesiell-tilgang-til-trumps-sikkerhetssjefer/?utm_source=substack&utm_medium=email https://marksleboda.substack.com/p/smashing-globalization?utm_source=post-email-title&publication_id=1083041&post_id=160972072&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://nypost.com/2025/04/09/us-news/trump-brags-countries-are-calling-us-up-kissing-my-ass-over-tariffs/ https://www.globalresearch.ca/tariff-war-first-step-slave-society/5883995 https://www.geopoliticaleconomy.report/p/trump-advisor-miran-tariff-pay-us-empire?utm_source=post-email-title&publication_id=457596&post_id=161016879&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://michaeltsnyder.substack.com/p/33-shocking-facts-that-prove-that?utm_source=post-email-title&publication_id=1520363&post_id=161061439&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://sonar21.com/who-knew-xi-jinping-is-a-tom-petty-fan/ https://21stcenturywire.com/2025/04/11/ukc-news-trump-tariff-wars-uk-vs-iran-zelenskys-conscription-goes-orbital/ https://michelchossudovsky.substack.com/p/america-war-against-china?utm_source=post-email-title&publication_id=1910355&post_id=161015262&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.globalresearch.ca/another-week-twilight-zone-one-day-all-victims/5884141 https://www.youtube.com/watch?v=i1zs1D9G6IM https://www.youtube.com/watch?v=4LcjHxKHNfs&list=UUDkEYb-TXJVWLvOokshtlsw&index=3 https://www.globalresearch.ca/anglo-american-zionist-empire-source-world-crisis/5877240 https://rumble.com/v6s2q1t-crosstalk-bullhorns-talks-more-talks.html https://www.geopoliticaleconomy.report/p/michael-hudson-robber-barons-trump-tariffs?utm_source=post-email-title&publication_id=457596&post_id=161307654&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=hxulHK2iPhM&list=UUDkEYb-TXJVWLvOokshtlsw&index=1 https://www.youtube.com/watch?v=8FmrMp0-W98&list=UUDkEYb-TXJVWLvOokshtlsw&index=5 https://www.thomasfazi.com/p/war-by-other-means-trumps-tariffs?utm_source=post-email-title&publication_id=560592&post_id=161365377&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://sonar21.com/i-am-dead-serious-about-being-dead-serious-seriously/ https://www.voltairenet.org/article222083.html https://steigan.no/2025/04/hvordan-usaid-blir-brukt-til-a-forme-det-globale-juridiske-systemet-i-usas-bilde/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.globalresearch.ca/video-china-cuts-off-boeing-crippling-us-manufacturing/5884554 f https://www.youtube.com/watch?v=qWanSWG3wDY&list=UUDkEYb-TXJVWLvOokshtlsw&index=2 https://sonar21.com/russia-aint-a-chinese-sidecar/ https://consortiumnews.com/2025/04/14/downplaying-ukraine-connection-in-latest-trump-plot/ https://steigan.no/2025/04/kina-endrer-spillereglene-og-verden-folger-etter/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=P_G66KXGto0&list=UUDkEYb-TXJVWLvOokshtlsw&index=9 https://www.youtube.com/watch?v=RotWMZljITI&list=UUDkEYb-TXJVWLvOokshtlsw&index=5 https://www.youtube.com/watch?v=JMIevaNwXMI&list=UUDkEYb-TXJVWLvOokshtlsw&index=8 https://www.youtube.com/watch?v=JMIevaNwXMI&list=UUDkEYb-TXJVWLvOokshtlsw&index=8 https://www.youtube.com/watch?v=JMIevaNwXMI&list=UUDkEYb-TXJVWLvOokshtlsw&index=8 https://www.youtube.com/watch?v=-pTo4lSicsA&list=UUkF-6h_Zgf9zXNUmUB-MzTw&index=6 https://sonar21.com/inching-towards-a-deal-with-iran/?jetpack_skip_subscription_popup https://glenndiesen.substack.com/p/end-of-globalization-and-return-of?utm_source=post-email-title&publication_id=2670149&post_id=161722453&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=AXl-oGZv4fI&list=UUkF-6h_Zgf9zXNUmUB-MzTw&index=4 https://www.youtube.com/watch?v=NGfr2Xu8qt4&list=UUkF-6h_Zgf9zXNUmUB-MzTw&index=5 https://sonar21.com/donald-trump-to-europe-you-want-to-fight-russia-go-ahead-its-all-yours/ https://cynthiachung.substack.com/p/does-china-operate-the-panama-canal?utm_source=post-email-title&publication_id=309240&post_id=161646731&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://voicefromrussia.ch/en/everything-is-possible-unfortunately/ https://www.youtube.com/watch?v=syCuRbFbA7g&list=UUDkEYb-TXJVWLvOokshtlsw&index=6 https://www.youtube.com/watch?v=7enFebtNyOU&list=UUkF-6h_Zgf9zXNUmUB-MzTw&index=3 https://voicefromrussia.ch/en/felix-abt-the-nixon-shock-and-trumps-tariffs-parallel-responses-to-military-setbacks/ https://www.youtube.com/watch?v=OcD7ifMDvoc https://michaeltsnyder.substack.com/p/the-us-dollar-is-crashing-and-our?utm_source=post-email-title&publication_id=1520363&post_id=161494483&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://chrishedges.substack.com/p/american-concentration-camps?utm_source=post-email-title&publication_id=778851&post_id=161499187&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.globalresearch.ca/trump-forces-declare-war-harvard/5884614 https://sonar21.com/iran-us-scenario-2-in-play-ball-is-now-in-trumps-court-and-trump-blinks-first-in-china-showdown/?jetpack_skip_subscription_popup
Bloggfærslur 21. apríl 2025
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021