Fyrir eigi alllöngu sátu tveir geðvillingar að skrafi í Hvíta húsinu í Washington. Þeir heita Donald John Trump og Benjamin Netanyahu. Það var létt á þeim brúnin, þegar þeir ræddu Gazadrauma sína um brottflutning og dráp á íbúum Gaza og byggingu afþreyingarmannvirkja.
Dónaldur Jón opinberaði enn á ný öskrandi fáfræði. Sannaðist þar hið fornkveðna, að oft bylur hæst í tómri tunnu. Bensi-barnmorðingi sýndi eina af sínum bestu hliðum; ástríðuþrungnar lygar.
Dráp á saklausu fólk fara honum ekki síður vel úr hendi. Nýlega réðist hryðjuverkaher hans á björgunarfólk í auðkenndum bifreiðum með blikandi ljós á Gaza. Þarna voru hryðjuverkmenn á ferð, sögðu soldátarnir og hófu aftökur. Þeir grófu skömmina eins og hundar bos.
Á meðal hinna myrtu var liðlega tvítugur piltur. Síðustu boð hans voru: Fyrirgefðu mamma! Mig langaði svo að bjarga fólki.
Afrekin eru miklu fleiri. Eftir að Ísraelsmenn rufu eigið vopnahlé hafa hundruð almennra borgara verið drepin og sprengjur falla af himni ofan. Rúmur þriðjungur drepinna barna var á aldrinum 6 til 12 ára, tæpur þriðjungur á 13-17 ára, rúmur fjórðungur 1 til 5 ára og reifabörn tæp 6 af hundraði. Þetta er sundurliðun á tæplega 16 þúsundum fórnarlamba frá því í október 2023. Metið í barnamorðum var 200 á einum degi, samkvæmt ísraelska fjölmiðlinum, Haaretz.
Ísraelsmenn gera auk þess loftárásir á Sýrland og Líbanon. Heimamenn á Suður-Sýrlandi veita ísraelska innrásarhernum viðspyrnu og Tyrkir eru farnir að ýfa sig. En Dónaldur Jón ætlar að redda því. Friði í Úkraínu ætlaði hann að redda á 24 tímum eins og menn muna.
Ísraelar hafa fengið Bandaríkjamenn til að sprengja Jemena fyrir sig. Yfirlýsingar Dónaldar Jóns, friðarforseta, eru digurbarkalegar í því sambandi eins og hans er vandi. Bandaríkjamönnum hefur tekist að myrða tugi almennra borgara, en fáum sögum fer af öðru tjóni.
Alla vega halda Jemenar áfram baráttu gegn siglingum til Ísraels um Rauða hafið og verja hendur sínar. Það hafa þeir gert í hálfan annan áratug eða svo. Þeir hafa sætt árásum og hernaðaraðgerðum frá Vesturveldum, Sádí-Aröbum og Persaflóaríkjunum.
Og svo er það hinn draumur geðvilltu leiðtoganna; að jafna Íran við jörðu. Það hafa þeir (og Vesturveldin) svo sannarlega reynt með alls konar bellibrögðum; etja saman nágrönnum (deila og drottna), svelta, lama atvinnulíf, kollvarpa stjórnum, innrásum og svo framvegis.
Nú bíta geðvillingarnir í skjaldarendur, berja sér á brjóst og reka upp stríðsöskur. Upplýsingahernaðurinn í samband við fyrirhugað stríð Samrunaheimsveldisins er hafinn. Það er oft örðugt að gera sér grein fyrir, hvar Ísrael endar og Bandaríkin taka við.
Stríð þeirra eru háð í samvinnu hins opinbera og einkaaðilja. Það hefur lengi verið þekkt, t.d. hvað varðar þróun eftirlits- og gervigreindartækni í hernaði gegn Gazabúum. Þar eru áberandi fyrirtæki á vegum tækniauðjöfranna í hirð Dónaldar Jóns. Tækni þeirra auðgreinir og eltir upp skotmörk.
Meta hefur nýlega ráðið til sín atgervismenn á þessu sviði frá Ísrael og stundar í samráði og samvinnu við stjórnvöld svæsna ritskoðun og aðför gegn lýðfrelsinu. Æruverndarbandalag Gyðinga (Anti-Defamation League) í Bandaríkjunum hefur stælt sig af samböndum við hirð Dónaldar Jóns. Hún er nær alfarið skipuð Síonistum
Drápstæknisnilld Ísraela kom líka glöggt í ljós, þegar þeir komu fyrir sprengjum í símboðum fólks í Líbanon. Gamla bragðið, þ.e. að koma fyrir rottum í herbúðum óvinarins er þó í fullu gildi, sbr. Hisbolla í Líbanon.
Rottur Ísraela er vafalaust líka að finna í Íran. En af því að Dónaldur Jón elskar friðinn sendir hann Steve Witkoff til Oman á morgun (12. apríl). Þar munu Íranar líka eiga fulltrúa. Fulltrúar Bandaríkjanna og Írans munu ekki tala saman.
Sáttasemjarinn kemur frá Oman. Þetta minnir óneitanlega á aðstoð við ósamlynd hjón. Það er hermt, að hinn snjalli utanríkisráðherra Rússa, Sergei Lavrov, hafi komið þessum fundi til leiðar.
Dónaldur Jón hótar hástöfum öllu illu, gangi Íranar ekki að kröfum hans og Ísraels um afvopnun. Þeir vilja sams konar fyrirkomulag og í Líbíu. Því samfélagi rústaði Nató. Svo má náttúrulega setja á fleiri viðskipaþvinganir og tolla á mánudegi og aflétta þeim á þriðjudegi.
Herafla Bandaríkjamanna á svæðinu hefur stöðugt vaxið ásmegin, t.d. í Diego Garcia herstöðinni á Indlandshafi. Þar er nú óvígur her og bíður eftir frekari skipunum frá Washington. Herinn dundar sér við að drepa Jemena á meðan.
Hvernig má það vera, að mannkyn velur eða sættir sig við geðvillta leiðtoga? Fyrrnefndir tveir geta auðveldlega komið mannkyni á vonarvöl. Báðir ráða yfir kjarnorkuvopnum. Bandaríkjamenn hafa reynslu af að beita þeim. Hvað hefur mannkyn til saka unnið?
Barnamorðinginn hefur níu líf eins og kötturinn. Réttarkerfið sverfur að honum, bæði innan lands og utan. Vonandi fellur hann bráðum af illvirkjastalli sínum. Samfélagið kynni þó að hrynja áður, en andspyrna hinna forsmáðu og kúguðu heldur áfram.
Því miður heldur líka áfram baráttan gegn hugarfóstrinu, Amalek. Heremḥerem heitir það á hebresku og útleggst eyðingar- eða bannfæringarhollusta.
Á okkar vígstöðvum er grimmilega barist við Kommagrýluna og gegn hryðjuverkaógninni í skýrslum Ríkislögreglustjóra. Hugarfóstur Don Kíkóta var vindmylla.
https://steigan.no/2025/03/israelske-pansrede-kjoretoy-feier-inn-i-syrias-quneitra-i-storste-inntrengning-hittil/?utm_source=substack&utm_medium=email https://sonar21.com/the-hard-facts-about-palestinian-terrorism-debunk-western-narrative/ https://sonar21.com/tucker-carlsons-interview-with-steve-witkoff-reveals-surprising-ignorance/ https://chrishedges.substack.com/p/the-last-chapter-of-the-genocide?utm_source=post-email-title&publication_id=778851&post_id=159641554&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://trt.global/world/article/33afdef2d007 https://www.globalresearch.ca/carnage-gaza-global-195/5882570 https://steigan.no/2025/03/gazas-helsedepartement-offentliggjor-navnene-pa-15-613-barn-drept-av-israel-siden-oktober-2023/?utm_source=substack&utm_medium=email https://beeley.substack.com/p/trumps-military-expansionism-and?utm_source=post-email-title&publication_id=716517&post_id=159972872&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.dropsitenews.com/p/statement-israel-killing-hossam-shabat-journalist-gaza https://21stcenturywire.com/2025/03/27/the-untold-story-of-israels-nuclear-deception/ https://21stcenturywire.com/2025/03/26/midweek-wire-franco-israeli-nuclear-scandal-with-guest-freddie-ponton/ https://kucinichreport.substack.com/p/trump-very-bad-things-are-going-to?utm_source=post-email-title&publication_id=1441588&post_id=160304293&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://gilbertdoctorow.com/2025/04/01/trumps-attack-on-elite-american-universities-just-punishment-but-for-wrongly-identified-offenses/ https://21stcenturywire.com/2025/04/01/a-mass-grave-of-heroes-the-fate-of-gazas-first-responders/ https://evakarenebartlett.substack.com/p/israeli-barbarians-point-blank-execute?utm_source=post-email-title&publication_id=3046064&post_id=160320029&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://rumble.com/v6rakgo-whitney-webb-why-the-elites-are-terrified-of-her-research.html https://substack.com/inbox/post/160694225?utm_source=post-email-title&publication_id=4027686&post_id=160694225&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://steigan.no/2025/04/aipac-lederen-skryter-av-spesiell-tilgang-til-trumps-sikkerhetssjefer/?utm_source=substack&utm_medium=email https://beeley.substack.com/p/fake-news-stoking-regional-war-trump?utm_source=post-email-title&publication_id=716517&post_id=160998690&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=OIois3lr804&list=UUDkEYb-TXJVWLvOokshtlsw&index=8 https://21stcenturywire.com/2025/04/09/midweek-wire-trump-and-bibis-path-to-persia-with-guest-ibrahim-majed/ https://trackingpower.substack.com/p/how-israel-uses-seductive-imagery-305?utm_source=post-email-title&publication_id=1151094&post_id=161016913&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://voicefromrussia.ch/?s=vom+Opfer+zum+T%C3%A4ter+zum+Opfer https://21stcenturywire.com/2025/04/07/israeli-army-new-claims-on-aid-workers-death/ https://glenndiesen.substack.com/p/diplomacy-at-an-impasse-trump-escalates?utm_source=post-email-title&publication_id=2670149&post_id=160690523&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://sonar21.com/anti-zionist-but-not-anti-semitic/?jetpack_skip_subscription_popup https://www.youtube.com/watch?v=Sq56DJFgcJU&list=UUDkEYb-TXJVWLvOokshtlsw&index=11 https://steigan.no/2025/03/israel-begikk-den-storste-barnemassakren-i-sin-historie/?utm_source=substack&utm_medium=email
Bloggar | 11.4.2025 | 15:51 (breytt kl. 15:51) | Slóð | Facebook
Bloggfærslur 11. apríl 2025
Nýjustu færslur
- Fyrirgefðu mamma! Mig langaði svo að bjarga fólki. Óþverri og...
- Sælir eru einfaldir. Úkraína, öryggið og Þórdís Kolbrún Reykf...
- Rússneska Gyðingabyltingin 1917 og stríð í Evrópu. IV: Yfirbu...
- Rússneska Gyðingabyltingin 1917 og stríð í Evrópu. III: Stríð...
- Rússneska Gyðingabyltingin 1917 og stríð í Evrópu. II: Byltin...
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021